Samvinnan - 01.03.1954, Síða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími 7080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 40.00.
Verð í lausasölu 5 kr.
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Samvinnutryggingar ........ 3
Dráttarvélar .............. 3
Litlafell ................. 4
Fimm menn og sex skip .... 6
Sjónvarp .................. 7
Réttlæti og öryggi ........ 8
Chienniang, eftir Lin Yutang 10
Þrettán skáld í skóla..... 12
Þrjú fræg verk eftir Einar
Jónsson................. 15
Viðskiptadeild Háskólans
heimsækir SÍS........... 21
Verðlækkunarherferð ...... 22
Skákmeistari ..............23
Sænskt lof um stofnsjóði . . 25
Prosper Mérimée ...........27
Carmen, sögulok........... 28
Marz 1954
XLVIII. árg. 3.
2
' ‘f ■ " .
MEÐ ÞESSU HEFTI er tekin upp sú
nýjung í sambandi við útsendingu
Samvinnunnar, að blaðið er sent til
allra kaupenda í umslögum. Hingað
til hefur blaðið verið sent samanbrot-
ið, og er það mikill galli, að kaupand-
inn skuli fá það brotið, þar sem marg-
ir halda ritinu saman og binda það
inn. Auk þess var það algengt, að rit-
ið væri þvælt og jafnvel skemmt,
er það barst til kaupanda, eins og því
var áður pakkað inn.
VONANDI REYNAST umslögin bót
á þessum göllum og leiða til þess, að
kaupendur fá ritið óbrotið og óþvælt.
Mun afgreiðslan bíða þess með nokk-
urri forvitni að heyra, hvort svo verð-
ur ekki, og ættu lesendur að láta til
sín heyra um það efni. Umslögin, sem
notuð eru, kosta allmikið fé, svo að
varla verður hægt að nota þau til
lengdar, nema þau geri tilætlað gagn.
SÚ DEILD SÍS, sem annast inn-
flutning á bifreiðum, búvélum og raf-
magnsvörum, heitir nú aftur véla-
deild, en bar um skeið nafnið búvéla-
og bifreiðadeild. Er hún undir fram-
kvæmdastjórn Hjalta Pálssonar, og
hann veitir einnig Dráttarvélum h.f.
forstöðu. Deildin hefur nú byrjað inn-
flutning á tveim nýjum bifreiðateg-
undum: OPEL bifreiðum frá Þýzka-
landi, og koma fyrstu sendiferðabif-
reiðarnar á þessu vori, og LEYLAND
dieselbifreiðum frá Englandi. Hafa
nokkur kaupfélög og Olíufélagið
keypt hinar síðarnefndu bifeiðar,
en dieselvörubifreiðar þykja mun
sparneytnari en benzínvélar.
MÖRGUM mun leika forvitni á að
lesa kvæðin á bls. 12—14, sem öll eru
eftir nemendur úr Menntaskólanum,
16—19 ára unglinga. Mun það vafa-
laust gleðja ýmsa, að atómkveðskap-
urinn er þó ekki sterkari en þarna
kemur fram, og hin hefðbundnari
ljóðaform hafa greinilega yfirhönd-
ina. — Myndin, sem fylgir greininni,
er eftir aðalteiknara skólablaðs
Menntaskólans, Jes Þorsteinsson.
MYNDIR í þessu hefti eru eftir
ýmsa. Jón A. Bjarnason, ísafirði, tók
forsíðumyndina af Litlafelli og sést
Hafrafell í baksýn. Hinar myndirnar
af skipinu og móttöku þess í Reykja-
vík tók Vigfús Sigurgeirsson, en hann
tók jafnframt kvikmynd af komu
skipsins. Myndirnar af viðskipta-
nemum í heimsókn hjá SÍS tók Þor-
valdur Ágústsson, starfsmaður hjá
bókaútgáfunni Norðra. Myndirnar af
verkum Einars Jónssonar eru um 30
ára gamlar og voru teknar í Kaup-
mannahöfn, en góðfúslega lánaðar af
listamanninum.
LEIÐRÉTTING
JÓN SIGURÐSSON, Yztafelli, skrif-
ar grein í síðasta hefti Samvinnunnar
um raforkumál. f greininni segir svo:
„En ekki var þingið fyrr komið sam-
an en stjórnin hafði albúið fjárlaga-
frumvarp, þar sem brigður voru á lof-
orðunum, og borið við fjárþröng.“
Hér er ekki rétt með farið, og þarf
leiðréttingar við.
í málefnasamningi flokkanna um
stjórnarmyndun segir svo í kaflanum
um raforkuframkvæmdir:
„í þessu skyni verði lögboðin árleg
framlög af ríkisfé aukin um 5—T
milljónir króna ....“.
í samræmi við þenna samning voru
framlög af ríkisfé til raforkufram-
kvæmda aukin um 7 milljónir króna
í fj árlagafrumvarpi því, sem lagt var
fram í byrjun yfirstandandi Alþing-
is og nú er orðið að lögum. Var því
fjárlagafrumvarpið nákvæmlega í
samræmi við stjórnarsamninginn og
fyllilega staðið við það, sem heitið var
í samningnum um bein fjárframlög
ríkissjóðs. Á sama hátt verður auð-
vitað staðið við önnur ákvæði stjórn-
arsáttmálans.
Eysteinn Jónsson.