Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.03.1954, Blaðsíða 12
Þrettán skáld í skóla FUGLINN KEMUR ÚR SUÐRI. Ég hef séð þá koma s-v-a-r-t-a (en þegj- Andi) og í fjarl-æ-g-ð beið nóttin (SvÖrT) — fuglinn kemur úr suðri — en þegar þeir nálg- uðust (tóku þeir að s-y-n-g-j-a Krunk-a og hurfu síðan þegjandi í Nóttina þ-e-g-j-a-n-d-i Fuglinn kemur syngjandi og eR fugl-inn fuGIinn kemuR úr s-u-ð-r-i. Olajur Jónsson. VILLUR VEGAR. Stari ég og stari stundir langar um víða geima og vegaleysur, en myrkur er himinn og mánasnauður, og dökkvir bólstrar dylja mér stjörnur. Finnst mér sem fyrir í fótmáli hverju klungur og klettar koldimmir bíði, en báðar á hendur brimaldan svarri og fannhvítum tungum að fótum mér seilist. Bið ég og bíð þess, bleikur og skelfdur, villtur maður á vegaleysum, að veitist mér dýrðleg sem vitringum forðum lítil og logskær leiðarstjarna. Sýnishorn af því, sem ort er í einum af skólum landsins Eru nýjar Stefnur, til dœmis svokallaður atómkveðskapur, að festa rcet- ur í íslenzkri Ijóðagerð? Þessa spurningu hafa menn oft rcett sín á milli hin síðari ár og þá sérstaklega í tilefni af ýmsu því, sem yngri kynslóðin hefur lagt til þeirra mála. Ein leið til að kanna þetta er sú að athuga, hvað ort er í skólum landsins. Samvinnan gerir hér ofurlitla tilraun á þessu sviði. Hún birtir kvceði eftir hvorki meira né minna en 15 skáld, sem nú sitja t Aíennta- skólanum í Reykjavík. Kvceðin eru ekki valin af Samvinnunni, heldur tekin úr einu hefti af Skólablaði Menntaskólans, og því valin af þeim ritstjórum, sem nemendur hafa kosið yfir blað sitt. Með þessu móti mcetti líta á kveð- skapinn, sem hér fer á eftir, sem óblandað sýnishorn af því, sem nemendur skólans hafa fengið birt í einu hefti af blaði sínu, og vonandi er það sýnis- horn af því, hvernig þeir yrkja yfirleitt. Ahugi á bókmenntum er nú mikill í Menntaskólanum. I fyrra var stofn- að félagið Bragi til þess að efla þennan áhuga og hefur það haldið fjölmarg- ar og vel sóttar kvöldvökur í skólanum, þar sem einstök skáld, stundum 2—3 á kvöldi, eru kynnt með upplestrum og erindum og rcedd. Mörg þjóðskáld- ortu mikið á Menntaskólaárum sínum, og getur hver lesandi dæmt um það sjálfur, hvort hann sér í kvceðunum á þessum síðum nokkurt efni í þann hóp af óskabörnum Islands. Eitt er víst, að áhuginn er fyrir hendi. Sumir piltanna krota þetta eftir bóklestur heima hjá sér, aðrir krota kvceðin í leiðinlegum tímum og lesa þau síðan yfir kunningjum sínum yfir kaffibolla á veitingahúsi við Laugaveginn. Stari ég og stari stundir langar um víða geima og vegaleysur, en myrkur er himinn og mánasnauður, og dökkvir bólstrar dylja mér stjörnur. Bragi Þorbergsson. Þá mun ei syrta síðan né sólarglóðin brenna, en léttfættu lömbin smáu í leik um hagann renna. Við munum okkur una í ást og friði þann dag, og þá mega allir muna hið milda gleðilag. Friðrik Pálmason. SÍÐAR MUN SÓLIN SKÍNA. REGN Síðar mun sólin skína um sund og bláa voga og við litlu lindina þína leika með silfurboga. Fjarlægir tónar titra, tærir dropar glitra; drjúpa djúpt í sál draumsins ástarmál. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.