Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.01.1947, Blaðsíða 10
Frá amerisku vörugeymsluhúsi: Flutningsheildin cr 36 pappakassar. Aður var venja að 'lajla einum og einum, en Clarkvagninn lyftir öllum 36 og kemur þeim fyrir á sinum stað. F.ngin mannshönd liefur snert á kössunum fr'á pvi peir fóru frá Kalifúrniu, unz þeim er staflað i vörugeymsluna, langl austur i landi. 300.000 MANNÁ MAKI Frásögn um Bandaríkjamann, sem vill létta okkurbyrðar lífsins í bókstaflegum skilningi Ævintýri í skammdeginu. Þetta fyrsta hefti Samvinnunnar, sent prentað er á Akureyri, er sett og brotið í vél- um, sem komu hingað á hafnarbryggjuna úr millilandaskipi, dag nokkurn í skammdeginu 1943. Blýjtungir kassar lágu á víð og dreif um bryggjuna og mönnum virtist ekki árennilegt að koma jreim á vörubfl með gamla laginu og síðan af bflnum inn í hús. Einhver hafði orð á því, að ameríska setulið- ið hefði sést á ferli með hreinasta undratæki, lítinn, vélknúinn vagn með gaffli fram úr nefinu, sem gengi upp og niður eins og lyfta. Slíku tæki mundi ekki skotaskuld úr því að 10 bregða kössunum þessar fáu bíllengdir af hafnarbryggjunni í húsakynni Prentverksins og Vélabókbandsins. Og setuliðsmenn brugðu fljótt og vel við, er til þeirra var leitað. Inn- an lítillar stundar brunaði þessi litli vagn fram á bryggjuna. Hermaður sat við stýrið og það var allur mannaflinn, sem herinn sendi til jtessara átaka. Verkamenn voru þó til taks á bryggjunni, en á þeim Jjurfti ekki að halda. Litli vagninn ók rakleitt að stærsta kassanum, brá gafflinum undir hann, lyfti honum síðan varlega upp og ók sem leið liggur upp í bæinn. Á ákvörðunarstað lyfti hann kassanum í hæfilega hæð og skaut hon- um síðan inn fyrir dyrnar. Þannig var þessu erfiða verki lokið og enginn þurfti að sveit- ast við að velta kössunum á bíl eða af bíl- Þeirri byrði hafði verið létt af verkamönnun- um og ef Ezra Clark hefði verið staddur hér á hafnarbryggjunni þetta skammdegiskvöld, Jjá hefði hann brosað og nuddað saman lóf- unum af eintómri ánægju, því að allt starf hans hefur snúizt um það, að létta samborg- urunum byrðar lífsins, í bókstaflegum skiln- ingi. Og með Jjessum hætti fengu Akureyr- ingar að kynnast Clarkvagninum, sem víða hefúr komið við sögu og er nú að ryðja sér til rúms um allar jarðir, einkum þar sem amerískur her hefur dvalið. Sagan um Ezra Clark og flutningatækin hans er bæði skennntileg og lærdómsrík, og mætti segja hana eitthvað á þessa leið: Sagan um Ezra Clark. „All right, Mr. Clark,“ sagði Somervelle hershöfðingi, æðsta vald í birgðamálum ameríska hersins, „þér fáið hershöfðingja- nafnbót og síðan getið þér umsvifalaust snu- ið yður að því, að kynna yður mannvirki og birgðamál liersins á Evrópuvígstöðvunum. Þetta samtal átti sér stað í Washington, 1 allra helgasta liluta ameríska hermálaráðu- neytisins, en Mr. Clark var lítill og óásjáleg- ur kaupsýslumaður frá Michigan, sem hafði tekist með pústrum og hrindingum, að oln- boga sér braut alla leið inn í musteri her- stjórnarinnar, þar sem þræðirnir lágu í allar áttir til vígstöðvanna í mörgum heimsálfum. Og nú stóð Ezra Clark fyrir framan sjálfan höfuðpaurinn, í miðpunkti vefsins, og vildi fa útnefningu sem hæstráðandi í her Banda- ríkjanna. Líklegt er, að Somervelle hershöfð- ingi hafi vitað næsta lítið um líf og starf þessa óásjálega miðríkjaborgara, en á þessari stundu uppgötvaði hann a. m. k. það, að hann átti þarna skipti við óvenjulegan mann, því að Ezra Clark stóð á fætur, teygði úr öll- um 155 sentímetrunum, sem hann hafði að státa af, og leit beint í augu hershöfðingjans: „Eg hafði ekki hugsað mér það þannig- hershöfðingi. Það kemur eiginlega ekki til máli. Eg vil ekki neitt tignarheiti í hernuni- ^ „En herra minn trúrl Hvers vegna ekki? spurði hershöfðinginn, alveg undrandi. „05 þar að auki Jjurfið þér að vera í einkennis- búningi, til þess að fá aðgang að stofnunum okkar." „Það kann að vera,“ svaraði litli maðurinn frá Michigan, „en með hershöfðingjanafn- bót er ómögulegt að fá neinu áorkað, því aí'1 þá verð eg að segja yes við hershöfðingjana og í eyrum mér klingir eitt eilíft yes fra þeim, sem lægra eru settir. Hver veit nema að hershöfðinginn sjálfur eigi eftir að setja herrétt yfir mér, þegar eg birti skýrslu mína? „All right. Eg skal síma til Eisenhowers. Hann verður að skera úr um þetta." Daginn eftir lá símskeyti Eisenhowers a skrifborði hershöfðingjans. „Láttu karlinn koma, án gylltu hnappanna," stóð þar. * Bretar hafa státað af því, að þeir hafi gert út skemmdarverkamenn, sem hafi verið igu heils herfylkis. En Ezra Clark frá Battle

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.