Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Side 6

Samvinnan - 01.01.1959, Side 6
Útgefandi: Samband ísl. sam- vinnufélaga. Ábyrgðarm.: Erl. Einarsson. Blaðamaður: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 120.00. Verð í lausasölu kr. 12.00. Prentsmiðjan Edda. Efni: Benedikt Gröndal lætur af ritstjórn Samvinnunnar ... 3 Klæðaburður ísl. karlmanna hefur gerbreytzt á síðustu ár- um, — rætt við yfirklæðsker- ann í Gefjun............... 4 Að leiktjaldabaki, smásaga eft- ir Hjördísi Sævar .......... 8 Samvinnumaðurinn Rockefeller 0 Aldarminning Péturs á Gaut- löndum, eftir Pál H. Jónsson, síðari hluti ................ 10 Sigling Nautilusar undir norð- urpólsísinn, síðari hluti.... 12 Afmæliskveðja til Árna Haf- stað, eftir Gísla Magnússon, Eyhildarholti ............... 14 Nýársóskin, eftir sr. Svein Vík- ing ......................... 15 Hugdettur á áramótum, eftir Erlend Einarsson, forstj......16 Sólstafir — Sólbráð — Sóldögg — grein um Guðm. Inga, skáld, eftir Jónas Jónsson.......... 18 Litlakaffi, framhaldssaga eftir Kristmann Guðmundsson ... 21 Hátíðarför um Vermaland, eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur . 25 JANÚAR 1959 Llll. árgangur 1. Hækkun blaðsins — og stækkun. Þrátt fyrir gífurlegar verðhækkanir á öllum hlutum hefur áskriftarverð Sam- vinnunnar verið óbreytt undanfarin tvö ár. Á þessum árum hefur kostnaður við pappír, prentun, myndamót, ritlaun og fleira stórhækkað, svo að nú er engan veginn unnt að halda áfram með óbreytt áskriftargjald. Hefur nú verið ákveðið að hækka það um 30 kr., úr 90 í 120. Þrjá- tíu krónur eru að vísu lítill peningur á þessum verðbólgutímum, peningur, sem flesta munar lítið um, en safnast þegar saman kemur fyrir blaðið og nægir til að mæta áföllunum af verðhækkunum á tveim undanförnum árum. Þess má líka geta, að á síðastiiðnu ári hefur blaðið smám saman verið stækkað allmikið — og sjálfsagt hefur sú stækk- un farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum lesendum þess. Stækkunin er fyrst og fremst fólgin i því, að nú er allt lesmál blaðsins sett með mun smærra letri og þéttara en áður var og er lík- legt að muni um fjórðung, hvað meira efni er í því nú. Eins og að undanförnu mun Samvinn- an leggja áherzlu á að hafa samband við góða rithöfunda og birta fjölbreytt efni. Hin sívaxandi sorpritaútgáfa er mörgum hugsandi manni áhyggjuefni og er þá illa komið fyrir íslenzkri tímarita- útgáfu, er þau eru komin í meirihluta. Til þess að sporna við þeirri þróun eru góð og fjölbreytt tímarit bezta vopnið og þessvegna verða lesendur Samvinnunnar að halda fast saman til þess að gera veg hennar sem mestan. Ekki of langorð. Stundum hefur Samvinnan farið þess á leit við lesendur sína, að þeir láti efni af hendi rakna til hennar, setjist niður og festi það á pappírsörk, ef þeim ligg- ur eitthvað á hjarta. Það getur verið þjóðlegur fróðleikur, sem margir eldri menn búa yfir. Það getur verið reiðilest- ur um eitthvað, sem misjafnlega hefur farið úr hendi hjá þjóðfélaginu eða sam- vinnuhreyfingunni og það getur auðvit- að verið það gagnstæða, þó að menn séu yfirleitt sparsamir á hrósið, ef það kem- ur fyrir, að eitthvað fer vel úr hendi. Forráðamenn kaupfélaganna eru of lat- ir við þetta verkefni. Samvinnan fær of sjaldan að vita, þegar merk tíðindi ger- ast hjá félögunum, komi það ekki í blöð- um eða útvarpi. Kaupfélögin gangast oft fyrir húsmæðraferðalögum og það kem- ur aðeins fyrir,að greinar berast um þess- konar ferðalög. En það er einn sameig- inlegur ágalli á öllu því efni, sem Sam- vinnunni berst frá lesendum: Greinarn- ar eru allt of langar. Yfirleitt má stytta þær um helming án þess að þær missi nokkuð að ráði, en það er mikil vinna. Mönnum finnst ævinlega, að tína verði til hvert smáatriði og í öðru lagi að eitt- hvað sé lítilfj örlegt við það, sé greinin ekki upp á margar síður. Þegar um ferða- sögu er að ræða, getur verið skemmti- legra að bregða upp mynd af einhverj- um ákveðnum þætti úr förinni, heldur en að skrifa tæmandi greinargerð um hvert smáatriði. Samvinnunni hafa bor- izt lýsingar á bændaförum í aðra lands- fjórðunga. Þær hafa stundum verið svo langar, að nægt hefði til að fylla allt blaðið. Nú er Samvinnunni ekkert kær- ara en að geta eitthvað um þessa hluti og ætla því hæfilegt rúm. Yfirleitt eru þessar greinar sómasamlega stílaðar, svo þar þarf ekkert um að bæta. íslendingum er í blóð borið að skrifa. Fjölmargir menn, sem sáralítið eða ekkert hafa skrifað utan venjuleg sendibréf, skrifa mergjaða íslenzku og stíla ótrúlega vel. En tímarit eins og Samvinnan, sem að- eins er 32 síður, getur ekki birt nema takmarkað af löngum greinum, hversu vel sem þær nú eru stílaðar, og yfirleitt er óæskilegt að skipta greinum í tvö eða fleiri blöð. „Bíðið augnablik, ég hlýt að finna hand- ritið fljótlega.“ 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.