Samvinnan - 01.03.1954, Síða 28
CARMEN
EFTIR PROSPER MÉRIMÉE
Félagi minn bar mig inn í helli, sem hann vissi um, og
lét því næst senda eftir Carmen.
Hún var þá í Granada, en þegar hún fékk boðin, kom
hún tafarlaust. í fullar tvær vikur vék hún ekki eitt and-
artak frá mér. Henni féll aldrei blundur á brá; hún
hjúkraði mér af ástúð og umhyggju, sem átti engan sinn
líka. Strax og ég gat stigið í fæturna, lét hún flytja mig
með ýtrustu leynd til Granada. Alltaf og alls staðar geta
þessar tatarakonur fundið örugg hæli, og í meira en sex
vikur hafðist ég við í húsi, sem stóð örskammt frá heim-
ili Corregidorsins, sem falið hafði verið að hafa hendur
í hári mínu. Oftar en einu sinni sá ég hann ganga fram
hjá, þaðan sem ég stóð bak við gluggahlerana. Um síðir
komst ég til heilsu, en á kvalabeði mínum hafði ég hug-
leitt ýmsa hluti, og ég hafði afráðið að hefja nýtt Iíf. Eg
stakk upp á því við Carmen, að við yfirgæfum Spán og
reyndum að freista gæfunnar á heiðarlegan hátt í nýja
heiminum. Hún hló upp í opið geðið á mér.
„Við erum ekki fædd til þess hlutskiptis að gróður-
setja kálhöfuð,“ hrópaði hún.“ Við eigum að Iifa lífi tat-
aranna! Hlustaðu nú á: Ég hef gert samning við Nat-
han Ben-Joseph í Gibraltar. Hann á bómullardúka, sem
hann getur ekki komið í verð, nema þú komir að sækja
þá. Hann veit, að þú ert á lífi og reiðir sig á, að þú komir.
Hvað munu viðskiptavinir okkar í Gibraltar segja, ef
þú bregzt þeim?“
Ég lét undan fortölum hennar og tók til við fyrri iðju
mína.
Meðan ég var í Granada, fór þar fram nautaat, sem
Carmen fór að horfa á. Þegar hún kom aftur, varð henni
tíðrætt um mjög leikinn picador, sem hún nefndi Lúk-
as. Hún vissi, hvað hesturinn hans hét, og hvað hann
hafði greitt fyrir útsaumaða vestið sitt. Ég gaf þessu
engan gaum, en fáeinum dögum síðar sagði Juanito mér
— sá eini, sem eftir var af félögum mínum — að hann
hefði séð Carmen í fylgd með Lúkasi í verzlun einni í
Zakatin. Þá hætti mér að standa á sama. Ég spurði Car-
men, hvers vegna og hvernig hún hefði kynnzt nauta-
bananum.
„Hann er maður, sem getur orðið okkur að liði,“ sagði
hún. „I háværum læk er annað hvort vatn eða steinar.
Hann hefur unnið sér inn tólf hundruð reala við nauta-
atið. Því er aðeins um tvennt að ræða: annaðhvort verð-
um við að komast yfir peninga hans eða fá hann í Iið með
okkur, enda er hann góður reiðmaður og afbragðs skytta.
Það hafa margir fallið í liði okkar, og þú verður að fá ein-
hvern í þeirra stað. Taktu þennan mann í félag með þér!“
„Ég kæri mig hvorki um hann né hans fé,“ svaraði ég,
„og ég banna þér hér með að tala við hann.“
„Gættu þess,“ svaraði hún, „að það, sem mér er bann-
að að gera, er ekki lengi látið ógert.“
Til allrar hamingju hélt nautabaninn til Malaga, en
ég sneri mér að bómullarefnum Gyðingsins. Sá leiðang-
ur fékk mér næg verkefni í hendur, og Carmen reyndar
líka. Ég gleymdi Lúkasi, og ef til vill gleymdi hún hon-
um einnig, að minnsta kosti í bili. Það var einmitt um
þessar mundir, að fundum okkar bar fyrst saman í Mon-
tilla og síðar í Cordova. Ég ætla ekki að fjölyrða um hinn
síðarnefnda. Ef til vill veizt þú meira um hann en ég.
Carmen stal úrinu þínu, hún vildi líka ná í peningana, en
einkum og sér í lagi hafði hún augastað á hringnum, sem
þú berð; hún hélt því fram, að þetta væri töfrahringur, og
var henni mjög í mun að komast höndum yfir hann. Við
áttum í snarpri orðasennu, og ég sló hana. Hún fölnaði og
fór að gráta. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá hana gráta,
og það fékk mjög á mig. Ég bað hana að fyrirgefa mér,
en hún var með ólund í heilan dag, og þegar ég hélt aftur
til Montilla, vildi hún ekki kyssa mig. Ég var ennþá mjög
dapur í bragði, þegar hún kom til mín þrem dögum síð-
ar með bros á brá og glöð eins og lævirki. Allt var gleymt,
og við vorum eins og nýgift hjón á hveitibrauðsdögun-
um. Um leið og við skildum, mælti hún: „Það á að verða
hátíð í Cordova; þangað ætla ég að fara, og síðan skal
ég láta þig vita, hverjir verða með peninga, þegar þeir
hverfa þaðan á brott.“
Eg leyfði henni að fara. Þegar ég var einn orðinn, fór
ég að hugsa um hátíðina og breytinguna á framkomu Car-
menar. „Hún hlýtur að hafa hefnt sín nú þegar,“ hugs-
aði ég með mér, „úr því að hún varð fyrri til að gleyma
orðasennu okkar.“ Bóndi nokkur sagði mér, að nauta-
at ætti að fara fram í Cordova. Þá fór mér að hitna í
hamsi. Eins og óður maður hélt ég rakleiðis inn á áhorf-
endasvæðið. Ég lét benda mér á Lúkas og á fremsta bekk
kom ég auga á Carmen. Ég virti hana andartak fyrir mér,
28