Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 24
HINN ÓGNUM ÞRUNGNI SANNLEIKUR UM ATOMSPRENGJUNA (Framhald af bls. 24) innar. Tilgangur nýtízku stríðs er að eyði- leggja sem mest af íramleiðslugetu andstæð- ingsins á öllum sviðum, með sem minnstum tilkostnaði fyrir þann, sem vopnunum beit- ir. Á þessu sviði er kjarnorkusprengjan mikil „framför“. Ameríski flughershöfðinginn H. H. Arnold, reiknar það út, að það sé sex sinnum ódýrara að eyðileggja tiltekið byggðasvæði með kjarnorkusprengjum en venjulegum tundursprengjum. Og líklegt má telja að það verði ennþá ódýrara er tímar líða. Þegar í síðasta stríði var svo komið, að venjulegur sprengjufarmur í flugvél, eyði- lagði fimmtíu sinnum meiri verðmæti en þau, sem fóru i framleiðslu sprengnanna; þegar til kjarnorkusprengnanna kemur verð- ur hlutfallið stórum ægilegra, eða fyrir hverja milljón dollara, sem varið er í fram- leiðslu kjarnorkusprengna, fæst eyðilegging í óvinalandinu, sem metin er á.300 milljónir dollara. í stuttu máli: Kjarnorkusprengjan hefur í för með sér óskaplega eyðileggingu fyrir lágt verð, talið í peningum. Það er því ekki að furða þótt menn spyrji: Er nokkur vörn til gegn kjarnorkuárás? — Radar-sérfræðingurinn Louis N. Ridenour svarar þannig: Það er engirt vörn til, ekki í reyndinni. Gömul sögn telur að vísu, að hverju nýju árásarvopni sé jafnan svarað með nýju varnartæki. En Ridenour bendir á, að þessi regla sé engan veginn algild. Aldr- ei fannst nein örugg vörn gegn flugskeytun- um þýzku. Þróun flugskeytatækninnar er sú, að skeytin verða háfleygari og langdrægari og hvorki orrustuflugvélar né loftvarnabyss- ur duga gegn þeim. Hið eina, hugsanlega mótvopn, væri radarstýrt flugskeyti. Slíkt tæki mun enn ekki til og það er því ólíklegt, að neinn mundi, til að byrja með, fijtna (iruggari varnir gegn endurbættum flug- skeytum en Bretar fundu upp gegn þýzku skeytunum V—1. En jafnvel jjótt eins vel tækist til og þegar Bretum vegnaði bezt, mundu ekki nema 90% af skeytunum verða eyðilögð, en 10% mundi koma í mark. Ef þau væru hlaðin kjarnorkusprengjum, mundi það vera meira en nóg til þess að árásin þætti borga sig. í fám orðum sagt: Út lrá sjónarmiði hernaðartækninnar er liægt að beita vörnum gegn kjarnorkusprengjum — teórítískt — með nokkrum árangri, en þessi árangur er þó naumast nokkur lnighreysting, því að hann kemur ekki að gagni í reyndinni. Kjarnorkusprengjan hefur ekki aðeins í för með sér stórum ódýrari eyðileggingarkraft en áður þekktist, heldur boðar hún einnig stór- kostlegt hagrœði fyrir árásarliðið, sérstaklega ef árásin er undirbúin með leynd og flátt- ’skap, á meðan friðsamlegar viðræður fara fram, eins og í Pearl Harbor. Eftir er þó að geta um eittt varnartæki enn: Dreifingu iðnveranna og byggingu neðanjarðarskýla. Jafnvel flytja borgirnar í hella og jarðhús. En þetta mundi heldur ekki koma að miklu haldi, eins og einn vísinda- maðurinn, E. U. Candon, bendir á í sam- bandi við áhrif kjarnorkunnar á skemmdar- verk í styrjöld. Til þessa dags hafa skemmd- arverkamenn átt við tvo megin erfiðleika að etja. í fyrsta lagi liefur það alla jafna reynzt erfitt, að komast fast að eða inn í mannvirki það, sem sprengja á í loft upp, án þess að árásarmannanna verði vart. Og í öðru lagi hafa þeir sjaldnast komizt hjá því, að skilja eftir slóð, sem rekja mátti til þeirra og flýtti nýjum vörnúm. Þessir erfiðleikar gufa upp, ef skemmdarverkamennirnir nota kjarnorku- sprengjur. Þeir komast að með hálfs til heils kilómetra fjarlægð frá markinu. Sprengingin yrði svo ægileg, að hún mundi þurrka úr öll spor. Smyglun liluta í atómsprengjur er ekki eríiðari en smyglun haða annarrar vítisvél- ar sem er, nema síður sé, og fullgerða kjarn- orkusprengju má geyma í litlum skáp eða handtösku. Candon bendir á, að Jjað mundi þurfa geysilega öflugt lögreglueftirlit með lífi og starfi borgaranna, ef ríkið vildi tryggja sig gegn kjarnorkusprengingu af völdum skemmdarverkamanna. Óski menn ekki að breyta Jjjóðfélagi sínu í lögregluríki, er þaö augsýnilega næsta lítil vörn, að flytja sig i neðanjarðarskýli, því að þau geta skemmdar- verkamenn eyðilagt á tiltölulega auðveldan hátt. Svo er því að sjá, að uppgötvun aðferða til þess að leysa kjarnorkuna, liafi ennþá ein- göngu hernaðarlegt gildi. Frá sjónarmiði her- veldanna virðist Jjað því eftirsóknarvert, að einskorða Jjað úraníummagn, sem finnst i jörðu, til notkunar í þágu hernaðartækninn- ar í framtíðinni. Að vísu er það aðeins eitt ríki, sem ennþá liefur vald á aðferðinni til þess að framleiða kjarnorkusprengjur, en það einkaleyfi verður ekki langvarandi; á það benda eðlisfræðingarnir Frederick Seitz og Hans Bethe. Þeir gera ráð fyrir, að framsæk- in iðnaðarlönd, eins og Bretland og Sovét- Rússland, verði í liæsta lagi sex ár að finna lykilinn að leyndardóminum, talið frá þeim tíma, er sprengjan féll á Hiroshima. Leynd- armálið er ekki hægt að varðveita, því að hinir teórítísku möguleikar eru kunnir og hin praktíska úrvinnsla hefur þegar verið sönnuð. í síðasta lagi eftir 4y2 ár getur kjarn- orku vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna haf- izt. Og ennþá liggur ekki fyrir nein vissa um það, að sú verði ekki raunin á. Því að svo lengi sem hin ýmsu ríki gera ráð fyrir mögu- leika styrjaldar og halda uppi miklum her og búnaði, hljóta leiðtogar þessara stríðstækja að kappkosta að afla sér eins áhrifamikilla (Framhald á bls. 25). Þessa mynd birti amer' iska blaðið PM skömmu eftir að gert var fieyri’1' kunnugt, að manninum hefði tekist að leysa kjarnorkuna lir lœðing1 — og beita henni ti eyðileggingar. Spámenn blaðanna hófu þá straX að bollaleggja um kjarn- orkubila, loftskij) °£ undursamlegan gróðtu < neðanjarðarskýlum, /)’’ ir tilverknað Itjarnorku- geisla. Flest pað, se,n myndin átti að sýna úr framtiðarheiminum, virðast óraunsteh draumórar. 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.