Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Page 10

Samvinnan - 01.01.1959, Page 10
mest til að geta þess, að fataefnin, sem framleidd eru í Gefjun, eru nú orðin þannig, að þau gefa almennt ekkert eftir útlendum efnum. Þau eru til dæmis mun betri en spönsk efni og fyllilega jafngóð og pólsk efni, sem hingað hafa flutzt. I greininni í Samvinnunni, sem við töluð- um um, var rætt um, að íslenzku efnin hefðu lengi átt erfitt uppdráttar, en væru nú orðin góð vara. En ég verð að segja það, að þau hafa tekið ótrúlegri brevt- ingu á þessum sjö árum og nú er orðið mjög ánægjulegt að sauma úr þeim. Fjöl- breytnin er líka alltaf að vaxa, ég býst við að nú séu hér um 20 mismunandi gerðir af fataefnum. Það er sifellt verið að breyta til, því ekki má framleiða of nrikið úr sama efni og sama lit. Við fram- leiddum á sl. ári nær 5 þúsund alfatnaði, en alfatnaðir og einstakar flikur voru samtals 6.500. Ég sagði þér áðan, að spariföt væru alltaf dökk. En það eru alltaf fleiri og fleiri sem fá sér ljós föt til sumarnotkun- ar og Gefjun hefur reynt að koma til móts við þæs óskir með því að hafa á boðstólum margar gerðir af Ijósum fata- efnum. Til dæmis hafa verið framleiddir svonefndir Sólid-jakkar undanfarin ár og þeir hafa orðið sérlega vinsælir. Sport- klæðnaður, stakir jakkar og buxur geta farið mjög vel, ef það eru efni og litir, sem fara vel saman. Sumir þessara stöku jakka eru úr fremur grófurn vefnaði og það getur orðið mjög klæðilegt. Svo er ekki úr vegi að geta þess, að í tweed-föt- in er notuð íslenzk ull. — Telurðu að gerfiefni eigi framtíð fyrir sér í karhnannafatnaði? — Ég held að ullin verði alltaf númer eitt. Gerfiefnin hafa verið að koma upp annað slagið, en þau eru ekki eins hlý og ullin, hafa ekki eins mikið einangrunar- gildi. En það getur verið mjög gott að hafa þráð úr gerfiefni með í vefnaðinum. Þeir hafa framleitt efni í herrafatnað í Gefjun úr 55% gerfiefni og 45% ull. Það má Iáta buxur úr þannig efni í þvottavél án þess að skemmist. Gefjun hefur tvo unga menn í þjónustu sinni, sem lært hafa erlendis, þá Hjört Eiriksson, sem lagði stund á vefnað, og Hrein Þormar, sem lærði litun og fágun. — Þessir menn, sem þú varst að máta á áðan, hafa verið að fá sér „skreðara- saumuð“ föt, eins og sagt var áður. — Já, við saumum rnikið eftir máli. Stærðakerfið er nú orðið nokkuð full- komið. Við framleiðum nú karlmannaföt í 30 stærðum, og það gerir auðvelt fyrir hvern sem er að fá föt við sitt hæfi. Það er ekki langt síðan karlmannaföt voru aðeins framleidd í 12—16 stærðum. Eg geri ekki ráð fyrir að aðrar saumastofur hér saumi á stærri hóp. Við saumum til dæmis á þjónana á svo til öllum hótelum hér í bæ og þeir þurfa að fá föt einu sinni á ári. Svo saumum við á flestar hljóm- sveitir bæjarins og fjölmargar úti á landi. Einnig einkennisföt á bílstjóra og að sjálfsögðu fyrir Skipadeild SÍS. Fatamarkaðirnir, já, vel á minnzt, það eru ágæt fyrirtæki. Við höfum haldið þá um allt land og þeir hafa gefið góða raun. Þá er farið með gott úrval af fötum, allt það nýjasta og bezta úr framleiðslunni, og fólkið í dreif- býlinu á þess kost að fá fvrsta flokks föt án þess að þurfa að fara langar leiðir til að fullnægja þeim þörfum sínum. Séð yfir hluta af saumastofu Gefjunar í Kirkjustræti. Þar vinna 45 manns og þar voru saumaðir 6.500 alfatnaðir og einstakar flikur á siðasta ári. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.