Samvinnan - 01.03.1954, Qupperneq 8
Réttlæti og öryggi er þrátt fyrir allt
meira í heiminum en fyrr á öldum
Sú vernd mannréttinda, sem fengizt kefur, skyldar jb/óðir
heims til að verja þessi réttindi og útbreiða
Fullkomið réttlæti og mannréttindi
verða sennilega seint eða aldrei
tryggð í mannlegu samfélagi. Þótt
svo sé, þá hefir lagavernd mannrétt-
inda tekið miklum breytingum til
batnaðar á Vesturlöndum síðan sög-
ur hófust. Athugun á fornum lögum
og venjum sýnir, að forfeður vorir, er
þá voru uppi, bjuggu við persónulegt
öryggisleysi og félagslegt ranglæti.
T. d. var löggjöf Aþenu í þessu efni
mjög ófullkomin. Þeir, sem dóma
felldu, ákváðu í rauninni í hverju til-
felli hvað væri lög og réttur. Oft voru
rnenn dæmdir af skríl, sem málugir
ákærendur höfðu æst upp; stundum
með aðstoð svokallaðra vitna, sem af
ofstæki báru ljúgvitni.
Sófistarnir grísku börðust fyrir
auknum mannréttindum og Þeo-
frastus bar fram nýjar lögspekikenn-
ingar, en hann var lærisveinn Platós
og Aristotelesar. Samt sem áður sýnir
grísk saga, að öryggisleysi og rang-
læti var mikið í landinu. Sakfelling
Sókratesar ber réttarfarinu ófagurt
vitni eða þá útlegðardómur Aristi-
desar, en samborgarar hans gerðust
leiðir og þreyttir á því að heyra hann
kallaðan „hinn réttláta“.
Rómversk lögspeki var talin rísa
hæst á fyrstu tímum kristninnar. Það
er eftirtektarvert, að verk lögspek-
inga eins og Proculusar, Sabinusar og
lærisveina þeirra skyldu verða til á
þeim dögum, er Tíberíus, Caligula og
Neró réðu ríkjum í Róm með skefja-
lausri harðstjórn og einræði.
Samt var það á þessu tímabili, sem
hugmyndin um persónuleg réttindi
almennings kom fram. Rómverskum
lögum var skipað í lögbók af Þeodo-
siusi og Justinianusi, og náði því róm-
versk lagasetning mestri fullkomnun
einmitt þegar ríkið tók að veikjast og
liðast í sundur vegna árása „barbar-
anna“.
Humanistar sextándu aldarinnar
endurvöktu og juku rómversk lögvís-
indi, og þangað sækja lögfræðingar
enn í dag lærdóm og hvatningu. Lög-
gjöf miðaldanna í hinum stærri ríkj-
um í Evrópu var þó aðallega sam-
bland af norrænum rétti og lögum af
klerklegum uppruna, þar sem völd
kirkjunnar voru tryggð eigi síður en
völd veraldlegra þjóðhöfðingja. Lög-
vernduð mannréttindi án tillits til
kynflokka, trúarbragða, skoðana,
þjóðfélagsstöðu eða efnahags, voru
næsta lítil á Vesturlöndum allt fram
á síðustu öld. Nokkur dæmi skýra,
hvert réttarfar tíðkaðist undir léns-
höfðingja- og konungastjórnum
Frakklands á þessu tímabili. Sams-
konar réttarfar var í höfuðatriðum í
Þýzkalandi, á Spáni og á Ítalíu hjá
hinum gömlu stjórnendum þessara
landa.
Stjórnarvöldin, einvaldar og þjóð-
höfðingjar, gátu takmarkalaust beitt
og breytt óskráðum lögum og venju-
rétti. Urðu slík lög háð skaplyndi
þeirra og duttlungum. Lénshöfðingjar
báru ábyrgð einungis gagnvart kon-
ungi og höfðu óskoraða lögsögu og
dómsvald yfir lénsmönnum sínum,
vinnuhjúum og þrælum á lénunum.
Hinir minni höfðingjar og yfirvöld
kirkjunnar höfðu og dómsvald að
meira eða minna leyti og notfærðu
sér það tíðum til auðgunar með sekt-
argreiðslum, eignaupptöku, greiðslu
réttargjalda o. fl„ er hinir sakfelldu
urðu af hendi að láta.
Eigi giltu sömu lög fyrir alla þjóð-
félagsþegna. Refsingar samkvæmt
Iögum, svo og málsmeðferð, var mis-
munandi eftir því, hverjir í hlut áttu.
Aðalsmenn og höfðingjar urðu aðeins
dæmdir af dómurum, er höfðu sömu
tign eða æðri. Almennir borgarar urðu
dæmdir af einum dómstól, og var eigi
unnt að áfrýja þeim dómum. Ofrjáls-
ir menn voru dæmdir af lágt settum
embættismönnum, er tilnefndir voru
af höfðingjum, og vitanlega var áfrýj-
un slíkra dóma útilokuð.
Fáránlegustu sönnunaraðferðum
var mjög beitt á miðöldum, t. d. svo-
8