Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Qupperneq 20

Samvinnan - 01.01.1959, Qupperneq 20
Erlendur Einarsson: HUGDETTUR Á ÁRAMÓTUM Erlendur Einarsson, forstjóri. I lok síðustu aldar ritaði kunnur sænskur prófessor um þróun mann- kjmsins, efnahags- og menningarlega. Í þessum riturn sínum komst prófess- orinn að þeirri niðurstöðu, að það sé aðeins eitt tímabil sem sé betra fvrir mannkynið, en það tímabil, sem þá var lifað á, og þetta tímabil sé fram- tíðin. Þessi niðurstaða sænska prófessors- ins lýsir trú á framtíðina, lýsir bjart- sýni. Og þessi niðurstaða er ekki út í bláinn. Sjálf þróunarsaga mannanna rökstyður þetta. Þrátt fyrir allt hefur mannkyninu miðað fram á við, þótt mörgum finnist að hinar efnislegu framfarir hafi orðið meiri en þær and- legu, sérstaklega upp á síðkastið. Fáir munu hafa spáð því á 19. öld, að mennirnir ættu eftir að ná svo miklu valdi yfir efninu, sem raun ber nú vitni á 20. öldinni. í þessu sambandi kemst maður þó ekki hjá að hugsa til franska rithöfundarins Jules Verne, sem skrifaði hin skemmtilegu ævintýri um flugferðir, neðansjávarsiglingar, sjónvarp og margt fleira athyglisvert. Þessi ævintýri eru nú orðin að veru- leika að meira eða minna leyti. Eitt af ævintýrum Verne á þó eftir að rætast, ævintýrið um íslenzka bónd- ann, sem fór niður í iður jarðar gegn- um op á Snæfellsjökli. Þrátt fvrir öll vísindin og tæknina er vart hægt að hugsa sér að þetta ævintýri eigi eftir að rætast. En hvaða ævintýri eiga ekki eftir að ske á komandi árum? Ferðir til tunglsins og stjarnanna virð- ast vera á næstu grösum. Nú er ekki meiningin í þeirn hug- dettum, sem hér er varpað fram, að spá fram í tímann fyrir mannkynið, sem býr á móður jörð. Það læt ég eftir hinum æðri spámönnum. Þess í stað verða hér settar fram sundurlausar hugsanir, sem skutu upp kollinum um áramótin, hugsanir, sem snerta okkar litlu þjóð, sem bjT norður við heim- skautsbaug. A áramótum skrifa stjórnmálaleið- togarnir yfirlitsgreinar um stjórn- málaviðhorfið. I þessum greinum kennir margra grasa, sem eðlilegt er. Sjaldan eru foringjarnir sammála, enda varla við því að búast. Um ára- mót eru gerðir upp reikningar, tölur eru birtar, sem sýna árangur ársins. Tölurnar eru nauðsynlegar til þess að mæla árangurinn, en koma þó ekki að fullu gagni, nema eitthvað sé til þess að miða við, og með því að bera sam- an árin fáum við ljósari mynd af á- standinu á hverjum áramótum. Á þessum áramótum höfum við fengið að heyra boðskap stjórnmála- leiðtoganna og við höfum einnig lesið nokkrar áramótatölur um þjóðarbú- skapinn á liðna árinu. Þegar við svo reynum að draga upp mynd af efna- hagsmálaástandi þjóðarinnar, byggða á okkar eigin reynslu og þekkingu að viðbættu því sem við lesum á gaml- ársdag, kemur ýmislegt enn skýrara í ljós. — Og hvernig eru þá horfurnar þegar við lítum fram á nýtt ár? Áramótaspádómar manna hljóta að verða mismunandi. Bjartsýni og svartsýni hlýtur að skiptast á. Þeg- ar á heildina er litið, hlýtur bjartsýn- in þó að verða yfirsterkari á þessum áramótum. Islenzka þjóðin hefur ríka ástæðu til þess að þakka fyrir hagstætt ár. Náttúran var gjöful á liðna árinu, þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar í vissum landshlutum. Framleiðsla sjávaraf- urða og landbúnaðarvara óx verulega frá árinu áður. Nóg var að starfa og nokkur skortur á íslenzku fólki til framleiðslustarfa, bæði til sjávar og sveita. Alhliða uppbygging hélt áfram. Margir fluttu á liðna árinu í n}''' og fullkomnari híbýli. Þjóðin eignaðist ný framleiðslutæki í verksmiðjum, raf- orkuverum, skipum, vinnslustöðvum og vélum. Allt er þetta grundvöllur undir betra líf á komandi árum og ber vott um stórhug og framkvæmdaþrá þjóðarinnar. I áramótamyndinni eru því margir bjartir fletir. Því miður eru skuggarnir nokkuð áberandi líka, og þegar við at- hugum myndina nánar sjáum við. að fyrir framan okkur er abstrakt mynd. — Þrátt fyrir björtu fletina ber mest á svörtum sauð verðbólgunnar, sem hefur þrifizt vel í góðærinu og ógnar nú enn einu sinni á áramótum íslenzku efnahagslífi. Barátta stjórnmálamannanna hlýt- ur á hinu nýbyrjaða ári að snúast um það framar öllu öðru að ráða niður- lögum svarta sauðsins. Ef hún gerir það ekki, er hún óábyrg og neikvæð. Því er ekki að neita, að við þessa ó- freskju hefur verið barizt undanfarin ár og á s. I. ári var gerð merkileg til- raun til þess að koma efnahagsmálun- um í betra horf. Þjóðin bar hins vegar ekki gæfu til að snúa alveg við á verð- bólgubrautinni og tilraunin bar því ekki fullan árangur vegna kauphækk- ana og víxláhrifa þeirra. Á hinn bóginn var stigið mikilvægt skref og auðveld- ar það nokkuð nauðsynlegar aðgerðir, sem framundan eru. Þrátt fyrir efnahagsmálaöngþveitið og hina skaðlegu stétta- og stjórn- málatogstreitu ber þjóðinni að líta björtum augum fram á hið nýbyrjaða ár. Uppbygging undanfarinna ára skapar mikla möguleika fyrir aukinni 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.