Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Síða 18

Samvinnan - 01.03.1954, Síða 18
CHIENNIANG (Frh. af bls. 11) inn í sómasamlega fjölskyldu, sem nýtur virðingar í þjóðfélaginu, eins og við!“ Chienniang stóð á fætur, gekk út og skellti hurðinni á eftir sér. „Hvílíkt vanþakklæti!“ hrópaði mágkonan á eftir henni. „Hún skilur ekki, hvað ég er að gera fyrir hana. Þú hefur aldrei séð húsið, sem þau búa í! Vertu nú ekki veiklunda móð- ir. Þú munt þakka mér fyrir, þegar þú sérð heimili Tsiang-ættarinnar. Hús- móðirin þar gengur með demants- hring, sem er næstum því eins stór og minn!“ Móðirin svaraði ekki, en gekk á brott. En mágkonan lét ekki hugfall- ast, enda hafði hún litið á þetta hjóna- band sem beztu skemmtun sína, með- an hún væri í borginni. Trúlofun mundi leiða af sér veizlur og gleð- skap og hún mundi hafa nóg að skemmta sér við auk þess sem hún hefði unnið eftirminnilegt afrek í stuttri heimsókn. Enda þótt móðir stúlkunnar veitti mótstöðu, var faðir hennar ákafur, þakklátur og ánægð- ur hlustandi, þegar hún skýrði hon- um frá áætlun sinni. Chang Yi gat ekki séð neitt dásamlegra til að full- nægja metnaðargirnd sinni og þrá. Hann hafði ávallt öfundað eina fjöl- skyldu í borginni, en það var Tsiang- fjölskyldan. Þetta var gömul ætt og Tsiang hafði verið embættismaður í höfuðborginni. Chang Yi hafði langað til að umgangast þessa fjölskyldu, en aldrei verið boðið til hennar. Það fór því svo, að trúlofun Chienniang og annars sonar Tsiang fjölskyldunnar var hátíðlega bundin gegn mótmæl- um móðurinnar, meðan stúlkan sjálf lá í rúmi sínu og neitaði að bragða vott eða þurrt. „Þetta endar með ósköpum,“ sagði móðirin við mann sinn. „Það er gegn vilja stúlkunnar. Þú hefðir átt að sjá, hvernig hún grét. Við verðum að muna það, að hennar líf er í veði. Þú hefur fallið fyrir auði Tsiang-fjöl- skyldunnar.“ Um síðir fékkst Chienniang til þess að borða og fara á fætur. En hún gekk um húsið eins og hún væri dauða- dæmd. Hinum unga elskhuga var nú sama, hvað gerðist. Hann fór á brott og reyndi að drekkja sorgum sínum í Hengfjöllum. Eftir þrjár vikur gat hann þó ekki staðizt freistinguna að snúa aftur til að sjá ástmey sína. Þeg- ar hann kom heim, þjáðist Chienn- iang af einkennilegum og óþekktum sjúkdómi. Daginn eftir brottför hans missti stúlkan minnið og vissi ekki hver hún var. Hún lá rúmföst og neit- aði að fara á fætur. Hún þekkti hvorki móður sína, föður eða þernu. Hún tautaði fyrir munni sér orð, sem þau ekki skildu. Þau óttuðust, að hún væri geðbiluð, en það, sem þjáði hana, var annað og verra. Hún hafði ekki hita, engar kvalir, en lá í rúminu án þess að bragða vott eða þurrt. Þau reyndu að tala við hana, en hún leit aðeins á þau starandi augum. Það var sem sálin hefði yfirgefið líkama henn- ar og líkaminn hætt að starfa án hús- bónda síns. Hún var náföl og lækn- arnir urðu að viðurkenna, að þeir hefðu aldrei séð sjúkdóm þessu líkan og væru ráðþrota. Móðir hennar leyfði Wang Chou að fara til hennar. „Chienniang! Chi- enniang!“ hrópaði hann. Móðirin beið áhyggjufull átekta. Það var sem augu stúlkunnar sæju á ný, og örlítill roði kom í kinnar hennar. „Chienniang! Chienniang!“ hróp- aði hann aftur. Varir hennar bærðust og bros færð- ist yfir andlit hennar. „Það ert þú,“ sagði hún veikri röddu. Augu móðurinnar fylltust tárum. „Chienniang, sál þín er komin aftur. Þú þekkir móður þína, er ekki svo?“ „Auðvitað, mamma. Hvað er að? Af hverju ert þú að gráta? Af hverju er ég í rúminu?“ Það var sem stúlkan vissi ekkert um það, sem gerzt hafði. Þegar móð- ir hennar sagði henni, að hún hefði verið rúmföst og ekki þekkt foreldra sína, trúði stúlkan því ekki. Chienniang fékk fulla heilsu a fa- um dögum. Meðan hún var veik, hafði faðir hennar verið óttasleginn, en nú tók hann upp fyrri háttu, er hann sá, að henni var batnað. Þegar móðirin lýsti því, sem hún hafði sjálf séð, er roði færðist aftur í kinnar stúlkunnar, þegar hún heyrði 1 frænda sínum, sagði faðirinn: „Þetta eru látalæti. Læknarnir þekkja ekki slíkan sjúkdóm. Að þekkja ekki for- eldra sína! Ég trúi því ekki.“ „Kæri eiginmaður, þú hefur séð stúlkuna rúmliggjandi dögum saman án þess að brgaða vott eða þurrt. Þetta er í hjarta hennar. Þú ættir að hætta við trúlofun hennar . . .“ „Athöfnin hefur þegar farið fram. Auk þess getur þú ekki ætlazt til, að ég rjúfi trúlofun við Tsiang-fjölskyld- una. Tsiangfólkið mun ekki trúa þess- ari sögu og ég trúi henni ekki sjálfur!“ Mágkonan gisti enn hjá þeim og hún heyrðist fara hæðnisorðum um veikindi Chienniang og segja, að þau væru uppgerð. „Ég er búin að lifa fimmtíu ár og hef aldrei heyrt um það, að stúlka ekki þekkti föður sinn og móður.“ Faðirinn neitaði að breyta nokkru, en elskendurnir kvöldust og sáu enga leið út úr ógöngum sínum. Wang Chou gat ekki þolað þetta ástand. Það var ekkert, sem hann gat gert. I ör- væntingu sinni tilkynni hann hús- bóndanum, að hann mundi fara til höfuðborgarinnar og reyna að brjót- ast þar áfram á eigin spýtur. „Mér finnst það vera ágæt hug- mynd,“ svaraði frændinn stuttlega. Kvöldið áður en Wang Chou fór, nélt fjölskyldan kveðjukvöldverð fyr- ir hann. En Chienniang fylltist sorg, 'nafði verið rúmföst í tvo daga og neitaði að fara á fætur. Wang Chou fékk leyfi móðurinnar til að fara inn í herbergi stúlkunnar til að kveðja hana. Hún hafði einsk- is neytt í tvo sólarhringa og var nú alvarlega veik með háan hita. Hann snerti hana blíðlega og sagði: „Ég er kominn til að kveðja, af því að ég er að fara. Við getum ekkert gert.“ „Ég mun deyja, frændi. Ég hef enga lífsþrá, þegar þú ert farinn. En ég veit, að andi minn mun ávallt verða með þér, hvort sem ég lifi eða dey.“ Wang Chou átti engin orð til að hugga hana. Þau skildu í tárum og 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.