Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Side 21

Samvinnan - 01.03.1954, Side 21
Viðskiptadeild Háskólans heimsækir SÍS í viðskiptadeild Háskóla íslands situr hálft hundrað ungra manna, sem flestir eiga eftir að fylla ábyrgð- arstöður í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar. Þessir ungu menn komu þeim boðum til SIS, að þá langaði til að kynnast stofnuninni og starfsemi hennar og var þeim að sjálfsögðu boðið að gera það. Komu þeir í skrif- stofubyggingar Sambandsins einn morgunn, og voru þar fram yfir há- degi. Bauð Vilhjálmur Þór þá vel- komna og skýrði fyrir þeim stofnun, tilgang, þróun og núverandi skipulag Sambandsins. Nokkrum dögum síð- ar fór allur hópurinn í boði Sam- bandsins flugleiðis til Akureyrar til að skoða verksmiðjur þess þar. Hinum verðandi viðskiptafræðingum þótti mikið til koma margs þess, er þeir sáu, hins fullkomna skipulags og hinna margþættu bókhalds- og skrif- stofuvéla, sem SÍS notar, hins mynd- arlega verksmiðjuiðnaðar á Akureyri og margs fleira. Voru hvorir tveggja ánægðir með þessa nýbreytni, stúd- entarnir vegna þess fróðleiks, er þeir öfluðu sér, og samvinnumenn vegna þessa tækifæris til að kynna þessum framtíðar viðskiptaleiðtogum starf- :semi sína. Myndin til vinstri var tekin i kaffistofu SÍS, þar sem Vilhjálmur Þór ávarþaði gestina. Ragnar Borg, form. félags viðskiptafrceðinema, þakkar fyrir þeirra hönd, en frá vinstri sjálst Gylgi Þ. Gislason þrófessor og forstjóri. — A efstu myndinni sjást nokkrir gestanna sltoða faktúruvél t. v.) og útskýrir Leifur Þórhallsson forstöðumaður vélina. A neðrj myndinni sýnir Harry Frederiksen framkvæmdastjóri, iðnaðarvörur og heldur á Grilon-Gefjunargarni. 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.