Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Side 22

Samvinnan - 01.01.1959, Side 22
Jónas Jónsson frá Hriflu: Sólstafir — Sólbrád — Sóldögg Guðmundur Ingi Kristjánsson hefur ort af mestri hrifn- ingu og ást á íslenzkum sveitum og landbúnaði síðan Eggert Ólafsson leið Nú er komið út nýtt Ijóðasafn eftir Guðmund Inga Kristjánsson, bónda og skáld á Kirkjubóli við Onundarfjörð. Fyrir tuttugu árum gaf Guðmundur út fyrstu ljóðabók sína, Sólstafi. Þá var hann þrítugur. Sjö árum síðar kom næsta ljóðasafnið, Sólbráð. Nú var hvíld- in öllu lengst, þar til Guðmundur sendi á vegum Norðra þriðju bókina, Sóldögg. Hún er öllu viðamest, enda gefin út með rausn og myndarskap, eins og hæfir Norðra, útgáfufyrirtæki bænda og sam- vinnumanna, þegar í hlut átti það ís- lenzkt skáld, sem hefur ort flest og bezt ljóð um sveitina og landbúnaðinn, síðan Eggert Olafsson leið. Vestfirðingar virð- ast vera einir á báti um þessa tegund skáldskapar. Guðmundur hóf skáldmál sitt með þessum tveim erindum í fyrstu Ijóðabókinni: Sólstafir glitra urn sumardag, sælt er á grund og tindi. Algróið tún og unnið flag, ilmar í sunnanvindi. Kveður sig sjálft í ljóð og lag, landssins og starfsins yndi. Annir og fegurð augað sér, yfir er sólarbjarmi, léttklætt til vinnu fólkið fer, fölbrúnt á háls og armi. Sumarsins gleði í svipnum er, sólstafir innst í barmi. Nú líða tuttugu ár. Guðmundur Ingi hefur alla þá stund búið á Kirkjubóli með frændfólki sínu. Þá lýkur hann síð- ustu bókinni, ,.Sóldögg“. með lofkvæði um rigninguna: „Velkomin rigning,“ vertu hér í nótt, vinsælir dropar falla milt og rótt. Hríslast um hár og andlit atlot þín. Ertu nú loksins komin, góða mín? Þú hefur verið þráð og til þín mænt, þú ert sú dís, er litar Island grænt. Skreytir með lífi skriðubrúnan kjól, skrýðir með flosi þínu laut og hól. Veiztu nú bara? Hóllinn okkar hér, hefur nú tekið þig að vanga sér. Meðan hann fraus og þegar þurrkur svetð, þá var það hann, sem unnustunnar beið. Nú ertu komin ung og ástúðleg, eftir að hafa stigið langan veg. Fingrunum strýkur gegnum hólsins hár, hlýleg og mild við allar góðar þrár. Velkomin. Það er engin eins og þú, aldrei var jörðin grænni en hún er nú, gældu við blómin glatt og milt og rótt. Góð ertu rigning. Vertu hér í nótt. Þannig yrkir Guðmundur Ingi, Um tveggja alda skeið hefur Island eignast mörg ágæt skáld í nýjum sið. Þau hafa ort fögur kvæði. sem þjóðin nemur og glevmir ekki. Þau liafa valið sér göfug viðfangsefni. Ást og hrifning þeirra hefur oj)nað þjóðinni liulda heima og skapað auðlegð, sem ekki fyrnist meðan íslenzk hugsun lifir. En síðan Eggert Olafsson gekk í hafið, hefur Guðmundur Ingi verið nálega einn á báti á þessari löngu leið við að vrkja ástar- og aðdáunarljóð um íslenzk sveitastörf og íslenzkan landbúnað. Ilann minnist stundum á fegurð náttúr- unnar, einkum fjöllin og fagra dali, en honum er tamast að yrkja um gróinn völl, eða land sem er brotið og gert gróð- urhæft. Hann er hrifinn af öllum íslenzk- um húsdýrum. Hann yrkir um sláttinn. heyþurrkun, hvernig heyið er borið á garðinn á veturna og viðhorf liúsdýx-- anna, þegar heimafólk sinnir þörfum þeirra. Hann talar einstöku sinnum um fagi-ar konur og dísir, en þá snertir það jafnan sveitalífið. Unga og fagra konu dreymir um yndi sveitarinnar. Sveita- vinnan er henni fagnaðarefni í borginni. Eftir smnarlanga fullnægingu við hey- skajx er hún í þungum þönkum, þegar komið er að skylduheimför að hausti. En lesandinn vonar að hún komi aftur næsta vor. Guðmundur Ingi er gæddur mikilli ljóðgáfu. Málfar hans er hreint. glöggt og algjörlega yfiilætislaust. Ilann bvggir, eins og öll íslenzk skáld, sem eiga það nafn skilið, á fortíðinni. en hann stælir ekki fyrirrennara sína, en sníður sér eins og öll góð skáld. sinn eigin stakk. I ljóðagerð hans fer saman hin sögulega erfð, ást á göfgi tungunnar og glögg fastmótuð liststefna, allt frá æskuárum. Guðmundur Ingi elskar ekki landbúnað vegna þess að honum leikur hugur á að eiga mörg þúsund sauði eða nautgripi eins og sumir stórbændur í lieitum lönd- um, til að láta þau í sláturhúsin og að hafa af því miklar tekjur. Allur stór- gróði er fjaiTÍ Guðmundi Inga. en hann ann landbúnaðinum og öllum þeim mannúðarverkum, sem þar eru unnin nxeð skapandi áhuga. Hann veit vel að það cr bágt að standa í stað. Sveitin og allir senx þar biia verða að lúta lögum þroskans. Þess vegna gleðst Guðmund- ur Ingi vfir nýjum þáttum, sem létta og göfga líf sveitafólksins bæði vélum, sem létta dagleg störf, og mannvirkjum, sem verða til mannlífsbóta í byggðum lands- anda flestra kvæða hans. Byggðalíf og bvggðamenning er hjartansmál skálds- ins. Þess vegna verða mörg af Ijóðum hans sígild og í heiðri höfð hjá sveita- fólki. ungu og gömlu. meðan íslenzk þjóð byggir byggðir landsins. Það er vandi fyrir þjóðina að búa réttilega að góðum skáldum, og á því hefur oft verið misbrestur. Hér skal ekki rætt um fátækt skáldanna. Hún þiængir ekki að Guðmundi Inga. Þó að hann sé ekki auðmaður, þá er hann sjálfstæður og skörulegur bóndi, er lifir og starfar í samræmi við skáldtrú sína, og efni ljóða sinna, svo sem bezt má vera. En það skiptir miklu fvrir þjóðina, að snjöll skáld njóti sín og geti beitt listgáfunni á sem fullkomnastan hátt. IMagnús Jónsson 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.