Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 2
Fjárhðgslegl lýðræði í framkvæmd J^EYTENDURNIR hafa það á valdi sínu, að koma á fót eins fullkomnu, fjárliags- legu lýðræði, og líkindi eru til að geti þróast í þjóðfélaginu. Þetta er niðurstaða hins kunna, sænska rithöfundar og samvinnu- manns, Anders Örne, í bók er hann gaf út á forlagi sænsku samvinnufélaganna á sl. ári og nefnir „Ekonomisk demokráti". Og þetta er ekki lullyrðing út í bláinn, heldur er hún rökstudd af reynslunni. Hið viðskiptalega og fjárliagslega lýðræði — rétt- ur þegnanna til þess að stjórna þeim fyrir- tækjum og stofnunum, sem sinna nauð- synjamálum lieimilanna — er enginn óska- draumur óraunsærra bjartsýnismanna eða slagorð áróðursstefna. I öllum lielztu menn- ingarliindum heims hefur þetta fjárhagslega lýðræði náð miklum þroska og vaxtarmögu- leikar þess eru nær því ótakmarkaðir alls staðar þar sem þegnarnir hafa óskoraðan rétt til þess að taka j>átt í l'jármála- og viðskipta- lífi þjóðanna. „Það er undir neytendunum- sjálfum komið, Iiversu þróunin verður ör,“ segir Anders Örne. „Þeir geta sjálfir ráðið því, livort viðskipta- og fjármálakerfi þjóð- anna er sniðið með hag fjöldans fyrir augum, eða livort hagsmunir fárra einstaklinga liafa yfirhöndina." Augljiist er, að vel liefur miðað að því marki, að hagsmunir hinna niörgu, setji svip sinn á viðskiptalíf þjóðanna. Fyrir nokkrum áratugum síðan var samvinnuhreyfingin veik og vanmáttug í flestum löndum. Nú er svo komið mjög víða, að 35—50% af þegnunum teljast til kaupfélaganna og sækja alla verzl- un sína til eigin fyrirtækja. Þannig helur þró- unin verið í Svíþjóð og Stóra-Bretlandi og þennan sigttr hefur samvinnuhreyfingin ís- lenzka líka unnið. Hinn mikli vöxtur samvinnuhreyfingar- innar hér á landi og annars staðar, og liin stórauknu umsvif hennar á vettvangi við- skipta- og framleiðslumála, er sprottinn af hinum innri styrkleika lireyfingarinnar sjálfr- ar. Samvinnuhreyfingin hefur aldrei óskað eftir eða fengið stuðning frá utanaðkomandi öflum. Hún liefur unnið flesta stórsigra sína þrátt fyrir harða andspyrnu jreirra aðila, sem áður settu svip á viðskiptalífið. En jiróunin og sagan sýna og sanna traustleika og heil- brigði jieirrar stefnu í samskiptum einstakl- inganna, sem samvinnumenn berjast fyrir. Grundvöllur starfsins er eigið fé félagsmann- anna og sú hugsun, að engir aðrir hagsmun- ir en neytendanha, fái að setja mót sitt á starfræksluna. Arðurinn er endurgreiddur félagsmönnunum — eftir að lagt hefur verið í lögskylda sjóði — í hlutfalli við kaup þeirra og viðskipti við félagið. Með þessum hætti er girt fyrir að gróðavonin sé driffjöður starf- seminnar, og tryggt, svo sem verða má, að liagsmunir viðskiptamannanna séu jafnan leiðarsteinninn. En það er engirin liiirgull á fólki, sem áttar sig ekki á þeirri þróun, sem orðið liefur í framkvæind liins fjárhagslega lýðræðis, og lieldur því fram, að gróðavonin hljóti að vera öruggasta og tryggasta drif- fjöðrin fyrir fjölbreytt og menningarlegt at- hafnalíf. Þessir menn benda á, að ef gróða- voninni sé kippt búrtu, þurfi að setja eitt- livað í stað liennar og þeim er gjarnt að álíta, að um aðrar leiðir sé ekki að ræða, en skyldtt, t. d. í soísalisku þjoðfélagi, cða fvnmginii til metorða, og telja að þjóðfélagið sé á engan hátt betur_ tryggt gegn misnotkun fyrirtækj- anna á þann hátt en þótt gróðavonin sitji í öndvegi. En það er til Jiriðja alriðið, þriðja drif- fjöðrin, seni getur komið í stað gróðavonár- innar. Hún er augljós af sögu samvinnu- hreyfingarinnar og Anders Örne bendir á hana í bók sinni: „Þéna ekki á öðrum heldur þjóna liver öðrum," kallar hann liana, eða samstarf um eigin hag. Þetta er aflgjafinn i starfi samvinnuhreyfingarinnar og allir, sem fylgjast með liinum liraðstígu framförum, er samvinnumenn beita sér fyrir, skilja, að jiessi leið er enginn eftirbátur annarra um fjöl- breyttni og gróandi í athafnalílinu. Viðskipta- og fjárhagshejmur sá, sem sam- vinnuhreyfingin ræður yfir, er voldugt tæki til samlijálpar. Það eru félagsmennirnir sem eiga hann og stýra honum á lýðræðislegan hátt, eltir reglnnni, liver maður eitt atkvæði, án tillits til j>ess hvort hann er fátækur eða ríkur, livort liann hefur lagt félaginu mikið fé eða lítið. Það er maðurinn, en ekki fjár- magnið, sem ræður. Þegar litið er yfir farinn veg samvinnu- starfsins, verður ekki komizt hjá að viður- kenna, að þar hafi lýðræðisskipulagið gefist með miklum ágætum, ]>ótt alltaf megi benda á mistök liér og þar. Sumir vilja halda því fram, að hinn glæsilegi vöxtur kaupfélaganna sé ekki sprottinn af rót lýðræðisins, heldur sé hann því að þakka, að til félaganna og sam- bands þeirra hafi valist mikilhæfir forustu- menn. En menn verða að minnast þess, að lýðræðisskipulag fær ])á menn til forustu, sem Jiað verðskuldar. Það er hin rótgróna trú á málstaðinn og óeigingjarnt starf fjölmargra manna og kvenna um breiðar byggðir lands- ins, sem er grunnurinn, er samvinnuhreyfing’- in byggir á. Hann hefur reynst traustur fram að jiessu, og allar uKur eru til þess, að hann muni enn standast öll veður. Innan skamms rennur upp sú árstíð, sem ber merki jjessa fjárhagslega lýðræðis öðrum fremur. Umhverfis landið koma félagsmenn kaupfélaganna saman til deildafunda, og síð- an til aðalfunda félaganna, til þess að taka ákvörðun um skiptingu ársarðsins, ræða starf- ræksluna :í liðnu ári og leggja á ráð um hversu færa skuli út kvíarnar. Þetta er fjár- liagslegt lýðræði í framkvæmd. Þessir ftindir eru hinn rétti vettvangur til jiess að tcfla fram tillögum um endurbætur eða koma aðlinnslum á framfæri. Benda má á, að nokkuð mun skorta á víða, að ynging og endurnýjun trúnaðarmanna félagsmaltn- anna hafi farið fram, svo sem nauðsynlegt má j>ó teljast, til jiess að tryggja sem bezt má verða, að nægilcgur jiróttur sé í allri félags- starfseminni. Meðalaldur jieirra, -er sitja i stjórnum og íulltrúaráðum kaupfélaganna, er víða allhár. Það er vissulega gott og gagn' legt, að aldur og reynsla hafi mikil ítök, en ]>að er J)ó eigi síður mikilvægt, að yngri kyn- slóðin, sem á að erla landið og leiða sam- vinnufélögin til nýrra, mikilla sigra á kom- andi árum, fái tækifæri til jiess að afla sér starfsreynsht og leggja félögunum óbilaðan starfsþrótt og nýjar lnigmyndir. Þá má og lienda á, að mjiig skortir á Jrað víða, að kon- urnar taki þann þátt í félagsstarfseminni, sem æskilegt væri. Víða erlendis, t. d. í Bretlandj og Svíþjóð, er jiað algengt, að húsmæður eigi sæti í stjórnum kaupfélaganna. Aukin hlut- deild kvenna í stjórn félaganna mundi áreið- anlega verða til ]>css að vekja áhuga kven- Jijóðarinnar yfirleitt fyrir starfsemi félaganna og vissulega er hér enginn liörgull á dug- miklum og félagslega menntuðum konum, sem gætu látið gott af sér leiða í stjórnum og fulltrúaráðum kaupfélaganna. Arangursríkt samvinnulýðræði ]>arf að bera merki náins samstarfs í milli ungra og gamalla, karla og kvenna. í STUTTU MÁLI Oliuverzlunin í isleuzkar liendur. Fyrir f°1- göngu Sambands ísl. samvinnufélaga hefur nl1 verið hafizt handa um að koma olíuverzlun landsmanna í íslenzkar hendur. í síðastliðnu sumri stofnuðu S. í. S., sambandskaupfélögin’ olíusamlögin í Keflavík og Vestmannaeyjum °S S. U. N. í Norðfirði félag í þessti augnamiði, ng ncfnist það Olíufélagið h.f. Hlutafé félagsins er 975.000 krónur. Af þessari upphæð er eign S. í. S., sambandsfélaga og olíu- samlaga 700.000 krónur. Tilgangur hins nýja olíufélags er að koina ohu- verzlun landsmanna algjörlega á íslenzkar hendm (Framhald á bls. 20)- SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87 Akureyri. Sími 16(5. Prentvcrk Odds Bjömssonar Kemur út einu sinni í mánuði Argangurinn kostar kr. 15.00 41. árg. 1. liefti Janúar 1947 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.