Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 20
steikarofn, og mun vera óþekkt að nrestu enn sem komið er. Er þetta ofn, opinn að ofan, og er matur og bakst- ur látinn niður í hann í grindum. Er þannig hægt að elda fyrir heila fjöl- skyldu í þessu litla tæki, og til bakst- urs hefur það reynzt sérlega hentugt. Elitadreifing er mjög hagkvæm í steik- arofninum, og hægt er að leggja rist- arplötu yfir hann. Þá fæst með ofnin- um klukka, sem getur gert hann al- gerlega sjálfvirkan, þannig að hann slökkvi og kveiki á sér sjálfur. Erlendis hafa þessi tæki selzt all- mikið til heimila, sem hafa góðar elda- vélar fyrir, en að sjálfsögðu er þetta tæki sérstaklega hentugt þar, sem eldavél er ekki til eða erfitt er að koma henni við. Tæki þessi hafa náð mikilli útbreiðslu vestan hafs og kosta hér um 1000 kr. STEIKARPLATA. Annað smátæki, sem nýlega hefur verið sent á markað og virðist ætla að ná vinsældum hér á landi, mætti kalla „steikarplötu“, en það nefnist frá verksmiðjunnar hálfu „Sandwich Grill“. Eru þetta raunar tvær litlar steikarplötur, önnur í loki, og má steikja smárétti og samlokur þar á milli. Þá fylgir þessu tæki vöfflujárn, sem má leggja á plötuna og þannig baka vöfflur. Tæki þetta, sem er einn- ig framleitt af Westinghouse verk- smiðjunum, kostar um 500 krónur. BRAUÐRISTA. Þetta tæki er ekki eins nýtt af nál- inni og tvö síðasttalin heimilistæki, enda hefur það þegar náð allmikilli útbreiðslu. Nú er mest selt af sjálf- virkum ristum, og enn frekari nýj- ungar munu vera væntanlegar á næst- unni. Það hefur valdið nokkrum vandræðum við notkun á brauðrist- um hérlendis, hve brauð eru hér lítil og flötur hrauðsneiða smár, og hefur þetta fyrirbyggt, að fullur árangur næðist af tækjunum. Erlendis eru að- allega seld formbrauð og þau svo stór, að sneiðarnar standa upp úr hinum sjálfvirku brauðristum, þegar þær eru ekki að rista. RYKSUGUR. Nýlega hafa komið hingað til lands litlar handryksugur frá Westinghouse og þykja þær hentugar til ýmsra Laundromat þvottavél og þurrkari. verka, þar sem venjulegar ryksugur eru of fyrirferðarmiklar. Þessar hand- ryksugur kosta á sjötta hundrað krónur. Af venjulegum ryksugum hefur SÍS aðallega flutt inn hollenzk- ar Holland-Electro vélar, sem kosta um 1100 krónur, en einnig örlítið af Westinghouse ryksugum frá Banda- ríkjunum, sem eru nokkru dýrari. HRÆRIVÉLAR. Hrærivélar eru nú komnar á ótrú- lega mörg íslenzk heimili, enda er framboð af þeim nú mikið. Hefur SÍS selt venjulegar, litlar hrærivélar, Eng- lish Electric, sem eru nákvæmlega eins og amerísku Westinghouse vél- arnar, og kosta 1150 krónur. En auk þess hefur SlS flutt inn í vaxandi mæli „Kitchen-Aid“ vélina frá Hobart verksmiðjunum vestan hafs, og hefur hún notið mikilla vinsælda. Fluttar hafa verið inn tvær stærðir af þess- um vélum til heimilisnotkunar, 3 lítra með glerskál og 4 lítra með stálskál. Vélar þessar eru seldar án hjálpar- tækja, og getur hver keypt eins mik- ið af slíkum tækjum og hann vill, en það er liinn mikli kostur við þessar vélar, hversu margvísleg verkefni þær geta leyst af hendi með þessum hjálp- artækjum. Sem dæmi má nefna nokk- ur helztu hjálpartækin: hakkavél, berjapressa, deigkrókur, grænmetis- kvörn, silfurfægjari, hnífabrýni, Það er ótrúlega margt, sem hcegt er að gera með Hobart hrcerivélinni. ávaxtapressa, dósaopnari, ískvörn, haunaafhýðari og dropateljari. ,,Kitchen-Aid“ kostar nú um 1500 krónur minni vélin, en með helztu hjálpartækjum um 2300, þótt hver geti ráðið sjálfur, hvað hann kaupir mikið af slíku; og hin stærri um 2000 krónur, eða tæp 3000 með helztu hjálpartækjum. STRAUVÉLAR. Eitt af þeim mörgu tækjum, sem nú ryðja sér jafnt og þétt til rúms, er strauvélin. Er hún framleidd í ýms- um stærðum, allt frá litlum vélum, sem standa á borði (SlS á von á slík- um „Simplex“ vélum, sem kosta um 2000 krónur) til stærri véla með við- byggðu borði, en þannig er vélin hinn myndarlegasti húsmunur. Má fá „Ironrite“ strauvélina, sem SlS hefur fyrirliggjandi, ýmist hvíta fyrir eld- hús eða þvottastofu, eða í fögrum tréumbúðum, sem sóma sér í fínustu stássstofu. „Ironrite“ kostar um 5800 krónur og hefur reynzt mjög vel hér á landi. Er það kostur við hana, að komast má að valsinum frá báðum endum, og vélinni stjórnar húsmóðirin algerlega með hnjánum. Þau heimili hér á landi, sem hafa eignazt strau- vélar, skipta þegar hundruðum. Nefna mætti ýms fleiri heimilistæki, gömul og ný. Hér hefur ekki verið minnzt á eldavélar, þar eð þær hafa um langt skeið verið framleiddar í landinu og því lítið flutt inn af þeim, en á því sviði hafa orðið margvíslegar framfarir. Vatnshitarar eru mikið not- aðir erlendis, en hér á landi sér nátt- úran sjálf víða fyrir heitu vatni. Slíkir rafhitarar, sem venjulega eru settir upp í eldhúsum, fást fyrir 40—300 lítra og kostar til dæmis 110 lítra tankur um 3500 krónur. Hér hefur þá verið gefið stutt jrfir- ht yfir þau heimilistæki, sem flutt hafa verið til landsins, og hægt er að fá með stuttum eða engum fyrirvara. Þetta er að vísu aðeins reykurinn af réttunum, en vonandi batnar hagur landsmanna svo, að sem flest heimili geti notið einhverra eða allra þeirra þæginda, sem hér hefur verið lýst. i.iD.i 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.