Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 19
Krotað á spássíu: NÝÁRSÓSKIN Eftir sr. Svein Víking Það hefur orðið að samkomulagi á milli mín og ritstjórnar Samvinnunn- ar, að ég spjalli við ykkur, lesendur góðir, í þessurn þætti um eitt og ann- að á ári því, sem nú er að hefjast. Ég vona, að okkur komi sæmilega sam- an. En ekki skuluð þið samt skirrast við að láta mig vita, ef eitthvað ber á milli. Við reynum þá að jafna það í bróðerni. Og nú byrja ég þessa þætti á því að óska ykkur öllum góðs og gleðilegs árs. Það er líka sú sjálfsagða kveðja, sem hljómar þessa dagana, hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir. En hvað felum við í raun og veru í þess- ari áramótakveðju? Sú var tíðin — og í raun og veru er hún ekki fjær okkur en svo, að afar og ömmur muna hana — að afkoma og líf þjóðarinnar valt svo að segja gjörsamlega á því, hvernig árferðið var. Það mátti svo lítið út af bera þá. Harður vetur, ísavor og grasleysis- sumar, gat valdið kolfelli bústofnsins í heilum landshlutum. Bændur flosn- uðu upp, fleiri eða færri dóu úr hungri og kröm. Sama harmsagan endurtók sig við sjávarsíðuna, ef afli brást. Á þeim tíma var óskin um gott og farsælt ár í raun og veru og fyrst og fremst ákall og bæn örsnauðrar þjóð- ar um líkn og miskunn hans, „sem bylgjur getur bundið og bugað storma her.“ Nú er þetta breytt. Guði sé lof! Við höfum brotizt fram til betri lífskjara. Við höfurn eignazt ný tæki og aukið afkomuöryggi. Að vísu er hagsæld okk- ar enn árgæzku og aflabrögðum háð að verulegu leyti, en þó ekki í neinni líkingu við það, sem áður var. Og því er það, að þegar við nú óskum hvert öðru góðs og gleðilegs árs, þá er það ekki lengur fyrst og fremst almenn ósk um árgæzku, heldur ósk um það, að þitt eigið ár verði þér gleðilegt og gott. Nýtt ár er ekki aðeins gjöf til þjóð- arinnar, það er gjöf til þín og mín. Þrátt fyrir aukið afkomuöryggi þjóð- arheildarinnar gildir það enn um hvern einstakling, að hann stendur enn að mörgu leyti harla berskjald- aður gagnvart hverju nýju ári, sem í hönd fer. Um heilsu hans og jafnvel líf getur orðið að tefla á árinu. Og á einum degi þess eða einni stund get- ur gæfa eða ógæfa heillar ævi verið ráðin. Um sumt er okkur þar ósjálf- rátt, en fleira miklu er okkur þó í sjálfsvald sett og berum ábyrgð á. Til þess að árið geti orðið einstakl- ingnum farsælt og gott, þarf hann sjálfur að ternja sér tvennt og eink- um tvennt: Annars vegar að taka því, sem að höndum ber og eigi verður umflúið með skilningi, hugrekki og festu. Hins vegar að nota daga hins nýja árs, nota hina líðandi stund þannig, að hún verði honum til var- anlegra heilla og þroska. Dagar árs- ins eru þér að vísu misjafnir, en í siðrænum skilningi eru þeir samt hvorki vondir né góðir. Það erum við sjálf, sem gerum þá vonda eða góða, nýta eða ónýta með því, hvernig við verjum þeim og hvað við gerum úr þeim bæði fyrir sjálfa okkur og aðra. Þeir eru efniviðurinn, sem okkur er í hendur fenginn. Við erum smiðimir Sveinn Víkingur. og — því miður — oft allt of klaufa- legir og hirðulausir um smiðina. Það var einu sinni maður fyrir norð- an. Hann var öðruvísi en annað fólk, ferðaðist löngum bæ frá bæ, og ýms- ir hentu gys að honum. Einu sinni ráðlögðu þeir honum — af engum heilindum þó — að festa ráð sitt og biðja sér konu. Hann tók því vel, því hann hafði mannlegt eðli. Og nú sett- ust gárungarnir niður og skrifuðu fyr- ir hann biðilsbréf til allra heimasæt- anna í dalnum. Hann lagði af stað með alla bréfahrúguna í vösunum. Þegar fyrsta heimasætan hvyggbraut hann og hló að honum, sagði hann bara: „Það gerir ekkert til, góða mín. Ég hef nóg bréf til annarra hérna í vasa mínum.“ Það var fyrst, þegar hann hafði gengið endilanga sveitina og bréfin voru á þrotum, að honum þyngdi í skapi og fann, að hann hafði látið gabbazt til ónýtis í langa för. Allir vita hve margir dagar eru í árinu. En enginn veit fyrir, hve marg- ir dagar kunna að verða í hans eigin ári. Þess vegna er hyggilegt að verja dögum þess rétt og skynsamlega og nota vel hverja stund. Og sú skal vera nýársóskin mín til ykkar allra að þessu sinni. Að leiktjaldabaki (Framh. af bls. 9) að gyllta hárið verði ekki síður fallegt í stuttum, mjúkum lokkum..... Það á ef til vill ekki við, en eg ætla samt sem áður að ganga suður i kirkju- garð eitthvert kvöldið. Eg ætla að finna biðukollu og blása svifunum af henni yf- ir gröf þinni. Og þegar eg sé fræin svífa í burtu, í litlu fallhlífunum sínum, hverfa út í bláinn og týnast, eins og stundir okkar á liðnum árum, þá hef eg brotið Tchaikovsky og drukkið síðustu skálina í erfinu. Skál þína, dauðans og lífsins. SftMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.