Samvinnan - 01.01.1959, Side 23
guðfræðiprófessor sagði eitt sinn, að ef.
Matthías Jochumsson hefði á miðjum
aldri fengið tækifæri til að fara til Gyð-
ingalands og dvelja þar í halft ár, mundi
hann alla þá stund hafa verið gagntek-
inn af trúarlegri og sögulegri hrifningu,
Iíkt og þegar hann orti sín andríku kvæði
um sögufræga atburði heinia á Islandi.
Matthías fékk ekki þá aðstöðu. en dóm-
ur Magnúsar um þvílíka ferð, til lands-
ins helga, var óhrekjanlegur. Nú hentar
ekki öllum skáldum að fara til Gyðinga-
lands, þó að það hefði átt við föður
þjóðsöngsins íslenzka. Hvert skáld og
listamaður þurfa að eignast sína paradís
til að fá vakningu og hressingu með til-
breytni í samræmi við gáfur og lista-
stefnu.
Guðmunclur Ingi.
Nú vil ég í lok þessa máls snúa mér til
bænda landsins, menntamálaráðs og
þeirra sem veita heiðursverðlaun1) til
bænda á hvað ég mundi gera til að mæta
Guðmundi Inga á rniðri leið í samræmi
við dómsorð Magnúsar prófessors um
Matthías Jochumsson. Ef ég ætti sæti í
menntamálaráði eða þeirri nefnd er út-
hlutar verðlaunum skálda og listamanna,
myndi ég leggja til að hann fengi ár-
lega sómasamleg heiðurslaun, sem væru
skálda og listamannalaun af almannafé
og miðuð við það að hann er snjallt og
frumlegt skáld um Ijóðræn málefni og
málsvari og höfuðprestur sveitanna og
fólksins, sem býr i dölum og við strendur
landsins. Ég vildi auk þess mega láta
Guðmund Inga fá ferðafé á fimrn ára
x) Greinin er skrifuð áður en Guðmundur Ingi
fékk bókmenntaverðlaun Ríkisútvarpsins.
fresti, nægilegt til að vera hálft ár eða
heilt frá sínu heimili, þar sem hann kýs
helzt að dvelja, annaðhvort í landinu
sjálfu eða utanlands. Ef ég væri einn af
hinum mörgu snjöllu mönnurn, sem stýra
félagsmálum byggðanna, mundi ég enn-
fremur óska eftir við Norðra að gefa
út heitustu og snjöllustu landbúnaðarljóð
Guðmundar Inga í sérstöku úrvali og
dreifa því um byggðir landsins. líkt og
þegar Ragnar í Smára selur úrvalsljóð
sinna skálda fyrir þá upphæð, sem svar-
ar burðargjaldi fvrir bréf til útlanda.
Þessi úrvalsljóð ættu að verða eign allra
efnilegra ungmenna í sveitum. Þau ættu
að vera numin í búnaðarskólum og sung-
in á samkomum bænda, þar sem ljóð
þættu viðeigandi dagskrárefni. Ef ég
væri svo heppinn að eiga sæti í stjórn
þeirra nefnda, sem ráða stórum bænda-
fundum, mundi ég bjóða Guðmundi Inga
að koma þangað sem heiðursgestur, án
þess að því fylgdi nokkur skylda urn
að lesa þar ljóð, eða flytja þar erindi. En
slík kynning við bændur og þeirra mál,
mvndi að minni hyggju verða honum
þvílík hressing, sem guðfræðiprófessorn-
um þótti líklegt að dvöl í Gyðingalandi
hefði verið séra Matthíasi Jochumssyni.
I Sóldögg hinni nýútkomnu, er eitt
af mörgum fögrum kvæðum sýnilega ort
eftir að Guðmundur Ingi dvaldi á bænda-
hátíð á fögrum stað, þar sem hugsjón
hans um hlutverk landbúnaðarins hefur
fengið mikla viðurkenningu. I þessu
kvæði lýsir hann breyttum óræktarmó-
um, grýttri jörð í grjótlendri sveit, sem
flagi og síðar verður að akurlendi. Þar
var auðnin grædd með vélaorku og nú-
tímatækni. Raforka úr bæjarlæknum
dælir nokkurskonar Nílarvatni yfir
sandauðnir, svo að þær vefjast í grasi.
Fossinn og vélarnar skapa gróður og líf.
Brekkan bak við bæinn bóndans er orð-
in víðáttumikið og fagurt skógarland,
en hver græðikvistur fluttur að úr fjar-
lægð. Ilér mætir skáldinu yrkisefni, sem
setur anda hans í hreyfingu. Kvæði hans
um þetta sérstaka Grettistak í sveitun-
um mun lifa löngu eftir að skáldið og
kynslóðin sem græddi skóginn og rækt-
aði sandflákana, er gengin til hinztu
hvíldar. Ég býzt að vísu ekki við að fá
valdasæti í neinni af þeim nefndum, sem
ráða þessum málum, enda er þar nægur
og góður liðskostur til að ráða fram úr
málum án aðstoðar. En samt vil ég
hvetja forystumenn byggðanna til at-
hafna í þessu efni og ungt fólk í byggð-
um landsins til að eignast Ijóð Guð-
mundar Inga. Ekki til að stvðja Norðra,
þó að það megi vel gera, heldur til að
flytja nokkuð af sólargeislum, sólbráð og
sóldögg Guðmundar Inga inn í sveita-
lífið, sem andleg fjörefni á erfiðum tím-
um.
Allir sem hugsa til séra ðlatthíasar
munu nú harma að hann var uppi á
þeim tímum, þegar stakkur landsmanna
var svo þröngur, að engum kom til hug-
ar að gefa þá skáldinu tækifæri til að
anda að sér hressandi lofti á helgum
stöðum landsins helga. Nú eru aðrar að-
stæður hér á landi. Bændastéttin er
stórhuga, bæði um málefni heimilanna,
þar sem mikið er aðhafst og þá ekki síð-
ur í höfuðstaðnum, þar sem fyrirtæki
bænda er að reisa eina veglegustu bygg-
ingu borgarinnar sem heimili fyrir stjórn
bændamálanna. Jafnframt þessum stór-
virkjum rnega leiðtogar bænda vel muna
það, að frægð íslenzkra bænda í þúsund
ár hefur að hálfu leyti eða vel það,
verið bundið við andleg afrek stéttar-
innar, og sú hlið sveitamenningarinnnar
má ekki koðna niður né dofna, þar sem
efnalegar framkvæmdir eru nú á rnörg-
um sviðum áberandi og sögulegar, svo
að af ber í samanburði við þróunarskil-
yrði fyrri alda.
Jónas Jónsson
frá Hriflu.
— Jón hefur orðið var.
— Hvað kemur yður til að halda, að
ég hafi ekki átt þessa kórónu?
SAMVINNAN 19