Samvinnan - 01.03.1954, Blaðsíða 6
sjálfsögðu framkvæmdastjóri hinnar
hraðvaxandi skipadeildar SIS, Hjört-
ur Hjartar, framkvæmdastjóri Olíu-
félagsins, Jóhann Gunnar Stefánsson
og ýmsir fleiri. Þegar íslenzki fáninn
hafði verið dreginn að hún og skip-
inu hafði verið gefið hið íslenzka nafn
sitt, var samstundis byrjað að mála
nafnið á skipið, en nafn hinnar
sænsku ungfrúar hvarf af því. Þá
ávarpaði forstjóri SlS, Vilhjálmur
Þór, Bernharð Pálsson skipstjóra
nokkrum orðum, fékk honum skipið
til stjórnar og varðveizlu og óskaði
honum og áhöfn hans alls hins bezta.
Þá var hinum sænsku sjómönnum og
sér í lagi skipstjóra þeirra, þakkað
fyrir að sigla skipinu heilu og höldnu
til hins nýja heimalands.
Þegar að lokinni þessari athöfn tók
hin nýja áhöfn til óspilltra málanna
að búa skipið í fyrstu ferð sína, og
síðdegis á laugardag flutti það sig að
olíubryggju við Örfirisey, tók fyrsta
íslenzka farm sinn og sigldi af stað
til heimahafnar sinnar á ísafirði. Hin-
ir sænsku sjómenn kvöddu „Maud“
sína og létu í Ijósi ánægju sína yfir
því, að hún virtist vera í góðum hönd-
um. Gengu þeir síðan á land, en fóru
Bernharð Pdlsson skipstjári.
síðan í boði SÍS og Olíufélagsins í
smáferð um bæinn og nágrenni hans,
en snæddu að lokum kvöldverð sam-
an. Flugu þeir flestir heimleiðis á
sunnudagsmorgun.
VIÐHÖFN Á ISAFIRÐI.
Síðdegis á sunnudag kom Litlafell
til Isafjarðar, og var þá fjöldi manna
staddur á bryggjunni til að fagna
skipinu. Hjörtur Hjartar, fram-
kvæmdastjóri flutti þar skörulega
ræðu, en skipstjórinn lýsti skipinu.
Síðan tók til máls Birgir Finnsson,
formaður Kaupfélags Isfirðinga, og
bauð hann skipið velkomið fyrir hönd
bæjarins og félagsins, en að lokum
var hrópað ferfalt húrra fyrir skipinu
og áhöfn þess. Eftir þetta var bæjar-
búum boðið að skoða skipið og voru
menn sammála um, að frágangur þess
og fyrirkomulag allt væri hið ágæt-
asta.
Eftir þetta bauð kaupfélagið áhöfn
skipsins, bæjarstjóra, bæjarfógeta og
ýmsum öðrum til kvöldverðar að
Norðurpólnum. Þar tóku til máls
Birgir Finnsson, Hjörtur Hjartar, Jó-
hann Gunnar Ölafsson bæjarfógeti,
Ketill Guðmundsson kaupfélags-
stjóri og færði hann skipinu að gjöf
mynd af ísafirði. Skipstjóri þakkaði.
Var af öllu auðséð, að almenn ánægja
ríkti á ísafirði með komu skipsins og
staðsetningu þess þar.
LÝSING SKIPSINS.
Litlafell er þriggja ára gamalt skip,
og hefur fram farið á því klössun sú,
(Framh. á bls. 20)
Fimm menn og sex skip
Margir gestir, sem heimsótt hafa skipadeild SÍS, hafa látið í ljós
undrun sína yfir því, að hún skuli ekki vera miklu stærri og fyrir-
ferðarmeiri en raun ber vitni. Eins og nú standa sakir stjórnar þessi
deild algerlega sex kaupskipum, og þarf öðru hverju að taka leigu-
skip til viðbótar. Þó starfa aðeins fimm karlmenn og tvær stúlkur í
deildinni! Þess ber að geta, að nokkurn hluta bókhalds og gjald-
kerastarfa annast aðalskrifstofa SÍS
fyrir deildina, en samt er geysimunur
á þessum starfsháttum og þeim skrif-
stofubáknum, sem hafa viljað hlaðast
utan um útgerð hér á landi.
Á þessu ári bætast tvö skip í sam-
vinnuflotann, svo að óhjákvæmilega
verður starfsfólki skipadeildar eitt-
hvað fjölgað, enda varla von að það
sé færra en einn maður og ein stúlka
fyrir hvert skip! En samt sem áður er
rekstur deildarinnar svo hagkvæmur,
að til hreinnar fyrirmyndar telst hér á
landi.
Hjörtur Hjartar hefur nú um árs
skeið verið framkvæmdastjóri skipa-
deildar og vinnur hann þau störf af
dugnaði og festu. Hjörtur er Dýrfirð-
ingur að ætt og aðeins 37 ára gamall.
Þó á hann að baki sér langan starfs-
feril hjá kaupfélögum landsins, —
starfaði fyrst í Kaupfélagi Dýrfirð-
inga og lauk samhliða námi við
Samvinnuskólann 1937. Síðan varð hann kaupfélagsstjóri Önfirðinga
á Flateyri og tók eftir það við stjórn Kf. Siglfirðinga. Hann ger-
þekkir því vandamál og þarfir kaupfélaganna, sem skipin sigla fyrir,
og er staðráðinn í því að reka samvinnuskipin í samvinnu'mda. Eitt
sinn, er gestur spurði hann, hvort skipin væru ekki of lítil, svaraði
hann: „Ef ætlunin væri einungis að græða á þeim, eru þau vissulega
of lítil. En til þess að annast þá þjónustu, sem þeim er ætlað fyrir
dreifbýli jafnt sem þéttbýli, eru þau af réttum stærðum.“
Aðrir starfsmenn skipadeildar eru Hans Daníelsen, ungur Norð-
maður, sem settist að hér á landi í styrjaldarlok og hefur starfað við
deildina frá byrjun, Sveinn Haukur Valdimarsson, Kjartan P. Kjart-
ansson og Jóhannes Jörundsson. Starfsstúlkur eru Jóhanna Guðna-
dóttir og Katrín Guðjónsdóttir. ]
—-----------------------—-------------------------------------------
6