Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.10.1952, Blaðsíða 13
gildi ostsins og einnig nauðsynlega æfingu í ostneyzlu, á líkan hátt og hinar eldri menningarþjóðir gera. — Hver húsmóðir og hver einstakling- ur eiga að gera sér ljóst, að hinn góði og feiti ostur er sérlega holl, nærandi og ljúffeng fæða og þrátt fyrir allt einnig ódýrari en margar aðrar fæðu- tegundir, ef miðað er við hið alhliða og holla næringargildi hans. Ef miðað er við ýmislegt álegg á brauð, hefur osturinn, miðað við þunga, langmest næringarefna-inni- hald (hitaeiningar) og sýnir eftirfar- andi þetta mjög glöggt: Hitaeiningafjöldi í góðum osti i hlutfalli við ýmislegt brauðálegg, allt miðað við 1 kg. af hverri tegund. 3000 Góður 40%-feitur ostur inniheldur: Smjörfeiti .................... 23% (fita í þurrefni 40%) Eggjahvítu, sölt, bætiefni o. fl. 32% Vatn .......................... 45% 100% Hver húsmóðir og einstaklingur ætti því að festa sér í minni, að mjólkur- ostur og mysuostur innihalda flest af hinum lífsnauðsynlegu bætiefnum. Einnig er osturinn auðugur af ýmis konar steinefnum, en þessi efni eru nauðsynleg fyrir beinmyndun og beinvöxt æskunnar, sem þarf að styrkjast og vaxa. — Frægur, erlendur lífseðlisfræðingur og læknir, dr. Herz, hefir sagt: „Notið mjólkurost og mysuost í hinu daglega fæði, og þið munið auka og viðhalda hreysti ykkar, lífsþrá ykkar og lífs- gleði....“ Að þessu athuguðu skulum við spyrja sjálf okkur: Notum við hinn góða mjólkurost og mysuost nœgilega mikið i hinu dag- lega fœði okkar? J. K. Ostaréttir, sem vöktu athygli á Iðnsýningunni 1952 í sýningareldhúsi SÍS á iðnsýningunni voru tvisvar sinnum dag- lega sýndir ostaréttir og var húsmæðrum gefið rit um matreiðslu með ost, samið af Helgu Sigurðardóttur, skólastjóra Húsmæðra- kennaraskólans. Sýningu réttanna annaðist Aðalbjörg Hólmsteins- dóttir og var áhorfendum boðið að bragða allt það, sem mat- reitt var í eldhúsinu. Mesta athygli vöktu fjórir ostaréttir, og fara hér á eftir uppskriftir að þeim: Ostsúpa. 2 1. kjöt-, fisk- eða grænmetissoð 40 gr. smjörlíki 40 gr. hveiti 1 laukur 150 gr. rifinn ostur 1 eggjarauða Salt Smjörlíkið er brætt, hveitið hrært út í og þynnt út með soð- inu. Laukurinn, sem er saxaður, er látinn út í og súpan soðin í 10 mínútur. Þá er rifni osturinn látinn út í. Eggjarauðan hrærð með salti og rjóma, og súpan hrærð þar út í. Borðuð með glóðarbökuðu hveitibrauði. Ostabúðingur. 200 gr. ostur 25 gr. smjörlíki 25 gr. hveiti 3—4 dl. mjólk 3 egg salt og pipar paprika hrært eða brætt smjör Smjörlíkið er brætt, hveitið sett út í, þynnt út með mjólk- inni, kryddað og kælt. Osturinn, sem skorinn er í jafna bita, er settur út í, eggjarauðurnar hrærðar í, þegar jafningurinn er alveg kaldur, er hinum stíf- þeyttu hvítum blandað gætilega saman við. Búðinguinn látinn í vel smurt mót og brauðmylsnu, sem bland- að er í rifnum osti, stráð yfir. Bakað í % klst. í heitum ofni, fyrst við meiri undirhita. Borð- aður strax. Hringinn í kring í mótið, um leið og hann er borð- aður, er raðað sundurskornum tómötum, gúrkum eða radísum. Blómkálsbúðingur. 100 gr. rifinn ostur 2 blómkál (eða hvítkál) 100 gr. smjörlíki 100 gr. hveiti 4 dl. mjólk 2—4 egg Salt, pipar Smjörlíkið er brætt, hveiti hrært saman við og þynnt út með mjólkinni. Kalt. Blómkálið soðið í 2—3 mínútur í gufu eða vatni. Tekið í hríslur og raðað í smurt mót. Jafningurinn hrærð- ur með eggjarauðunum, rifnum ostinum blandað í og að síðustu hinum stífþeyttu hvítum. Salt og pipar sett í eftir smekk og jafningnum hellt yfir blómkál- ið. Bakaður búningurinn hefur lyft sér og er gulbrúnn. í búðing- inn má eins hafa hraðfryst blómkál eða hvítkál. Með búð- ingnum má borða tómatsósu eða hrært smjör. Það er til drýginda að borða soðið grænmeti með búningnum. Ostaeggjakaka. 100 gr. rifinn ostur 3 egg i/2 tsk. salt 3 msk. rjómi eða mjólk 4 meðal kartöflur (soðnar) karsi eða steinselja 50 gr. smjör Eggin eru þeytt með saltinu, þar í er rjómanum og rifna ost- inum blandað. Smjörið er brún- að ljósbrúnt á pönnu, eggjajafn- ingnum hellt á, steikt við hægan eld, — stinga skal í kökuna með gaffli. Þegar kakan er hálfbök- uð, er kartöflubitunum raðað ofan á og saxaðri steinselju stráð yfir. Þegar eggjakakan er hlaup- in, er hún lögð tvöföld saman, látin á heitt fat, og rifnum osti og saxaðri steinselju stráð yfir. Borðuð með hrærðu smjöri. v

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.