Samvinnan - 01.03.1954, Síða 30
„Faðir,“ mælti ég, „viltu biðja fyrir veru, sem er í
bráðri hættu?“
„Ég bið fyrir öllum, sem eru í vanda staddir,“ svaraði
hann.
„Geturðu sungið messu fyrir sál, sem ef til vill á fyrir
sér að hverfa til skapara síns innan stundar?“
„Já,“ svaraði hann og leit rannsakandi á mig.
Það var eitthvað kynlegt í fari mínu og þess vegna
reyndi hann að fá mig til að tala.
„Ég held, að ég hafi séð þig einhvern tíma áður,“ mælti
hann.
Ég lagði pjastra á bekk hans.
„Hvenær geturðu sungið messuna?“ spurði ég.
„Innan hálfrar stundar. Sonur kráreigandans hérna
mun verða til aðstoðar. Seg þú mér, ungi maður, hefurðu
ekki eitthvað á samvizkunni, sem kvelur þig? Viltu fara
að ráðum kristins manns?“
Ég barðist við grátinn. Ég sagði honum, að ég mundi
koma aftur og flýtti mér á brott. Ég lagðist niður í grasið
og lá kyrr, þangað til ég heyrði hljóm klukkunnar. Þá gekk
ég heim að bænhúsinu og beið fyrir dyrum úti. Þegar
hann hafði sungið messuna, hélt ég aftur til krárinnar. Ég
vonaði, að Carmen hefði flúið. Hún hefði getað tekið hest
minn og riðið á brott. En hún var þar kyrr. Hún kærði sig
ekki um, að neinn gæti sagt, að ég hefði hrætt hana. Með-
an ég var í burtu hafði hún sprett upp faldinum á kjól sín-
um og tekið fram blýið, sem ætlað var til að þyngja hann.
Hún hafði látið blýið í skál og nú sat hún við borð og
rýndi í skálina. Hún var svo niðursokkin í þessa iðju, að
í fyrstu veitti hún mér ekki eftirtekt. Oðru hverju tók hún
upp blýstöng og sveigði hana og teygði á allar Iundir,
þunglyndisleg á svip, og við og við söng hún eina af þess-
um annarlegu vísum, þar sem Maria Padella, kona Don
Pedros er ákölluð —- en sagt er, að hún hafi verið Bari
Crallisa — hina mikla drottning tataranna.
„Carmen,“ sagði ég við hana, „viltu koma með mér?“
Hún reis á fætur, kastaði skálinni frá sér og batt sjalið
um höfuð sér. Ég steig á bak hestinum. Hún settist fyrir
aftan mig, og við riðum af stað.
Er við höfðum riðið nokkurn spöl, mælti ég við hana:
„Carmen, ertu reiðubúin að fylgja mér?“
„Já,“ svaraði hún, „ég mun fylgja þér — jafnvel í dauð-
ann, en ég mun ekki búa með þér framar.“
Við námum staðar í eyðilegu rjóðri.
„Er þetta staðurinn?“ mælti hún.
Hún stökk af baki. Svo tók hún sjalið af sér, fleygði því
á jörðina og stóð svo hreyfingarlaus með aðra hendina á
mjöðm og starði á mig.
„Þú ætlar að drepa mig, það sé ég,“ mælti hún. „Það
eru örlögin. En þú munt aldrei geta þröngvað mér til að
láta undan.“
Ég sagði við hana: „Vertu nú skynsöm. Ég grátbæni
þig um að hlusta á fortölur mínar. Það liðna er gleymt.
Samt veiztu, að þú átt alla sök á ógæfu minni — þín vegna
hef ég gerzt ræningi og morðingi . . . Carmen, vina mín,
leyfðu mér að bjarga þér og bjarga sjálfum mér um leið.“
„José,“ svaraði hún. „Það, sem þú biður um, er mér
ómögulegt að láta þér í té. Ég elska þig ekki lengur. Þú
elskar mig ennþá, og þess vegna viltu drepa mig. Ef ég
kærði mig um, gæti ég sagt þér ósatt, en mér finnst það
ekki ómaksins vert. Allt er búið að vera okkar á milli. Þú
ert minn rom og þú hefur rétt til að drepa þína romi, en
Carmen mun ávallt verða frjáls. Hún er fædd calli, og
sem calli mun hún deyja.“
„Elskarðu þá Lúkas?“ spurði ég.
„Já, ég hef elskað hann eins og ég elskaði þig — eitt
andartak — ef til vill hef ég elskað hann minna en þig.
En nú elska ég ekki neitt, og ég hata sjálfa mig fyrir að
hafa nokkru sinni fellt ástarhug til þín.“
Ég varpaði mér fyrir fætur henni, þreif í hendur henn-
ar og vætti þær með tárum mínum; ég minnti hana á all-
ar hamingjustundirnar, sem við höfðum átt saman, og
bauð henni, að ég skyldi halda áfram að vera ræningi, ef
hún vildi það. ÖIlu — öllu bauðst ég til að fórna, ef hún
aðeins vildi elska mig á ný.
Hún mælti:
„Elska þig á ný? Það get ég ekki! Búa með þér? Það
vil ég ekki!“
Ég varð vitstola af reiði. Ég dró hníf minn úr slíðrum,
ég ætlaði mér að gera hana óttaslegna, láta hana biðjast
vægðar — en þessi kona var djöfull í mannsmynd.
Ég hrópaði: „I síðasta sinn spyr ég þig, viltu vera hjá
mér?“
„Nei! Nei! Nei!“ hrópaði hún og stappaði niður fætin-
um.
Síðan dró hún af fingri sér hring, sem ég hafði gefið
henni, og kastaði honum inn í kjarrið.
Ég lagði tvisvar til hennar — ég var með hníf Garcia,
af því að minn hafði brotnað. Við síðara lagið féll hún án
þess að mæla orð frá vörum. Mér finnst ég ennþá sjá dimm
augu hennar stara á mig. Síðan sló fölskva á þau og augna-
lokin sigu.
I meira en klukkustund lá ég máttvana við hliðina á
líki Carmenar. Þá minntist ég þess, að hún hafði oft sagt
mér, að hún vildi láta grafa sig í skógi. Ég gróf henni gröf
með hnífnum mínum og lagði hana þar til hvíldar. Ég leit-
aði lengi að hringnum hennar, og að lokum fann ég hann.
Ég lagði h ann við hlið hennar í gröfinni ásamt litlu kross-
marki — ef til vill var það rangt af mér. Því næst steig
ég á bak hestinum, hleypti til Cordova og sagði til mín á
næstu varðstöð. Ég sagði þeim, að ég hefði drepið Carmen,
en ég neitaði að skýra frá, hvar lík hennar væri að finna.
Einsetumaðurinn var helgur maður! Hann bað fyrir henni
— hann söng messu fyrir sál hennar. Vesalings barn! Með
því að spilla henni í uppvextinum áttu tatararnir á viss-
an hátt sök á örlögum hennar.
SÖGULOK.
30