Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 26
Samvinnurekslur og ríkisrekslur í Sovétríkjunum Brezkct samyinnublaðið Cooperative Review ræðir breytt viðhorf Sovétstjórnarinnar JÖRBREYTING sú á starfsað- stöðu samvinnufélaganna, er átt hefur sér stað í Sovét-Rússlandi, er stórmerkileg, ekki aðeins vegna þeirr- ar þýðingar, sem hún hefur fyrir þjóð- arbúskap Sovétríkjanna, heldur einn- ig sem ábending um traustleika og heilbrigði stefnumála samvinnuhreyf- ingarinnar. Hin nýja skipan í Rúss- landi vekur mesta athygli fyrir það, að nú um tíu ára skeið hefur öll verzlun í borgum og bæjum verið í höndum ríkiseinkasala, en samvinnufélögum var el'tirlátin verzlunin í sveitum og strjálbýli. Enginn vafi leikur á því, að samvinnufélögunum var þar með fengið hið erfiðara hlutskiptið, að annast vörudreifingu í strjálbýlinu, oft víðs fjarri framleiðslu- og menn- ingarmiðstöðvum. En eins og bent er á í skýrslu brezku nefndarinnar, sem samvinnufólögin sendu í kynnisför til Sovét-Rússlands, leikur enginn vafi á því, að kaupfélögin hafa leyst störf sín ágætlega af hendi, þrátt fyrir erfiða aðstöðu og nú síðast þrátt fyrir mikla erfiðleika vegna styrjaldarinnar og eyðileggingarinnar af hennar völdum. Nú hefur ríkisstjórnin rússneska upphafið bannið á starfsemi kaupfé- laga í þéttbýlinu, og hefur þar með að verulegu leyti fellt úr gildi hina eldri skipan. Augljóst er, að tíu ára reynsla af störfum kaupfélaga og ríkiseinka- sala hefur sannfærthinarússneskuleið- toga um það, að heppilegt muni vera, að innleiða kaupfélagsverzlun einnig í borgum og bæjum, þar sem ríkis- einkasölurnar hafa verið einar um hit- una til þessa. Þessi skipting verzlunar- innar — ríkiseinkasölur í borgum, en samvinnufélög í sveitum — var í aug- um flestra kommúnista orðið klassiskt skipulag í sósíalisku þjóðfélagi. En þó var það allútbreidd skoðun víða, að þetta væri aðeins millibilsástand, og innan skamms tíma mundi Sovét- stjórnin taka skrefið allt og fullnægja þannig á rökréttan hátt hinum sósíal- istisku kenningum, með því að leggja kaupfélögin í sveitunum einnig niður, 26 til samvinnufélaganna Annars staðar í þessu hefti er greint lauslega frá breytingu þeirri, sem Sovétstjórnin hefur gert á aðstöðu kaupfélaganna í Rússlandi, samkvæmt heim- ildum Alþjóðasambands sam- vinnumanna. Brezka samvinnu- blaðið „Cooperative Review" ræðir þessi mál allýtarlega nú um áramótin og segir m. a.: og láta ríkiseinkasölurnar einar um verzlunina jafnt í byggð sem borg. Það er athyglisvert, að brezka sendi- nefndin, sem kynnti sér starfsemi rúss- nesku kaupfélaganna, undir forustu Rusholmes lávarðar, var ekki þessarar skoðunar. í greinargerð sinni um för- ina, segir nefndin m. a.: „Nefndin ræddi við ýmsa aðila um það, hvort líklegt mætti telja, að ríkið mundi í framtíðinni innleiða einkasölur sínar í sveit- unum, eins og það hefði gert í bæjum og borgum. Langsamlega flestir voru þeirrar skoðunar, að miklu meiri Jíkindi væru til þess, að samvinnufélögin fengju leyfi , til þess að starfa í borgunum, heldur en að einkasölurnar yrðu færðar út í sveitirnar. Það er einnig almenn skoðun, að dreifingaskipulag kaupfélag- anna væri ekki aðeins mun full- komnara eins og sakir standa, heidur hefðu yfirburðir þeirra komið bezt í ljós á hinum erfiðu árum eftir byltinguna, þegar þeim var falið að annast mest alla vörudreifinguna í borgun- um. Flestir töldu hana hafa verið í miklu betra lagi þá, en hún væri nú, í höndum ríkiseinkasöl- unnar.“ Reynslan hefur nú sannað, að spá- dómur sendinefndarinnar, um þróun samvinnu- og ríkisreksturs í Sovétríkj- unum, hefur stuðst við yfirgnæfandi líkur. Þar að auki hefur komið í ljós, að mjög aukin áherzla er nú lögð a framleiðslu kaupfélaganna og henm er ætlað meira rúm en áður í þjóðar- búskapnum. Þetta er augljóst af til- skipun ríkisstjórnarinnar, en þar seg- ir svo: „Samvinnufélög neytenda verða að skipuleggja framleiðslu- störf í rnjög auknum mæli, svo sem fullvinnslu landbúnaðaraf- urða, byggingu vélaverkstæða og verksmiðja til stórframleiðslu neyzluvara." Þessar neyzluvörur eiga síðan að vera á boðstólum í búðum Centrosoy- us (kaupfélagasambandsins). Sam- vinnufélögin eru því beðin að hefjast handa um stóraukna framleiðslu neyzluvarnings fyrir almenning þegai' hvers konar varningur er af skornum skammti. . . . Ástæða er til þess að gleðjast yfú' því, hversu djarfmannlega Sovétstjórn- in hefur tekið á vandamálunum og það að því er virðist án tillits til kommúnistískra kennisetninga. Stjórn- arvöldin hafa lært af reynslunni og alh bendir til þess, að ákvörðun þeirra um að hverfa frá allsherjar ríkiseinkasölu- skipuiaginu, muni verða þjóðum landsins til mikils gagns. Enginn vafi er heldur á því, að þessar ráðstafanu muni hafa mikil áhrif út í frá. Víða um lönd, þar sem samvinnuhreyfingm er í vexti, munu samvinnumenn og stjórnmálamenn draga ályktanir af þeirri reynslu, sem fengist hefur 1 Rússlandi með ríkisrekstri og sam- vinnurekstri, og nú er opinberuð a einarðlegan hátt í tilskipunum Sovet- stjórnarinnar. Forsíðumynd: Ljósm. Edv. Sigtu- geirsson. Ljósmyndir a.f Hvassafelh: Edv. Sigurgeirsson og Sverrir Þor. Aðrar myndir flestar léðar af ,A i ■

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.