Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Side 29

Samvinnan - 01.03.1954, Side 29
..................................................................................................................... iiiiiiiiiii.......................................................................................... = = Hafið þér ROYAL? Dásamtegir tylliréttir, bráðna í munni með gómsætu bragði Karamellu, — súkkulaði, — vanilla- Royal-búðingar Biðjið ávallt um ROYAL ............................lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll■ll■■■lll■■■lllll■llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllllllll■lllll||||||||||||||■||||||||||■||||||||■||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||^|^B og grunur minn breyttist í vissu. Eins og ég hafði búizt við, fór Lúkas ekki dult með aðdáun sína. Strax og fyrsta nautið kom í ljós, þreif hann silkiborðann, sem festur var í húð þess, og færði Carmen. Hún batt hann tafar- laust í hár sitt. Nautið hefndi ófara minna. Lúkas féll af baki og hest- urinn á hann ofan, en ofan á þeim báðum stóð nautið. Ég svipaðist um eftir Carmen, en hún var þá horfin úr sæti sínu. Ég gat ekki komizt á brott og varð að bíða, unz nautaatinu var lokið. Þá hélt ég til hússins, sem þú þekkir af eigin raun, og beið þar allt kvöldið og fram eftir nótt- unni. Þegar klukkan var að verða tvö eftir miðnætti, kom Carmen og virtist hún undrandi, þegar hún sá mig. „Komdu með mér,“ sagði ég. „Þá það,“ sagði hún, „við skulum koma.“ Ég sótti hestinn minn og lét hana setjast á bak fyrir aftan mig. Það sem eftir lifði nætur riðum við áfram án þess að mæla orð frá vörum. 1 dögun komum við að lít- illi veitingakrá, en ekki allfjarri var bústaður einsetu- manns nokkurs. Þá mælti ég við Carmen: „Taktu nú eftir —- ég skal láta allt vera gleymt og ekki minnast við þig á neitt af þvf, sem liðið er. En eitt verð- urðu að sverja mér — að koma með mér til Ameríku og lifa þar rólegu lífi!“ „Nei,“ svaraði hún ólundarlega, „ég vil ekki fara til Ameríku — mér líður vel hér.“ „Það er af því að hér ert þú nálægt Lúkasi. En jafnvel þó að hann komist til heilsu, skaltu minnast þess, að brot- in bein gróa aldrei um heilt. En hvers vegna ætti ég að eiga í illdeilum við hann? Ég er orðinn þreyttur á að drepa elskhuga þína; í þetta sinn ætla ég að drepa þig.“ Hún leit beint í augu mér með sínu villta augnaráði án þess að láta sér bregða, og að lokum mælti hún: „Ég hef alltaf vitað, að þú mundir drepa mig. Rétt áð- ur en ég sá þig fyrst, mætti ég presti fyrir framan dyrnar á heimili mínu. Tókstu ekki eftir neinu sérstöku, þegar við fórum frá Cordova í nótt? Það hljóp héri þvert yfir leið okkar milli fóta hestsins. Þetta er ills viti.“ „Carmencita,“ mælti ég, „elskar þú mig ekki framar?“ Hún svaraði ekki. Hún sat á mottu með krosslagða fæt- ur og gerði merki á jörðina með fingrinum. „Við skulum byrja nýtt líf, Carmen,“ sagði ég í bæn- arrómi. „Við skulum fara brott og búa saman, þar sem við þurfum aldrei að skilja. Þú veizt, að við eigum hundr- að og tuttugu gullúnsur grafnar undir eik, ekki langt héðan og auk þess eigum við peninga hjá Gyðingnum Ben- Joseph.“ Hún fór að brosa, og síðan mælti hún: „Fyrst ég og síðan þú. Ég veit, að þannig muni það verða.“ „Hugsaðu um þetta,“ sagði ég. „Þolinmæði mín og hug- rekki eru á þrotum. Taktu ákvörðun — annars verð ég sjálfur að taka ákvörðun.“ Ég skildi hana eftir eina og gekk að kofa einsetumanns- ins. Hann lá á bæn. Ég beið þar til bæninni var lokið. Mig langaði til að biðja sjálfur, en ég gat það ekki. Þegar hann stóð á fætur, gekk ég til hans. 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.