Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 17
hleypt út og skipverjum tilkynnt hvert
halda skyldi.
Sjóherinn sendi út fréttatilkynningu
um að næstu vikur yrði Nautilus við æf-
ingar út af vesturströnd Bandaríkjanna.
Aðeins örfáir menn vissu hvert ferðinni
var heitið. Og þeir hinir sömu biðu með
mikilli eftirvæntingu eftir árangrinum.
A þeim fáu dögum sem liðnir voru frá
því að Anderson skipstjóri kannaði Ber-
ingsundið úr flugvél og þar til Nautilus
kom þar að. hafði ísinn tekið miklum
breytingum. Stórir borgarísjakar, sem
brotnað höfðu frá ísbreiðunni við ströncl
Canada, voru nú á reki í siglingarleið
Nautilusar. Kafbáturinn liafði aðeins
siglt um 30 mílur undir ísbreiðunni. þeg-
ar bergmálsmælirinn gaf til kynna. að
framundan væri borgarís, sem náði 12
faðma niður fyrir yfirborð sjávar. Milli
l)otns og jakans voru aðeins 12 faðmar
— en þar sem kafbáturinn sjálfur er 8
faðma hár, var ekki vogandi að þröngva
lionum í gegn. Var því snúið frá og reynt
aftur annars staðar. Þannig gekk það í
næstum þrjá daga. Kafbáturinn sigldi á
þeirn tíma um 500 niilna vegalengd og
gerð var hver tilraunin á fætur annari,
þar til Anderson skipstjóri að lokum
gafst upp. Beringssundið var orðið fullt
af ís. Nautilusi var snúið við og stefnt
til Pearl Harbor.
Nokkrar vikur liðu þar til reynt var
aftur. Skipverjar vissu nú hvað til stóð.
en um það voru þeir þögulir sem gröfin.
Þrátt fyrir það að flestir þeirra fengu
heimfararleyfi, á meðan beðið var eftir
hagstæðum skilyrðum til að gera aðra
tilraun, var fullyrt að ekki einu sinni
eiginkonur þeirra hafi haft minnstu hug-
mynd um pólarsiglinguna.
Til þess að fylgjast sem nákvæmast
með ísnum, var yfirsiglingafræðingur
Nautilusar, Shephard Jenks, sendur til
Ivodiak-eyjar í Norðuríshafi og dvaldist
hann í tvær vikur með gæzlumönnum
radarstöðvarinnar þar. Fór hann alloft
með flugvél út yfir Beringssund og hafði
nákvæmar gætur á öllum hreyfingum
borgaríssins. Á meðan var Nautilus enn
á ný yfirfarinn hátt og lágt og skip og
áhöfn búin undir aðra tilraun.
Hinn 23. júlí var svo látið úr höfn.
Skipverjar biðu þess nú með spenningi
hvernig takast mundi. Þeir gerðu sér nú
frekari grein fyrir þeim erfiðleikum og
hættum, sem framundan voru.
I annað skipti stefndi Nautilus í norð-
urátt. Nú átti að reyna á svolítið öðrum
stað og var stefnan tekin niður í Barrow-
neðansjávardalinn. Samfelld ísbreiða
var framundan um það bil 1800 mílna
leið. Siglt var með 20 hnúta ferð og gekk
allt að óskum fyrsta daginn. Á öðrurn
degi gaf bergmálsdýptarmælirinn til
kynna, að fvrir stafni væru tindar sem
sköguðu hátt upp úr neðansjávarfjall-
garðinum og allt upp undir ísbreiðuna.
Anderson skipstjóri gaf þegar skipun um
að stöðva kafbátinn og lyfta honum um
35 faðma. 15 mínútum síðar var Nautil-
us kominn upp fyrir tindana og haldið
var áfram á fnllri ferð.
Þetta var í eina skiptið á allri ferð-
inni, sem eitthvað markvert bar til tíð-
inda. Það sem eftir var leið Nautilus
léttilega áfrarn eins og fiskur. Yfir kaf-
bátnum var víðáttumikil ísbreiðan böð-
uð sólskini. En sú hlið íssins var hulin
augum skipverja — aftur á móti sáu þeir
í sjónvarpstæki þá hliðina, sem að þeim
sneri. Þegar líða tók á ferðina, voru
menn hættir að gera mun á nóttu eða
degi. Þó mátti vita að dagur var, ef
heyrðist til brytans í eldhúsinu. en hitt
var erfiðara að vita fyrir þá, sem mest
voru ruglaðir í tímatalinu, hvort verið
var að matreiða hádegis- eða kvöld-
verð . . .
Bergmálsmælarnir gáfu frá sér hljóð í
sífellu. Þeir greindu hinar smæstn líf-
verur í sjónum, svo sem rækjur. Þegar
siglt var undir vök í ísnum heyrðist „Br-
rí-p“, en þegar samfelldur ís var vfir
kafbátnum heyrðist „Blip“. Grammó-
fónninn gaulaði allan sólarhringinn.
Óhjákvæmilega hafði þetta tilbreyt-
ingarleysi sín áhrif á skipverja. „Við
höfðum plötur með frumskógahljóðum
Sjóliðamir á Nautilusi kunnu sér ekki
læti, þegar þeir stigu á land í Englandi.
á grammófóninum,“ sagði einn þeirra.
„Fuglar og svoleiðis — þetta gekk svo
lengi að ég var hættur að geta étið. Þetta
var bókstaflega að gera mann vitlausan.“
En ekki mátti láta leiðindi hlaupa með
sig í gönur. Hér urðu menn að hafa
stjórn á skapinu. Til að stvtta sér stund-
ir gerðu menn alls konar prakkarastrik,
að skólastráka sið. Einna vinsælast var
að setja salt út í kaffið og gat enginn ver-
ið óhultur fyrir því. Og eitt kvöldið, þeg-
ar skipslæknirinn kastaði sér letilega upp
í kojuna sína. hafði einhver hugvitssam-
ur komið þar fvrir belg fullum af ísköldu
vatni . . .
Ferðalagið undir ísnum var tilbreytingarlítið og skipverjar urðu að finna sér eitt-
hvað til skemmtunar. Hér er spilað og sungið af hjartans lyst.
SAMVINNAN 13