Samvinnan - 01.01.1959, Síða 18
Ferðinni er lokið og Anclerson skipherra er staddur í Hvíta húsinu. Auðvitað verð-
ur hann að byrja á því að segja Eisenliower söguna.
Skipverjar urðu því mjög fegnir. þeg-
ar Nautilus nálgaðist pólinn. Nær þrír
mánuðir voru liðnir, frá því látið var úr
höfn í New London og nú fór að síga á
seinni hluta ferðarinnar. En um sama
leyti urðu siglingafræðingarnir svolítið
taugaóstyrkir, „pólardagurinn" var
þeirra prófdagur. Tveim klukkustundum
áður en skipið átti að vera statt á
norðurpólnum, tók einn þeirra eftir því
að „Navah 0‘‘ siglingatækið sýndi að
stefnan var þrem gráðum of austlæg.
Þetta þýddi að siglingatækjunum bar
ekki saman. Hvoru skyldi nú trúa?
Það var hlutverk siglingafræðinganna
að finna það út. Yfirmaður þeirra,
Jenks, kvað upp dóminn. Hann fyrir-
skipaði breytta stefnu um eina gráðu —
síðan athugaði hann alla áttavitana. Að
því loknu lét hann breyta stefnunni enn
um tvær gráður. Tveim klukkustundum
síðar gat liann kallað hróðugur til skip-
stjórans: „Póllinn er í 100 metra fjar-
lægð, beint af stafni.“
Breið bros færðust yfir ásjónur skip-
verjanna. Þeir sem ekki voru á vakt,
söfnuðust saman í stjórnklefanum. þar
sem Anderson skipstjóri beið með hljóð-
nema í hendinni eftir því að geta til-
kynnt tíðindin í hátalara skipsins: —
„Sunnudagur, 3. ágúst, árið 1958. KI.
23.15 austlægur sumartími. Bandaríski
sjóherinn á Norðurpólnum." — Síðan
bað hann skipverja hafa yfir bæn í hljóði.
Ekki voru samt allir skipverjar sam-
ankomnir í stjórnklefanum. Patrick O'
Neill tók öllu með róserni. Hann lá og
flatmagaði í kojunni sinni frammi í skip-
inu. „Þetta var sosum ekki neitt,“ sagði
hann seinna. „Annars fór ég illa með þá,“
bætti hann við, „það voru nefnilega
tærnar á mér sem fyrstar fóru yfir pól-
inn.“
Athöfninn í stjórnkleíanum stóð ekki
lengi yfir. Henni lauk með því að And-
erson skipstjóri las upp bréf sem hann
hafði skrifað Eisenhower forseta og
konu hans. Síðan tíndust menn aftur í
kojurnar, sumir fóru að hlusta á músik,
aðrir að lesa. Margir höfðu tekið með
sér námsbækur og lásu þær af kappi.
Sumir spjölluðu saman — um London —
heimssýninguna í Brilssel — og heim-
komuna.
Norðurpóllinn er ekki í miðju Ishaf-
inu. Þegar Nautilus hafði siglt yfir pól-
inn, var siglingin meira en hálfnuð.
Finnn dögum síðar kom kafbáturinn til
hafnar í Englandi. Áður hafði Anderson
skipstjóri verið tekinn upp í þyrilvængju
undan ströndum Islands. Þaðan flaug
hann rakleiðis til Washington. Þar
gekk hann á fund Eisenhowers forseta,
sem sæmdi hann heiðursmerki fyrir unn-
ið afrek. Öðrum skipverjum var tekið
með kostum og kynjum, fyrst í Bret-
landi og síðar í New York. Pólarsigling-
in — enn eitt af ævintýrum Jules Verne
— var orðin að veruleika.
Gísli Magnússon, Eyhildarholti:
AFMÆLISKVEÐJA TIL ÁRNA HAFSTAÐ
Árni Hafstað!
Ég minnist þess, að er ég, í æsku, sá
þig fyrst, ungan mann en þó fulltíða og
14 SAMVINNAN
framaðan og óvenju þroskaðan. líkam-
lega og andlega, leit ég upp til þín hærra
og miklu meir en annnarra manna í
þessu héraði — flestra, ef ekki allra.
Margt var það, sem þessu olli. Þú varst
höfði hærri en þorri manna. Þú barst þig
betur en aðrir. Þú varst snjallari í máli
og betur talaður en aðrir ungir menn. Þú
varst, í einu orði, meira glæsimenni í sjón
og í raun, en maður átti að venjast.
Seinna meir, eftir að persónuleg kynni
okkar hófust, skildist mér að þú varst
ekki aðeins glæsimenni. Mér skildist, að
þú varst mikill hugsjónamaður, svo
brennandi áhugamaður um ræktun lýðs
og lands, að þú sást jafnvel ekki fyrir, —
að þú varst um sumt svo langt á undan
þínum tíma, að þau hlauzt að gjalda
þess að nokkru.
Vonir gefa lífinu gildi. Ein bregzt, önn-
ur rætist.
Ungur varst þú vitni að því, að sá er
var minni máttar, bar einatt skarðan
hlut frá borði í virðingu og viðskiptum.
Það var ekki þér að skapi. Þú gerðist
samvinnumaður, heill og óhvikull bar-
áttumaður fyrir hugsjón, sem lætur mikl-
ar vonir rætast.
Árin líða. Þú hefur lagt að baki þrjá
aldarfjórðunga. Tíminn ristir rúnir sínar.
Hárin hafa gránað. Heilsu hefur förlað og
hreysti. Ljós augna þinna hefur dapr-
ast. En — enn ert þú beinn í baki og berð
höfuðið hátt yfir alla meðalmennsku.
Enn lykur víður faðmur þinn um hugðar-
efni samtíðar og framtíðar. Enn er þín
andlega sjón frán og hvöss.
Megi svo verða, Árni, unz yfir lýkur.
1