Samvinnan - 01.04.1945, Side 30
SAMVINNAN
4. HEFTI
Nýsköpunarljóð
Ort eina morgunstund, til þess
að hreppa skáldalaun.
Mottó :
Ég málaði andlit á vegg
í afskekktu húsi.
Það var andlit hins þreytta og sjúka
og einmana manns.
Og það horfði frá múrgráum veggnum
út í mjólkurhvítt Ijósið
eitt andartak.
Það var andlit min sjálfs,
en þið sáuð það aldri,
því ég málaði yfir það.
Steinn Steinarr.
NAFNASKIPTI
Ég skipti um nöfn
og kalla hnakkann andlit
og andlitið hnakka,
— þá sé ég með hnakkanum
og greiði hár mitt fyrir andlitið.
En lýðurinn skynjar ekki,
að ég lék á lífið.
SANKTI MÁRÍA
iSæl vertu, Sankti Máría,
seztu hérna hjá mér
í fjórðu víddinni.
Ég sá þig í draumi, er ég svaf,
ég sá mynd þína á striga i vökunni.
Nú spyr ég þig, Sankti Máría,
— hvort varst það þú,
sem ég leit í draumnum
eða á striganum,
— eða sá ég þig ekki?
Var þetta aðeins ímynd
eða óveruleiki
af veruleika,
sem aldrei var.
Ég spyr þig,
sæla, Sankti Máría.
ÞAÐ, SEM ENGINN VEIT
Ég veit og ég veit
það, sem enginn veit,
— og ef enginn veit það,
fram í flokkstímariti kommún-
ista, að í íslenzkri mjólk væri 20
sinnum meira af „skít“ en í er-
lendri mjólk. Mun það mál sam-
vinnumanna, að fremur þurfi að
auka en minnka varnir félaganna
móti upplausnarfargani því, sem
hér er vikið að. j. j.
þá veit ég það ekki sjálfur.
Þetta er leyndardómur þess,
sem veit,
að hann veit,
að enginn veit neitt
nema hann sjálfur.
ENGU NÆR
Ég sit hér
og sat hér í gær,
og ég sat hér, þegar Ingólfur horfði á
Esjuna.
Hér finnurðu þann,
sem féll fyrir þúsund árum
og fæddist í gær.
Ég sit hér
og sólin skín á Esjuna
í dag
eins og í gær.
Ég sit hér og sé
að smám saman stækkar Ingólfsbær.
Ég sit hér
og sé að grasið grær,
það er grænt eins og í gær.
En ég er engu nær
um tilgang lifsins,
því að ég fæddist fyrir þúsund árum
og féll i gær.
VATNIÐ OG ÉG
Þú ert vatn eins og ég,
sem vantar farveg.
Ég sit hér í polli
og saurugir fætur
slampast í mig hvern dag.
En nóttin er friðsæl, —
þá fæ ég minn rétta brag.
Þú ert vatn eins og ég,
sem vantar farveg.
Þig vantar rás
til að ryðjast úr pollinum, —
þig vantar farveg.
En liggðu kyrr
því að friðsæl nóttin fer yfir heiminn
— líka þinn heim, —
og þá færðu frið eins og ég.
ÉG SAKNA SAMLOKU MINNAR
Ég er hörpuskel
úr hlýjum sjó —
og sakna samloku minnar.
Þú ert krákuskel
úr köldum sjó —
og saknar samloku þinnar.
Þannig er lífið
— og hver og einn saknar
samloku sinnar.
Smá-Steinn.
SAMVINNAN
4. hefti, apríl 1945
Útgefandi:
Samband ísl. samvinnufélaga
Ritstjórn:
íónas Jónsson. Guðlaugur Rósin-
kranz. Jón Eyþórsson.
Sími: 5099
Afgreiðslustjóri: Konráð Jónsson
Sambandshúsið, Reykjavík.
Sími: 1080
Verð árgangsins, 10. hefti kr. 15,00
Forvígismenn:
Björn Krístjánsson
kaupfélagsstjóri
er fæddur á Víkingavatni í N.-
Þingeyjarsýslu 22. febr. 1880. For-
eldrar hans voru Kristján Krist-
jánsson bóndi á Víkingavatni og
kona hans Jónína Þórarinsdóttir.
Björn bjó á Víkingavatni 1907
1916. En 1916 varð hann kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Norður-Þing-
eyinga og því starfi hefur hann
gegnt síðan. En auk þessa aðal-
starfs síns hefur Björn gengt fjöl"
mörgum öðrum störfum í þágu al-
mennings. í stjórn Sparisjóðs Keld-
hverfinga var hann 1896—1917, í
skattanefnd hefur hann verið síð-
an 1919. Varamaður í stjórn Sílð-
arútflutningsnefndar síðan 1935.
í stjórn Samb. ísl. samvinnufél-
hefur hann verið síðan 1937. Al-
þingismaður fyrir N.-Þingeyjar-
sýslu var Björn árin 1931—-34.
Björn er tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Gunnþórunn frá Sand-
hólum á Tjörnesi, en síðari kona
hans er Rannveig Gunnarsdóttir
frá Skógum í Axarfirði.
134