Samvinnan - 01.01.1959, Page 14
Pétur Jónsson
ina, skilsemina; í stuttu máli drengskap-
inn.“
„Kaupfélögin eiga langa og heillaríka
framtíð fyrir höndum, ef meðlimir þeirra
hafa þessi þrjú meginatriði jafnan fyrir
augum: að leita sannleikans, að haltra
eigi til beggja hliða, og að styðja hina
fátæku,“ segir Sigurður í Yztafelli.
„Og það er ekki einungis í kaupskap og
verzlun, að þetta skipulag — samvinna
og sjálfsábyrgð — er framkvæmanlegt og
hentugt; það er hvarvetna hægt að koma
því við, og hvarvetna mun það reynast
réttlátara og farsælla en nokkurt annað
fyrirkomulag, sem reynt hefur verið,“
segir Benedikt frá Auðnum.
„Kaupfélögin ættu að vera um allt
land, sitt umhverfis hverja höfn, og öll
standa í sambandi, líkt og þjóðfélögin í
Sviss eða Ameríku.---------Erindisreka
ætti þessi úníón að hafa á fáeinum stöð-
um erlendis.--------Hún ætti að hafa
eitt eða fleiri gufuskip á stöðugum gangi
stöðuverzlunum um land allt. Það tók
upp þráðinn frá fyrra sambandinu um
útgáfu tímarits til fræðslu og kynningar
og nú í miklu stærri stíl, og það stofnaði
skóla fyrir samvinnumenn. í þjónustu
þess völdust hinir ágætustu menn. Sam-
starf samvinnuleiðtogans Hallgríms
Kristinssonar og Péturs á Gautlöndum
var skuggalaust. Þeir virtu hvor annan
og hinir óvenjulegu hæfileikar hvors um
sig nutu sín vel í samstarfinu. Var það
mikil gæfa fyrir samvinnumenn og þjóð-
ina alla. Þegar þessir forustumenn báðir
hnigu í valinn með eins árs millibili, skil-
uðu þeir Sambandi íslenzkra samvinnu-
félaga í hendur þeirra, er við tóku,
traustu, viðurkenndu þjóðþrifafyrirtæki.
Þeir höfðu lagt grundvöllinn að flestu því,
er fram hefur komið, af mikilli fram-
sýni, gætni en festu.
Þannig greri og blómgaðist samvinnu-
hreyfingin allt í kring um Pétur frá
Gautlöndum og út frá honum.
Páll H. Jónsson, kennari á Laugum:
ALDARMINNING
Péturs á Gautlöndum
IX
Jafnframt því sem Kaupfélag Þingey-
inga blómgaðist undir stjórn Péturs á
Gautlöndum og samherja hans, stunduðu
þeir félagar útbreiðslustarfsemi. Kaupfé-
lögum fjölgaði. Og fyrir forgöngu Péturs
stofnuðu 5 kaupfélög með sér samband
árið 1895. Var stofnfundur í Reykjavík og
sóttu hann 9 alþingismenn. Tilgangur
sambandsins var sá, „að vinna að út-
breiðslu og eflingu kaupfélagsskaparins
hér á landi, að auka sem mest kunnug-
leika og traust hinna ýmsu kaupfélaga
sín á milli og að koma á samvinnu milli
félaganna í hinum ýmsu áhugamálum
þeirra.“
Samband þetta hlaut nafnið „Samband
íslenzkra kaupfélaga“. Til þess að ná
settu marki skyldi gefið út tímarit,
„Tímarit kaupfélaganna“. Pétur Jónsson
var kosinn formaður sambandsins og rit-
stjóri tímaritsins. Af því komu út tvö
hefti, 1896 og 1897. Þá leið þetta samband
undir lok.
Þessi tvö tímaritshefti Péturs Jónsson-
ar hafa ómetanlega sögulega þýðingu.
Þau eru glöggur vitnisburður um sam-
vinnuleiðtogana í Þingeyjarsýslu. Þau
skýra eðli og tilgang kaupfélaganna og
þau eru spá inn í framtíðina. „Neyðin
hefur kennt oss að spyrna gegn ánauð,
ofríki og afvegaleiðslu hinnar dönsku
selstöðuverzlunar hjá oss. Hún hefur
kennt oss að sameina krafta vora, og það
er vonandi, að hún kenni oss að sníða oss
stakk eftir vexti,“ segir Pétur. Og enn
fremur: „------— eða hvernig færi, ef
aldrei væri nein tiltrú til, bara tor-
tryggni, sínagandi, kitlandi, kveljandi
tortryggni? Þá yrði náttúrlega engin trú-
mennska til; því tiltrúin ein og ekkert
annað elur upp trúmennskuna, orðheldn-
Síðari hluti
aftur og fram--------,“ segir Einar í
Nesi.
„Tímarit kaupfélaganna", undir stjórn
Péturs á Gautlöndum, er enn og mun
verða játningabók íslenzkra samvinnu-
manna.
Árið 1902 stofnuðu kaupfélögin í Þing-
eyjarsýslum, sem þá voru þrjú, með sér
nýtt samband. Var stofnfundur þess í
Yztafelli. Enn var Pétur Jónsson kosinn
formaður. Var hann það fyrstu 3 árin,
síðan tók Steingrímur bróðir hans við for-
mennskunni í 5 ár, en þá Pétur allt til
æviloka. Samband þetta hét til að byrja
með Sambandskaupfélag Þingeyinga;
nokkrum árum síðar var nafni þess breytt
í Sambandskaupfélag íslands og árið
1909 í Samband íslenzkra samvinnufé-
laga.
Eins og hið fyrra samband hafði verið
fræðslu og kynningarsamband, varð nú
þetta hið síðara baráttu-samband. Varð
þróun þess og vöxtur hliðstæður vexti og
viðgangi hinna elztu kaupfélaga frá byrj-
un. Barátta þess fyrir sameiginlegum
innkaupum, sameiginlegri sölu innlendra
afurða og markaðsleitum á erlendum
slóðum var hliðstæð baráttunni gegn sel-
X
Um margra ára skeið var Pétur Jóns-
son umboðsmaður þjóðjarða í héraðinu.
Það var mikið starf og krafðist mikilla
ferðalaga. Þurfti í sambandi við það
mörg vandamál að leysa. Til þess var
Pétur rétt kjörinn vegna mildi sinnar,
réttlætiskenndar og þekkingar á mönn-
um og málefnum. Hann var mannasætt-
ir. Sjálfur taldi hann göfugast þeirra
starfa, er hann hafði með höndum, að
sitja í sáttanefnd.
XI
Af framanrituðu má glögglega sjá, að
Pétri Jónssyni muni hafa orðið tafsamt
frá búskapnum á Gautlöndum og uppeldi
barna sinna, sem hann vildi þó umfram
allt sinna. Fjárhagur hans var oft og tíð-
um þröngur og hann var þjakaður af á-
hyggjum útaf heimili sínu og hinum
margvíslegu, vandasömu trúnaðarstörf-
um.
Hann skrifaði mikið af blaða- og tíma-
ritagreinum um félagsmál, atvinnumál,
fjármál og margt fleira. Hann vandaði
ritsmíðar sínar og eyddi til þeirra mikl-
um tíma. Hann sagði sjálfur, að eigi dygði
minna en að þrískrifa hverja grein, ef
vel ætti að vera. Framsetning hans var
ljós og auðskilin og leit hans að rökum í
10 SAMVINNAN