Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 10
ingu meðfram ströndinni. Töldu nú menn í Vík, að þetta hlyti að boða það, að skip væri strandað á sönd- unurn og gátu þess til, sem rétt var, að varðskipið Ægir væri úti fyrir ströndinni að reyna að lýsa upp strandstaðinn. Menn bjuggust nú til ferðar og hugðust leita að strandstaðnum. Fóru sumir ríðandi, en björgunartæki voru flutt á bílum að Kerlingadalsá og yf- ir hana á íshafti. Fannst strandstað- urinn þá um kvöldið, og reyndist vera austan í Kötlutanga. Var þegar kom- ið fyrir línubyssu og eftir tvær til- raunir tókst að ná sambandi við skipsböfnina. Var nú sent boð í flösku eftir línunni og ræddu björgunar- menn þannig við skipstjóra. Varð það að ráði, að björgun var frestað til morguns, enda virtust skipverjar ekki vera í yfirvofandi hættu. Hafði nú veðrið lægt nokkuð, en þó var enn töluverður sjógangur við skipið. Klukkan tíu á laugardagsmorgun bófst björgunin, og náðist öll áhöfn- in í land í björgunarstólnum. Voru það 44 menn, fimmtán þeirra enskir, einn norskur, einn rússneskur, en bin- ir allir Belgar, þar á meðal stýrimenn og vélstjórar. Var farið með mennina til Víkur og þeim skipt á heimili þar. Voru skipbrotsmenn allir ómeiddir og óþjakaðir. Skipshöfnin á Persier dvaldist rúm- lega hálfan mánuð í Vík. Tókst góð kynning með Iienni og þorpsbúum, og ekki versnaði hún við það, að einn hinna belgísku sjómanna vann það hreystiverk að bjarga íslenzkum sjó- manni, er bát hvolfdi við Vík nokkr- unr dögum síðar. Kastaði hann sér til sunds út í brimið, og tókst að ná tveim mönnum í land. Gerði Heusers skipstjóri árangurslausar lífgunartil- raunir við annan þeirra, en um þess- ar mundir var læknislaust í Vík. ATHUGUÐ BJÖRGUN. Þegar næstu daga var farið austur að skipinu með það fyrir augum að athuga möguleika á hjörgun. Virtust vera allmiklir möguleikar á að bjarga að minnsta kosti hluta af farminum, og síðan skipinu sjálfu. Hófust nú samningar um björgunina rnilli eig- enda og vátryggjenda skipsins (en umboðsmenn þeirra á Islandi voru Trolle og Rothe h.f.) og Skipaútgerð- ar ríkisins, og lauk þeim samningum þannig, að Skipaútgerðin tók að sér að reyna björgunina. BJÖRGUNIN HEFST. Tíu dögum eftir strand Persier var þessum samningum lokið og fyrsti stýrimaður á Ægi, Guðmundur Guð- jónsson, kominn austur á strandstað- inn til þess að athuga þar allar að- stæður. Hafði hann tal af Heusers skipstjóra og fóru þeir um borð í skip- ið. Var ljóst, að Iosa þurfti sem mest af farmi skipsins á sandinum til þess að létta það, áður en reynt yrði að ná því út. Farmur skipsins var tvenns kon- ar. Neðst í öllum lestum var hrá- járn í stöngum, samtals 6000 smá- Iestir, en efst í lestunum 100 bif- reiðar, og voru það bceði GMC vörubifreiðar og Dodge fólksbif- reiðar. Lá því fyrst fyrir að koma bjfreiðunum í land, og var byrjað að lyfta bómum og undirbúa los- unina á annan liátt um borð í skip- inu. Við rannsókn kom það í ljós, að stýri skipsins og hæll höfðu brotnað af, en aðrar skemmdir sáust ekki ut- anborðs. Þó var tuttugu feta sjór í öllum lestum, en allmikið af bifreið- unum virtust vera þurrar. Var nú haf- izt handa um að ráða menn til los- unarinnar, og voru þeirra á meðal margir af áhöfn Persier, sem voru á launum hjá Skipaútgerðinni, eins og aðrir verkamenn, meðan þeir unnu við björgunina. Ymsir erfiðleikar voru á björgun farmsins úr skipinu. Blautakvísl rann rétt hjá því, og hafði hún áður runn- ið vestan við skipið, en rann nú aust- an þess. Var reynt að brej'ta farvegi hennar aftur vestur fyrir, en það tókst ekki, svo að strengja varð vír og hala vörurnar yfir ána frá skips- hlið. Vegna sjós í skipinu var ekki hægt að kynda undir kötlum fyrst í stað, er björgunin hófst. Varð því að losa það með handafli og talíum, sem var að sjálfsögðu seinlegt verk. Þá reýnd- ust bifreiðakassarnir vera helzt til stórir sumir, og þurfti stundum að opna þá á skipinu og flytja einn og einn bíl, en ekki tvo og tvo eins og þeir voru pakkaðir saman. Var nú gripið til óspilltra málanna við að koma bílunum í land og bvrjað á tvö- lest. Allan marzmánuð og mestallan apríl var unnið að því að korna bif- reiðunum á land. Voru fengnar dæl- ur til þess að dæla úr lestunum og reyndist þörf á þeim mörgum og sterkum. Hinn 23. marz var orðið svo þurrt í vélarrúmi skipsins, þar sem vélamenn þess höfðu unnið sleitulaust, að hægt var að kynda undir kötlum og nota vindur skipsins í stað hand- afls við löndunina. Hinn 27. fannst 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.