Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1954, Síða 23

Samvinnan - 01.03.1954, Síða 23
Skákmeistarinn og skákkennsla Bréfaskóla SÍS Áhugi á skák hefur Iengi verið svo mikill hér á landi, að frægt er, og héðan hafa margir snjallir skákmenn farið út í heim og unnið sér og landi sínu mikla frægð. Sá skákmeistari okkar, sem síðast hefur skipað sér í raðir snillinga á al- þjóða vettvangi, er Friðrik Olafsson. Hann er meðal annars ritstjóri að tímaritinu „Skák“ ásamt þrem öðrum ungum mönnum, og kemur ritið út sex sinnum á ári, fullt fróðleik um skák og skákmenn. Nýlega hefur Friðrik í einu hefti af „Skák“ farið nokkrum orðum um kennslu Bréfa- skóla SIS í skák. Hann segir svo: „Áhugi fyrir skákíþróttinni hér á íslandi hefur farið mjög í vöxt nú hin síðustu árin. Kennsla í þessum efn- um hefur þó ýmissa orsaka vegna rejmzt örðug viðfangs og lítt gætt ut- Friörik Ólafsson. an Reykjavíkur. Það veitti því ís- lenzkum skákunnendum kærkomið og langþráð tækifæri, þegar Bréfa- skóli SÍS hóf á sínum vegum skák- kennslu, sem Baldur Möller veitir for- stöðu eins og kunnugt er. Kennslubréfin eru samin af sænska stórmeistaranum G. Stáhlberg, og hef- ur honum að mínu áliti tekizt einstak- lega vel upp. Hann veitir lesendum sínum haldgóða þekkingu á undir- stöðuatriðum skákarinnar, almennt yfirlit yfir byrjanir og sýnir í stuttu máli Ijóslega, hverju ber að keppa að og hvað ber að varast. Ég ráðlegg því sérhverjum skák- manni, jafnt byrjanda sem lengra komnum, að notfæra sér þetta ein- staka tækifæri. Sá, sem hefur notið þessarar kennslu, hefur öðlazt næga þekkingu og innsýn í skákina til þess að hafa skemmtun af og er jafnframt undir það búinn að kynna sér skák nánar, ef hann hefur áhuga á því.“ Hún: Gætuð þér hugsað yður að giftast konu, sem ekki væri eins gáf- uð og þér sjálfur? Hann: Ég skil ekki, hvernig ég kemst hjá því! Forstjórinn: Ég ræð aldrei nema gifta menn á mína skrifstofu! Vinurinn: Af hverju? Forstjórinn: Þeim liggur ekki eins á að komast úr vinnunni á kvöldin! Áhyggjur? Munið, að hvað sem á dynur, er líftrygg- ing bezta örygg, f|ölskyldunnur. LÍFTRVbblNGAFÉLAf) amdvak SÍMAR: 7080 4250 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.