Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Page 5

Samvinnan - 01.03.1954, Page 5
að eignast olíuskip, þar sem Olíufé- lagið h.f. annast nú meira en helm- ing á öllum olíuinnflutningi til lands- ms og aftur meira en helming á allri olíudreifingu með ströndum fram. Auk þess hafa olíuflutningar verið það svið siglinganna, sem Islendingar eru seinastir til að taka í eigin hend- ur. Jafnvel í strandferðum með olíur hafa tvö skip, Þyrill og Skeljungur, hvergi nærri annað þörfinni, og nú þessar vikurnar er til dæmis norskt leiguskip í þessum flutningum. Það mætti því ætla, að skipi þessu væri vel fagnað af öllum landsmönn- um, en svo varð því miður ekki. Það bregzt nú ekki, að skipkoma hjá sam- vinnumönnum er ávallt notuð til nýrra árása á samvinnuhreyfinguna. Þegar Jökulfell kom til landsins, varð það tilefni til mikilla árása og var skipið talið gersamlega óþarft. Þó hef- ur varla nokkurt íslenzkt kaupskip reynzt vera svo hentugt sem þetta litla kæliskip. Hið sama gerðist, þeg- ar Dísarfell kom heim í jómfrúarferð sinni og aftur hefur sannazt, að skip- ið er sérlega vel fyrir íslenzkar að- stæður gert, kemur á fjölda hafna, þar sem hin stærri kaupskip aldrei sjást, hefur haft nóg að gera. A sömu lund mun fara fyrir Litlafelli. Fjandmenn samvinnustefnunnar telja því ofauk- ið og hafa krafizt þess, að leyfið fyrir innflutningi skipsins verði afturkall- að. En það mun koma í Ijós, að verk- efni fyrir það verða næg, bæði með olíur með ströndum fram og lýsis- farma til útlanda. MÓTTÖKUR SKIPSINS. En snúum nú athyglinni að hin- um, sem vafalaust eru miklu fleiri í þessu landi, er vilja fagna komu skipsins og telja hvern góðan far- kost, sem íslendingar eignast, vera þjóðinni til hagsbóta og öryggis. Litlafell er sameign Sambandsins og Olíufélagsins, og voru stjórnir beggja félaga að sjálfsögðu viðstadd- ar móttökuathöfn skipsins, svo og að Efri mýndin er tekin af stjórnpalli fram eftir Litlafelli og sýnir oliutankana og dœluútbúnað- inn. Verið er að da:Ia vatni ur einum tankinum. — Neðri myndin sýnir Vilhjálm Þór forstjóra pakka hinum scenska skipstjóra fyrir að sigla skipinu til Islands. Milli peirra er sanski stýri- maðurinn. 5

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.