Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Side 9

Samvinnan - 01.01.1959, Side 9
Haukur Ingimundarson, klæðskeri, lætur sniðhnífinn rista þykkan hlaða fataefna. Ingimundarson klæðskeri lætur rafknú- inn sniðhníf rista sundur þykkan hlaða af fataefnum. I hillum bak við sníða- borðið eru strangar af efnum, og þeir segja, að stundum séu þeir með fataefni fyrir milljón þar í hillunum. Þegar færi gefst spyr ég Jón Inga, hvort honum finnist ummælin um klæðn- að karlmanna fyrir sjö árum eiga við núna og hann svarar því algerlega neit- andi. — Mér finnst, að þetta hafi gerbreytzt. Islenzkir karlmenn eru varla ver klædd- ir en almennt ger- ist erlendis og maður sér fleiri og fleiri mjög smekklega klædda rnenn hér. Það var allt öðru máli að gegna, þegar þessi grein var skrifuð í Sam- vinnuna fvrir sjö árum. Þá var mjög erfitt að fá góð föt, en nú er orðin talsverð samkeppni hérna. Gefjun, h.f. Föt. Ultíma og Andrés And- résson sauma bæði eftir máli og fyrir lager, og svo eru nokkrir klæðskerar eins og Árni og Bjarni. Vigfús Guðbrandsson og fleiri. sem sauma eingöngu eftir máli. Fataeign manna fer mjög mikið eftir efnahag. En ef við tökum meðalmann- inn, sem býr við þolanlegan efnahag. þá kaupir hann tvenn og stundum þrenn föt árlega. Mér finnst það líka fara mjög í vöxt, að menn kaupi föt, sem þeir ætla alveg til ákveðinnar notkunar, t. d. ann- aðhvort spariföt eða vinnuföt. Og fatatízkan — ekki er hægt að ganga framhjá því að minnast á hana, þegar rætt er um fatnað. Nú eru öll föt, sem hér eru saumuð, einhneppt. Það má telj- ast alger undantekning, ef það kemur fyrir, að við saumum tvíhneppt föt. Og tölurnar eru þá hafðar þrjár og sú efsta rnjög ofaxlega, já, þetta er eins og tízkan var um aldamótin. Það liafa sjálfsagt margir séð myndir af öfum sínum í jökk- um með svipuðu hálsmáli. Annars er það alkunna, að við höfum tekið Ameríkana mest til fyrirmyndar í þessum efnum og þeir hafa nokkuð sérstæða fatagerð. en Islendingum virðist hafa fallið hún vel í geð. Hvað Evrópu snertir, þá eru ítalir mjög góðir klæðskerar, sérstæðir og djarfir í nýjungum og líklega er óhætt að segja að þeir séu hinir leiðandi menn í karlmannafatatízkunni í Evrópu. Þeir hafa verið að stytta jakkana undanfarið og hafa með þeim þröngar buxur. brot- Iausar að neðan. Mönnum hefur nú ekki fallið sú tízka í geð hér, enda þarf alveg sérstakan vöxt til að þannig föt fari vel. Mörgum fellur vel við ensk föt nema að því leyti, að þau eru óþarflega þröng um axlirnar. Svíar hafa verið með mjög góða fataframleiðslu og þeirra tízka er stund- um ögn frábrugðin því sem sézt annars- staðar. Litirnir eru þýðingarmikið atriði og í Um þessar mundir einkennist karlmanna- fatatízkan af einhnepptum jökkum með þrem tölum og sú efsta mjög ofarlega. SAMVINNAN Sigtryggur Hallgrímsson, verzlunarstjóri í Gefjun, Kirkjustræti, athugar það nýj- asta og bezta í fataframieiðslunni. — því sambandi má geta þess, að grátt heldur alltaf velli, sérstaklega auðvitað í vinnufötum. I spariföt eru langmest notuð dökk, einlit efni, en upp á síðkast- ið hafa yrjótt og fínröndótt efni verið mikið í tízku. Svonefnt „vorsted t\veed“ hefur líka verið mjög vinsælt. Oft er það fínköflótt efni með margslungnum lit- brigðum, en höfuðliturinn oftast brúnn, blár eða grænn. Það eru vanalega bæði praktísk og falleg föt. — En hvað um fataefnin sjálf? — Þau eru auðvitað ekki þýðingar- minnst og í því sambandi langar mig

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.