Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 23
I marzmánuði í fyrra var talið, að Bandaríkin *ttu 1500 kjarnorkusprengjur „á lager", en hvað þtcr eru orðnar margar nú, er myrkri hulið. Ein- hver hafði orð á því, í þann mund, er friðarráð- stefnan í París var haldin. að 15 sprengjur af þessu tagi gætu lamað stórþjóð á borð við Rússa. Radar er af mörgum álitin ekki þýðingarminni uvjung en kjarnorkan. Með radartækjum hefur miðzt bergmálssamband við sól og tungl. Sagt er, í smíðum sé flugskeyti, sem geti farið uin- hverfis jörðina og lent aftur á ótrúlega skömm- um tíma. Því er og spáð, að innan fimm ára muni fyrsta flugskeyti jarðarbúa lenda á tungl- mu. Verður allur landher framtiðarinnar fluttur á milli vfgstöðva flugleiðis? Hvað verður úr tor Pex, nýja sprengiefninu? Eða hverja þýðingu hefur flugskeytið. sem á að geta borað sig í gegn- um 20 metra þykkan steinsteypuvegg? Og hvað l|m amerísku dauðageislana, sem blöðin tala stundum um, eða bakteríiisprautuna, sem hægr cr að hlaða með banvaenum radíógeislum? Stóra- hretland ætlar að hafa milljón manna undir 'opnum og hyggst ekki að taka á sig „neina á- hættu', að sögn Mr. Attlec. Hinn enskumælandi heimur íhugar nú sameiginlegar liervarnir. Ó- þekktu stærðirnar í nýju heimsstríði geta orðið margar, og maðurinn, sem hefur það hlutverk af Rtctlands hálfu, að leita varna gegn þeim öllum °K reka „áhættuna" á dvr, heitir Albert V. Alex- ander, venjulega kallaður Bert af kunningjum sínum. * Hvaða maður er þessi Bert? í hvcrsdagslífinu ei hann einn þeirra manna. sem Bretar kalla ■'hluff and breezy man“, af þeirri tegundinni, sem vex úr grasi á ströndum Ermarsunds. Hann cr ^'ddur í bænum Weston-super-Mare, og er hotninn af handverksmönnum. Hann gekk á al- þýðuskóla og sótti námskeið í tekniskum efnum, e» lenti síðan á skrifstofu. Á þeim árum varð hann heitur trúmaður og prédikaði stundum á götuhornum, en fann framkvæmd hinna kristi- lcgu hugsjóna sinna í samvinnuhreyfingunni og gekk henni á hönd. Eftir nokkurt árahil var hann orðinn einn kunnasti forvígismaður brezku kaup- h'laganna. „Bluff and breezy" merkir kátur og ress, eða eitthvað í þá áttina, og á því ekkert skylt við „bluff". í fyrra heimsstríðinu var Alex- ander óbreyttur hermaður til að byrja með, cn fékk síðar höfuðsmannsnafnbót. Árið 1922 kusu Sheffieldbúar hann á þing sem fulltrúa Sam- vinnuflokksins brezka, er var í kosningabanda- lagi við Verkamannaflokkinn og síðan sambands- flokkur hans. Tveimur árum síðar fékk hann sæti í fyrstu verkamannastjórninni, — varð að- stoðar-verzlunarmálaráðherra. — en sú dýrð stóð stutt, því að stjórnin varð skammlíf. Alexander hafði samt vakið á sér athygli fyrir framúrskar- andi stjórnhæfileika og þótti líklegur kandidat í flotamálaráðuneytið, ef Verkamannaflokkurinn næði aftur stjórnartaumunum. * Sú sttind rann upp árið 1929. Fyrir stjórnar- kreppuna 1931 hafði Alexander gert ýmsa mark- verða hluti. Flotaráðstefnan í London var haldin í stjórnartíð hans. Hann heimsótti Róin og París og reyndi þar, með stillingu sinni, hægð og lagni, að lægja öldurnar, sem risu á Miðjarðarhafinu fyrir tilverknað Frakka og ítala, og honum varð þó nokkuð ágengt. Á árunum næstu fyrir stríð deildi Alexander á utanríkisstefnu stjórnarinnar úr flokki stjórnarandstæðinga. Hann hélt því fram. að ef rétt væri að farið, gæti sterkur brezkur floti verið nokkur trygging fyrir friði, en veikur floti byði hættunni heim. Hann hélt á þessum árum áfram að prédika fyrir sam- borgurum sínum á sunnudögum, og hann varð mælskari og áheyrilegri með hverju árinu. Alexander vantar aldrei orð. hann talar viðstöðu- laust, og í kappræðum er hann harðskeyttur og rökfastur. Hann deildi á þessum árum þunglega á hlutleysisstefnuna í Spánarmálunum, og hann barðist gegn „sameiningunni" í Bretlandi, því að hann takli sambandstilboð kommúnistanna til þess eins gert, að ná fótfestu í Verkamanna- flokknum. Útnefningu hans til flotamálaráðherra, á hættunnar stund. árið 1940. var tekið misjafn- lega í blöðunum, En Churchill vissi, hvað hann var að gera. Flotamálaráðherrann var augasteinn hans. Það var nú karl í krapinu! Fyrsta stríðs- árið sat Churchill sjálfur í embætti flotamála- ráðherra, og þá ræddi hann oft við stallbróður sinn í stjórnarandstöðunni, og þá lærðu þeir Alexandar að meta hvor annan. * Það hefur verið sagt um Alexander — og heyrist fleygt ennþá —, að hann sé góður fundar- stjóri, en hann vanti hugmyndir. Hefði Alex- ander verið þokkalegur fundarstjóri, en ekkert annað, má telja víst, að kraftakarlinn Churchill, með allan sinn eldmóð og hugmyndaauðgi, hefði ekki sýnt honum þá tiltrú, sem raun varð á. Hinn mikli og óviðjafnanlegi stríðsleiðtogi sá meira á bak við góðmótlegt andlit flotamálaráð- herrans, en virðulegt „common sense". Hann fann þar festu, ró, karlmennsku og mikið og hug- myndaríkt starfsþrek. Flotaforiiigjarnir eru her- ská stétt, en þeim féll vel við Alexander. Flotinn beið ósigra, oftar en einu sinni, í stríðinu. í desember 1941 missti hann tvö orrustuskip á sama deginum. Þá var hættunnar stund í sögu Bretlands, en ekki heyrðist æðruorð. Persóna Alexanders verkaði þá eins og olía á öldurót, og þögn hans var talin merki þess, að öllu væri ennþá óhætt. Og brezki flotinn náði sér líka á strik. Innrásin í Evrópuvirkið sýndi, hvers virði hann var. Allar skipanir voru framkvæmdar, þótt sumar virtust óframkvæmanlegar. Og hið mikla bákn starfaði rólega og öruggt, eins og klukka, og liljóðlega, eins og vera bar í „the silent service". Alexander hefði getað dregið sig til baka með heiðri, eftir stríðið, en hann er starfsins maður. Og heilsan er ennþá sterk. Nú á hann að stjórna hinum þýðingarmiklu ráð- stefnum herforingjaráða heimsveldisins, þar sem bæði hernaðarleg og fjárhagsleg vandamál eru á dagskrá. Þau verða ekki leyst af óraunsæum spá- mönnum, þjörkurum eða formúlusérfræðingum. Ef svo fer, sem nú er ætlað, að allur hinn ensku- mælandi heimqr tengist böndurn sameiginlegs varnarkerfis, þá þarf til þess samvinnuskipulag, sem er umfangsmeira, cn áður hefur þekkzt hér á jörðu. Og það verður ekki á færi annarra en afbragðsmanna, að veita slíku samstarfi forystu. En slíkur maður er A. V. Alexander. í hinum nýja lieimi eru vopnin ein engin trygging fyrir friði, heldur ef til vill þvert á móti. En ekki er ósennilegt, að mikill vopnabúnaður friðsamra ríkja geti verið brot af nauðsynlegri friðartrygg- ingu. Og óþarft er að efast um, að það sé í þess- um anda, sem Alexander starfar í hinu nýja embætti sínu, sem er ein hin ábyrgðarmesta staða, á hinni nýbyrjuðu kjarnorkuöld. ,J>að er nú komið svo, að það er orðið léttara að ná sér i mann en i ibúð." 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.