Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Side 10

Samvinnan - 01.03.1954, Side 10
CH9£WAn<j tííHtferAk áAtarAaya eHcfurAcgí atf £iH%fHtaHg Wang Chou var sautján ára ungl- ingur, þegar hann missti föður sinn og varð munaðarlaus. Þar sem hann hafði til að bera meiri þroska og vit en aldurinn benti til, var hann mað- ur til að sjá sér farborða. Faðir hans hafði á dánarbeði sínu ráðlagt honum að fara til frænku sinnar í Hengchow á Suðurlandi, og hann minnti dreng- inn á, að hann væri heitbundinn dótt- ur hennar. Faðirinn og systir hans höfðu bundið þetta fastmælum í þann mund, er börnin voru bæði í móður- kviði. Þau höfðu ákveðið, að yrði annað barnið drengur og hitt stúlka, skyldu þau heitbundin hvort öðru. Wang Chou seldi hús föður síns og lagði af stað suður á bóginn. Dreng- urinn var fullur eftirvæntingar að hitta frænku sína, sem hann hafði ekki séð síðan þau voru sex ára, en þá var föður hans veitt staða í norðanverðu landinu. Hann velti því fyrir sér, hvernig hún mundi líta út fullvaxta, hvort hún væri enn fínleg og alúðleg eins og í þá daga, er hún var fastur leikfélagi hans og dáðist að öllu, sem hann gerði. Wang Chou fannst hann þurfa að flýta sér, því að sautján ára stúlka kynni að verða lofuð öðrum, ef hann ekki kæmi að vitja hennar. En ferðin sóttist seint og það tók hann mánuð að komast niður Hsiangfljótið og þaðan til Tungtingvatns, en loks komst hann til fjallaborgarinnar Hengchow. Föðursystir hans var gift Chang Yi, sem rak verzlun með grös og lyf. Hann var breiðleitur og djúpraddaður mað- ur. I aldarfjórðung hafði hann farið til verzlunar sinnar eins reglulega og úr- verk, og aldrei hafði hann farið í ferða- lag eða tekið sér leyfi. Hann var var- kár, sparneytinn og afturhaldssamur, en hafði smám saman aukið viðskipti sín, unz hann var nú orðinn efnaður maður. Hann hafði stækkað verzlun- ina og tekið upp heildsölu, aukið við eignir sínar og keypt sér nýtt hús. Þegar hann sá Wang Chou í búðinni, hreytti hann út úr sér: „Til hvers kemur þú hingað?“ Wang Chou skýrði honum frá hög- um sínum. Hann vissi, að Chang Yi var í hjarta sínu lítillátur maður, sem óskaði einskis frekar en að fá að greiða skatta sína og njóta góðs álits ná- granna sinna. Wang Chou var nú fylgt til hins nýja húss og hann kynnti sig sem ætt- ingja fjölskyldunnar frá Taiyuan. Föðursystir hans var þó fjarverandi. Innan skamms sá hann unga stúlku í bláum kjól koma inn í stofuna. Chi- enniang var orðin fullvaxta, fögur stúlka, grannvaxin mjög, og tinnu- svart hár hennar féll niður á axlir. Þegar hún sá frænda sinn, hljóp roði í silkimjúkar kinnar hennar. Hún hik- aði augnablik, en hrópaði svo: — Þú ert Chou frændi! — Og þú ert Chien frænka! Stúlkunni varð svo mikið um end- urfundinn, að augu hennar fylltust tárum. „En hvað þú hefur stækkað!“ sagði hún og skoðaði hinn myndar- lega frænda sinn hátt og lágt. — Og þú hefur líka stækkað, sagði hann. Wang Chou horfði á stúlkuna án þess að leyna aðdáun sinni, og hann hugsaði til orða föður síns. Fyrr en varði voru þau niðursokkin í sam- ræður og sögðu fréttir af fjölskyldum sínum og minntust bernskudaganna. Hún átti bróður, sem var mörgum árum yngri, og honum þótti ein- kennilegt, að þessi ókunni maður skyldi kalla sig frænda. Þau höfðu verið aðskilin svo lengi, að fjölskyld- an talaði nær aldrei um hann. Þegar móðirin kom heim, bauð hún bróðurson sinn hjartanlega velkom- inn. Hún var svipmikil kona, tekin að hærast. Hún var viðkvæm og feimin og varir hennar titruðu, þeg- ar hún brosti. Hann skýrði henni svo frá, að hann hefði lokið við skóla- göngu og vissi nú ekki, hvað til bragðs væri að taka. Hún sagði þá, að verzlun manns hennar gengi vel. ,.Ég sé það,“ svaraði hann. „Þið búið í svo fögru húsi.“ „Frændi þinn er skrítinn maður,“ sagði konan. „Það tók okkur langan tíma að fá hann til að flytja inn í húsið, eftir að hann eignaðist það. Enn í dag telur hann eftir féð, sem hann telur sig tapa á því að leigja það ekki. Þú skalt búa hjá okkur, og ég skal biðja manninn minn að láta þig hafa vinnu í verzluninni. Gerðu skyldu þína, en vertu ekki hræddur við hann, þótt hann hafi hátt.“ Karlinn kom aldrei heim fyrr en á kvöldin og var þá oft fýldur og jafn fámáll og hann hafði verið um morguninn. Það virtist ekki skipta hann neinu máli að heyra andláts- fregn mágs síns, og Wang Chou fannst hann vera sem snauður ættingi í ná- vist þessa húsbónda. En frænkan var vingjarnleg og blíð, enda betur menntuð en maður hennar, og virt- ist hún taka valdsmannstal hans og verzlunarrabb létt, þótt hún hlýddi ávallt skipunum hans. Hún hafði séð til þess, að Chienniang hlaut beztu menntun hjá einkakennurum. En það var alger skortur á umræðuefni við kvöldverðinn, því að móðir og dótt- 10

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.