Samvinnan - 01.03.1954, Page 3
T ryggirLgamát
samvLnn.LLman.na
Trygging er nauðsyn, að því er tíðum segir í auglýsing-
um. Þetta er sannmæli, sem á alls staðar við, en þó óvíða
eins og hér á landi. Hér er lífsbaráttan hörð, náttúran
óblíð, atvinnuvegir háðir sól og vindum, samgöngur erf-
iðar. Hér er áhætta mikil, hvort sem um er að ræða skip
á sjó, ýmsar greinar iðnaðar, vörur í flutningum, bíla á
vegum eða annað. Þessvegna er Islendingum mikil og al-
varleg þörf á góðum og öruggum tryggingum.
Það getur vart komið nokkrum á óvart, þótt sam-
vinnumenn, sem árlega þurfa að verja stórfé til að tryggja
vörur og eignir, hafi valið sér þá stefnu að koma á fót
eigin tryggingafélagi. Þessi stefna þeirra byggist þó ekki
á því einu, að þeir geti á þann hátt komið tryggingum
kaupfélaganna betur fyrir. Hér liggur annað og meira á
bak við. Það er þegar þrautreynt í öðrum löndum, að
samvinnuandi og samvinnuskipan á brýnt erindi á trygg-
ingasviðinu, þar sem einkafélög geta sannarlega rakað
til sín ofsagróða, þegar vel árar. Tryggingafélög velta
miklum upphæðum og það er réttlætismál gagnvart al-
þjóð manna, að gróða sé þar sem annars staðar skilað aft-
ur til þeirra, sem féð hafa Iagt fram eða skapað verð-
mætin. Það er einmitt þetta, sem samvinnumenn bjóðast
til að gera — og hafa gert á tryggingasviðinu.
★
Vilhjálmur Þór hreyfði því á fundum Sambandsins fyr-
ir stríð, að það þyrfti að hefja tryggingastarf. Það varð
þó ekki fyrr en 1946, að Samvinnutryggingar voru stofn-
aðar undir formennsku Vilhjálms og framkvæmdastjórn
Erlendar Einarssonar. Skipti engum togum um það, að fé-
lagið tók örum vexti og á átta árum varð það stærsta eða
næst stærsta tryggingafélag landsins (eftir því hvaða tölur
er miðað við í rekstrinum) og hið tryggasta. Félagið hef-
ur verið rekið af ungum og einbeittum mönnum og það
hefur notið ríkulegrar aðstoðar í ráðum og dáð frá sam-
vinnutryggingafélögum annara landa, sérstaklega í Sví-
þjóð. Hefur félagið innleitt fjölmargar nýjungar í trygg-
ingamálum, staðið gegn hœkkunum á beinum iðgjöldum
og loks sýnt í verki yfirburði sína með því að endurgreiða
hinum tryggðu milljónir króna, sem afgangs hafa orðið í
rekstrinum.
★
Nýlega hafa gerzt tíðindi í sambandi við brunatrygg-
ingar í Reykjavík og jafnvel öðrum kaupstöðum lands-
ins. Við útboð í höfuðstaðnum reyndust Samvinnutrygg-
ingar bjóða langhagstœðust kjör í þeim flokki útboðsins,
sem félagið bauð í, og eru yfirburðir félagsins þar í raun
réttri stórsigur fyrir það. Þegar þessar línur voru skrifað-
ar, er of snemmt að segja, hvort þessu tilboði verður tek-
ið eða aðrar leiðir farnar, en ýms kurl munu koma til graf-
ar, áður en sú ákvörðun verður tekin. Hvernig sem það
mál fer, hefur samvinnan sýnt það enn einu sinni á trygg-
ingasviðinu, að hún hefur þar mikla yfirburði.
Dráttarvélar
Um svipað leyti og blað þetta kemst í hendur lesenda,
má búast við fyrstu sendingu dráttarvéla til samvinnu-
félaganna á þessu vori. Er allt útlit á því, að mikið verði
flutt inn af traktorum í vor, og munu véladeild SlS og
Dráttarvélar h.f. eiga von á allt að 300. Er ánægjulegt að
sjá, að vélvæðing landbúnaðarins miðar áfram svo stór-
um skrefum.
I sambandi við þennan innflutning hefur verið reynt
að ala á óánægju meðal bænda sökum þess, að þeir hafa
þurft að greiða þessi tæki við pöntun. Er því rétt að end-
urtaka hér þá skýringu, sem birt hefur verið að gefnu til-
efni, að þessi tilhögun er á höfð samkvæmt tilmælum
bankanna, en ekki af því að SÍS eða Dráttarvélar óski
þess. Aður en þess var óskað af hálfu bankanna, að þessi
regla yrði tekin upp, höfðu SlS og Dráttarvélar flutt til
landsins milli 900 og 1000 traktora án þess að krefjast
fyrirframgreiðslu. Þannig var þessum málum skipað, þeg-
ar stofnanir þessar fengu að ráða að öllu leyti sjálfar, og
er því tilefnislaust að gera þetta að árásarefni á sam-
vinnufélögin, eins og reynt hefur verið.
3