Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 11
VINNUHERBERGI FYRIR HÚSMÓÐURINA
Á fjölmörgum heimilum er aöstaðan þannig-, að nálega ekkert afdrep er fyrir þá mikilvægu starfsemi húsmóðurinn-
ar, sem lýtur að saumaskap og viðgerðum á fatnaði og öðru. Margar húsmæður spara þó heimilinu stóra fjárhæð með
því að sauma sjálfar á sig fötin og einnig á börnin. Teikningin hér að ofan sýnir herbergi, sem hefur verið gert að
vinnuherbergi húsmóðurinnar. Þar er pláss fyrir strauborð, saumavél ásamt vinnuborði, „gína“ til að máta föt á og
mjög haglega gerður skápur fyrir snið. Hann er á hjörum að neðan og hurðin fyrir honum verður að vinnuborði, þegar
hún er Iátin niður. Lampinn yfir saumavélinni er mjög þægilegur á þann hátt, að húsmóðirin getur látið hann lýsa
á hvern þann stað í námunda við saumavélina, sem henni hentar hverju sinni.
— Finnst þér erfitt að gera mönnuni
til hæfis?
— Það læt ég vera, betra en við mætti
búast. Kröfurnar eru auðvitað margar
og ólíkar. Sumir vilja hafa nýju fötin
,,bara eins og þau gömlu“, en það er ann-
ars undravert, hvað bæði ungir og gamlir
vilja fylgjast með tízkunni.
Það koma til dæmis oft til okkar menn
utan af landi, sem fá sér ekki oft föt, en
þeir vilja gjarnan, að fötin séu eftir nýj-
ustu tízku. Þannig hefur það að minnsta
kosti verið síðan ég kom hingað og ég er
nú búinn að vera hér síðan um áramótin
1952. Þá var Björn Guðmundsson einn
klæðskeri hér, þá nýlega kominn frá
Ameríku. Hann fór skömmu síðar, en
siðan hafa yfirleitt verið tveir klæðskerar
hér. Nú er mcð mér Haukur Ingimund-
arson, vestfirzkur
að ætt og hinn
mætasti maður.
Við vinnum þetta
í sameiningu, —
og það ber ekki
á öðru en að það
gefizt mjög vel.
Auk okkar Hauks vinna hér tveir
klæðskerar. Þeir eru við fatasauminn.
Svo höfum við tvo pressara og meira en
þrjátíu úrvals dömur við saumaskap-
inn. Við verzlunina niðri og skrifstofu-
störf í sambandi við hana vinna átta
manns.
Eg sé, að ekki má tefja klæðskerann
öllu lengur, því það er kallað á hann úr
öllum áttum. en ég spyr hann að lokum
að því, livað hafi í upphafi vakið áhuga
lians á þessari iðn.
— Það var nú aðallega móðir mín,
sem hvatti mig til þess að verða klæð-
skeri. Eg lærði hjá Andrési Andréssyni,
en hætti hjá honum skömmu síðar og
hóf störf hér í Gefjun. Harry Frederik-
sen, framkvæmdastjóri iðnaðardeildar,
átti forgöngu um að ég fór til Svíþjóðar
og vann um tíma í fataverksmiðju
sænska sambandsins, Kooperativa För-
bundet. Þar fékk ég að ganga gegnum
verksmiðjuna og vinna það sem ég
kærði mig um og ég álít, að ég hafi haft
Sií ómetanlegt gagn af því námi.
Klæðskerarnir í Gefjun athuga stranga
af nýju sportfataefni. Þeir segja, að
nú orðið standist fataefnin frá Gefjun
alveg samanburð við útlenda framleiðslu.
SAMVINNAN