Samvinnan - 01.01.1959, Síða 25
LITLAKAFFI
Framhaldssaga eftir Kristmann Guðmundsson
„Hvaða fjandi er þetta lítið,“ sagði
Jónmundur hvasst. „Þú ert þó ekki góð-
templari?“
„Nei, vertu í eilífri náðinni.“ svaraði
Napóleon Jónsson blíðlega. „Fari þeir nú
og veri!“
„Sammála!" sagði Jónmundur og
hellti glas sitt fleytifullt.
„Æjá, þetta eru öfgamenn. blessaður
vertu,“ mælti Napóleon Jónsson.
„Amen!“ sagði brennivínssalinn.
En hann hafði ekki komið eingöngu
til að dreypa veitingamanninn, heldur
átti hann erindi og bar það nú fram:
„Þetta kaffihús,“ sagði hann, „það er
ágætishugmynd. Þú hefur gert það gott,
og ég ber respekt fyrir mönnum, sem
reyna að tifa eitthvað. Það skal þó
nokkuð til fyrir blásnauðan verkamann
að byrja á svona fyrirtæki. Hagsýni og
þor, myndi ég segja.“
Napóleon Jónsson brosti breitt og
svaraði því til, að auðvitað yrði maður
að fást við eitthvað. Hann varð háleitur
og setti upp velheppnaðan spekingssvip.
„Já, þetta er ágætt,“ hélt Jónmundur
áfram. „Þú ættir að geta komizt í sæmi-
leg efni með tímanum. — Og ef þú vild-
ir fara í slagtog við mig, þá gætirðu orð-
ið ríkur, já, alveg stórríkur á stuttum
tíma. — Sjáðn nú til, ]>etta kaffihús ligg-
ur svo fjandi vel við hérna á miðjum
Laugaveginum; það er liægt að innrétta
sig alla vega og hreint og beint vefja
„löggunni“ upp á fingur sér. Maður get-
ur losnað við alla ábyrgð og áhættu
sjálfur, haft bara „strámenn“, skilurðu,
og borgað þeim ríflega fyrir að halda
kjafti. Það er rokna forþénusta á þessu,
— ég tala nú ekki um, ef maður gæti selt
nógu mikið. Og á þennan liátt geturðu
fengið miklu betri viðskiptavini, —
heldri menn og allt, hvað heitið getur. —
Svo gætirðu stofnsett stórt hótel með
tímanum!“
Spekingssvipurinn var nú farinn af
Napóleoni Jónssyni, og það setti að hon-
um ugg: — Stórt hótel- Nei, það hafði
hann ekkert að gera við! Iíann var inni-
lega ánægður með litla kaffihúsið sitt
eins og það var. Og að selja brennivín,
— brjóta lög og rétt? — Nei, fari það
kolað! Það hafði hann aldrei lagt fyrir
sig um ævina, ekki einu sinni í þessi fáu
skipti. sem hann hafði orðið verulega
svínfullur. Hann bar í brjósti djúpstæð-
an ótta alþýðumannsins við gullsnúruð
yfirvöld og vildi flest fremur gera en að
eiga í útistöðum við þau.
En eitt af því, sem brennivínssalinn
sagði, hafði snert hann djúpt: Betri við-
skiptavini, — heldri menn! Hánn gat
aldrei hætt alveg að hugsa um það,
Halidór Pétursson teiknaði myndirnar
hversu skemmtilegra væri, ef fína fólk-
ið í bænum kæmi í kaffistofuna hans. —
Þess vegna þvertók hann ekki beinlínis
fyrir uppástungu Jónmundar, en fór
undan í flæmingi: — „Nei, Jómundur
minn, — brennivín sel ég ekki. Það þýð-
ir ekki að orða það við mig; — ekki sjálj-
ur að minnsta kosti. Vildi gjarnan gera
þér greiða, en ekki þetta, góði. Þú mátt
ekki biðja mig um það.“
Jónmundur brosti undirfurðulega. —
„Ég skíl,“ sagði hann, „ég skil, fyrr en
skellur í tönnunum: Þú vilt ekki vita
neitt af þessu sjáljur, — láta bara eins
og það sé ekki til, — ég skil, — en skipt-
ir þér ekki af því, þó að einhver sé þarna
frammi, með flösku upp á vasann, — eða
hvað?“ — Röddin varð eilítið hvassari.
— „Heldri karlarnir myndu koma hing-
að eins fyrir því, þó að þú réttir þeim
ekki sjáljur flöskuna. Við skiljum hvorn
annan, Napóleon minn. Og láttu mig
vita, ef þú þarft einhvers með. Flösku
og flösku verður stungið hérna niður í
eldhúsið. Það áttu sjálfur að sötra með
vinum þínum, — kemur enginn reikn-
ingur fyrir það, góði. Og vertu nú bless-
aður.“
Napóleon Jónsson skildi ekki alveg,
hvað hann var að fara, en gætti sín að
grufla ekkert út í það. Bezt að láta þetta
hafa sinn gang, ef hann gat haft sínar
hendur hreinar. Hann minntist þess
glögglega, að bankastjórinn hafði sagt
við hann kvöldið góða, að oft yrði mað-
ur að loka augunum fyrir ýmsu, sem
kannske væri ekki alveg eins og það
ætti að vera, en illt að komast hjá.
Jónmundur brennivínssali fór út í
kaffistofuna, settist hjá Gunnari Berg og
SAMVINNAN 21