Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.03.1954, Blaðsíða 4
Sjötta samvinnuskipið Ungfrú Hjördis Þór dregur islenzka fánann að hún á hinu nýja skipi og gefur þvi nafnið „Litlafell". Skömmu fyrir hádegi laugardag- inn 13. marz síðastliðinn safnaðist hópur manna saman á afturþiljum sænska skipsins „Maud Reuter“, þar sem það lá við bryggju í Reykjavík- urhöfn. Einn af stýrimönnum skips- ins blés í flautu, menn tóku ofan og sænski fáninn var dreginn niður, en jafnframt var íslenzkur fáni dreginn að hún. Gerði það ungfrú Hjördís Þór, og mælti svo um leið, að nafn þessa skips skyldi vera LITLAFELL, heimahöfn þess vera á Isafirði og bað gæfu og gengi að fylgja því. Með þessari látlausu athöfn bætt- ist nýtt skip í eigu íslenzkra sam- vinnumanna. Eru þá „fellin“ orðin sex, að Bláfelli meðtöldu, og von á hinu sjöunda seint á þessu ári. Má það heita undravert, hversu ört for- ráðamönnum Sambandsins hefur tek- izt að efla kaupskipaflotann, síðan fyrsta skipið kom til landsins 1946. Skipin hafa og reynzt gæfuskip í hönd- um ungra og vaskra sjómanna. Þau hafa reynzt hin hentugustu til þeirra nota, sem þeim eru ætluð, og afkoma þeirra hefur verið svo góð, að þau styðja nú hvert annað á marga lund. Litlafell er 917 lesta olíuskip og hinn myndarlegasti farkostur. Skipið er þriggja ára gamalt, en hef- ur þegar fengið fjögurra ára klössun. Var það mál manna, sem skoðuðu skipið, að í því væri allt sem nýtt. Þegar hinn sænski skipstjóri, Sjövald, sem sigldi skipinu til ís- lands, var spurður álits á skipinu, sagðist hann sjá eftir „Maud“, því að hún hefði verið „en graciös flicka“, svo að orð hans séu not- uð. Hann kvaðst hafa verið skip- stjóri á „Maud Reuter“ svo til ó- slitið, síðan skipið var byggt; það hefði verið gæfuskip í alla staði og sjó skip hið bezta. GAGNLEGT SKIP. Það er allra hluta eðlilegast, að ís- lenzkir samvinnumenn hafi hug á því 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.