Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 31
Hvaða skuldabréf á ég að kaupa? SPARSEMI ER DYGGÐ. Sparsemi er nauðsynlegur þáttur bættum lífskjörum og afkomu einstakl- ingsins og um léið þjóðarinnar. Sparsemi er grundvöllur efnalegs sjálfstæðis og veitir sérhverjum öryggi og virðingu fyrir sjálfum sér. Kaupið bréf þau, sem hér eru á boðstólum. Þau gefa hærri vexti en yfir- leitt eru fáanlegir annars staðar, og síður verður tdl sparipeninganna gripið, til stundaránægju, ef þeir eru geymdir í skuldabréfum. — Það er spamaður. Gefið ungbarninu 15 ára skuldabréf til skólaáranna. Géfið fermingarbaminu 10 eða 15 ára skuldabréf. Það kemur sér vel við stofnun lieimilis seinna meir. Gefið skuldabréf Framkvæmdasjóðs S. í. S. við hvers konar tækifæri. hvers vegna er sambandið að selja skuldabréf? Vegna þess að peningar eru afl þess sem gera skal, og samvinna landsins þarfnast þess að ráðist sé í miklar og margvíslegar framkvæmdir — meiri framkvæmdir, en Sambandið hefur eigið fé til í. Framkvæmdir, sem eiga að verða til þess að fólkinu í landinu geti liðið betur. Til þess að fáar krónur þeirra fátæku verði drýgri, og þannig veitt meiri lífsþægindi. Til þess að skapa meiri atvinnu í landinu. Til þess að gera iandið og þjóðina sterkari, sjálfstæðari og öruggari til að mæta þeim örðugleikum, sem framundan kunna að vera. HVAÐA framkvæmdir ERU ÞETTA? Meðal annars: AÐ kaupa hentug og fullkomin flutningaskip, sem flytja nauðsynjar landsmanna erlendis frá beint á hafnii', þar sem sambandsfélögin eru við. AÐ auka ullariðnaðinn svo sem verða má í samkeppni við erlendan iðn- að, til þess að ullin geti orðið unnin í landinu sjálfu. AÐ koma upp ýmiss konar iðnaði til öryggis um vörugæði og verðlag á neyzluvörum landsmanna. Framkvæmdasjóður S I S

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.