Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 30
Lengi eftir veizluna skipti Mikael sér ekki af því fólki, sem hafði ekki þegið boð hans, nema hann fengi tæki- færi til að gera það gjaldþrota. Eg hygg, að hann hafi borið ábyrgð á því, að fimmtán til tuttugu virðulegar fjölskyldur urðu gjaldþrota. Einn daginn hjuggu þær í glæsilegum húsum og tóku höfðinglega á móti gestum sín- um, en þann næsta voru þær á götunni. Stundum var það á allra vitorði, að Denning væri valdur að vandræðum þeirra, en oftar vissi enginn maður um það. Mikael gamli var nú hálfsextugur ekkjumaður, en um það hil er hann tók að nálgast sextugt, var sem samvizk- an tæki að gera vart við sig í huga hans. Hann tók að sækja kirkju, og söfnuðinum til undrunar kom brátt að því, að hann lét sig aldrei vanta við messu. Hann barst nú ekki eins mikið á og áður fyrr, lagði fram stórfé til góð- gerðarstarfsemi og gaf fátækum í söfnuðinum ríkulegar gjafir. Hann tók jafnvel upp á því að fara sjálfur í heim- sóknir til fátækrahverfanna, og þar var það, sem hann kynntist Söru frænku. Sara var hávaxin, frekar veikluleg kona, sem var, er hún kynntist Mikael Denning, liðlega þrítug og þegar bú- in að sætta sig við hlutskipti piparmeyjar, en slíkt hlut- skipti var í þá tíð eins mótað og formfast og líf indverskr- ar ekkju. Hún hafði orðið fyrir ástarsorg, svo að hún átti, samkvæmt kokkabókum þeirra tíma, ekki annað framundan en að helga sig til æviloka kirkjustarfi eða sitja heima. Hún var myndarleg kona og sérlega k*venleg. Hún var feimin, ldédræg og veikluleg — það leið yfir hana öðru hverju -— en einmitt þetta þóttu á þeim dögum æðstu merki kvenlegs yndisþokka. Hún dró sig í hlé tuttugu og tveggja ára gömul, þegar unnusti hennar, ungur mað- ur að nafni Hubert Standish drukknaði fyrir augum henn- ar í Newport. En það var ekki aðeins þetta, sem lagðist þungt á Söru frænku. Fjölskylda hennar var ein þeirra, sem ekki hafði þegið heimboð Mikaels Denning, og það sem verra var: foreldrar hennar, sem voru afi minn og amma, litu á boð- ið sem móðgun og svöruðu því ekki einu sinni. Þau voru innilega hneyksluð yfir þessum manni. Sjálf voru þau ekki auðug, en nægilega vel stæð til að lifa sómasamlegu lífi, og staða þeirra í stétt „fína fólksins“ varð ekki vé- fengd. Afi minn var lögfræðingur, sem lifði á því að annast lögfræðistörf fyrir fjölskyldur áþekkar hans eigin. Hann hafði ýmigust á Mikael Denning fyrir það eitt, að hann komst yfir milljónir á vafasaman hátt. Það gat hann aldrei fyrirgefið og hann vildi því aldrei tala við Mikael eða umgangast hann á nokkurn hátt. Svo vaknaði hann einn góðan veðurdag snauður maður. Fjármál afa voru flókin og það hlýtur að hafa tekið Denning langan tíma að finna leið til að gera hann ör- eiga. En honum tókst það, og á dularfullan og furðulegan hátt urðu verðbréf afa einskis virði, og hann hafði ekk- ert til að lifa á nema laun sín. Jafnvel þau tóku brátt að minnka, er fólk missti traust á honum, enda var breidd- ur út orðrómur um það, að hann væri lélegur lögfræðing- ur og ef til vill ekki heiðarlegur. Afi varð að selja hús sitt og fly^tja í leiguíbúð yfir lyfjabúð við tíundu götu. Ég veit ekki, hvernig Mikael hefur farið að því að gera hosur sínar grænar fyrir Söru. Ég hef heyrt margar sögur um þau, og ég get ímyndað mér sitthvað um það. Mikael var þróttmikill maður. Um sjötugt var hann sem fimmtug- ur að kröftum og lífsfjöri, og 57 ára hefur hann verið jafn aðlaðandi og fertugur maður. Fram til hins síðasta var hann lifandi og heillandi. Sara sagði síðar, að það fyrsta, sem henni kom til hug- ar, er hún sá hann, hafi verið, að hann væri ekki ögn lík- ur því, sem fólk segði að hann væri. I þessari viðurkenn- ingu fólst byrjunin á uppgjöf hennar. Mikael Denning hefur vafalaust vitað nákvæmlega, hvernig hann gæti fengið vilja sínum framgengt, hvað hann ætti að segja við hana, hvernig hann ætti að segja það, og hvernig hann ætti að laða stúlkuna að sér. Hana langaði fyrst til að hlaupa á brott, er hún hitti hann, en einhvern veginn gat hún það ekki, að því er hún síðar sagði, og það þýddi auð- vitað, að hún vildi það ekki. Þegar þau höfðu heimsótt nokkrar fátækar fjölskjddur, ók hann henni heim. Hún þáði það með því skilyrði, að hann færi ekki alla leið, heldur hleypti henni úr vagninum spölkorn frá húsinu. Það var vetur og þegar orðið skuggsýnt, svo að enginn maður sá það, sem lesa mátti úr svip hennar, að henni geðjaðist vel að þessum miðaldra manni, sem allir höfðu talið henni trú um, að væri ófreskja. Hann minntist ekki á að hitta hana aftur. Hann steig aðeins út úr vagninum til að hjálpa henni, og kvaddi hana á hinn formlegasta hátt — að einu atviki undanskildu. Hún festi kjól sinn í vagnhurðinni og hrasaði, en hann greip hana og hélt henni nokkur augnablik í örmum sín- um. Þetta var ekki kvenlegt, en það var broslegt, og Sara frænka var alla tíð töluverður háðfugl. Enda þótt hún roðnaði, hlýtur hún að hafa brosað um leið. Þegar Sara kom heim í íbúðina yfir lyfjabúðinni, lét hún sem ekkert væri, en um kvöldið Iá hún vakandi tím- um saman, unz systir hennar (sem var móðir mín) kvart- aði, af því að þær sváfu í sama rúmi. Móðir mín sagði mér löngu síðar, að hún hafi haldið, að Sara væri veik, af því að hún var vön að sofa vært, en morguninn eftir var ekki annað að sjá en að hún væri við beztu heilsu og hún var meira að segja rjóðari í kinnum en hún hafði lengi verið. Það hlýtur að hafa verið óvenjuleg nótt fyrir konu, sem var búin að sætta sig við hlutskipti einverunnar, að hugsa til þess, að eitthvað óvenjulegt var að koma fyrir hana. Eg geri ekki ráð fyrir, að hún hafi áttað sig á því, hvað það var, og hafi hún skilið það, hefur hún sjálfsagt neitað að viðurkenna það fyrir sjálfri sér. Eg geri ráð fyrir, að fyrstu tilfinningar hennar hafi staðið í sambandi við hinn drukknaða elskhuga hennar. Þeir hljóta að hafa verið lík- ir að vallarsýn, báðir hinir myndarlegustu menn, báðir að- laðandi. En Mikael hefur sjálfsagt verið hetur gefinn. Það var ekki Denning, sem steig næsta skrefið. Ég hygg, að hann hafi verið of skynsamur til þess. I nokkrar vikur hitti hann hana ekki, nema í kirkju á sunnudögum, þar sem hann sat prúðbúinn á sínum bekk, innan um fólk, sem flest talaði ekki við hann. Jafnvel þá heilsaði hann henni ekki á áberandi hátt, heldur hafði hann auga með henni, unz hún leit til hans, og þá brosti hann, öllu frek- 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.