Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1959, Side 27

Samvinnan - 01.01.1959, Side 27
fyllti bollann hans með koníaki. Hann lék við hvern sinn fingur og tók að segja unga manninum spennandi ævintýri úr smyglaralífinu. Hann dró enga dul á, að hann seldi sjálfur brennivín, kvaðst þvert á móti vera stoltur af því: — „Þetta er spennandi lif. maður, og hel- víti skemmtilegt. Það þarf engurn að leiðast, senr heldur út á þá braut. — Allt- af man ég, þegar ég lét andskotans lögg- una sækja fvrir mig sprúttið til Hafnar- fjarðar!“ Gunnar Berg leit spyrjandi á brenni- vínssalann. Jónmundur hristi höfuðið og kumraði: — „Já, það var svoleiðis, karl minn, að eitt kvöld um áttaleytið hring- ir konan mín niður á lögreglustöð og seg- ir skrattakollunum hágrátandi, að ég sé farinn frá henni og hafi tekið með mér allt fémætt úr íbúðinni. — hún hefði skroppið út um daginn til að drekka kaffi hjá vinkonu sinni, og þegar hún kom heim aftur, hefði ég einmitt verið að hverfa fyrir horn með þrjár gríðarstórar kistur aftan á vörubíl. En er hún kom upp á heimili okkar, hafði henni gefizt heldur en ekki á að líta. Þaðan var bók- staflega allt farið: verðmætur silfurborð- búnaður, skartgripir, skrautker, dúkar og lín, rúmfötin, bækurnar og jafnvel tveir pelsar, sem hún átti. Þegar hún var búin að telja þetta upp, fékk hún svo mikla gráthviðu, að hún ætlaði að kafna. En löggan spurði í meðaumkun- arrómi, hvort liún hefði nokkra hug- mynd um, hvað orðið hefði að eigin- manninum. Ekki hafði hún það; kvaðst þó hafa veður af því, að hann hefði ný- lega fengið sér vegabréf til útlanda. Og svo grét hún og beljaði á ný, en lögregl- an lofaði að gera allt, sem stóð í hennar valdi til þess að hafa upp á mér. Nú stóð svo á, að það var aðeins um eitt skip að ræða, sem fara átti til útlanda á næst- unni, en það var gríðarstór flutninga- dallur, sem lá við bryggju í Hafnarfirði. Löggan var eldfljót að þefa þetta uppi, og nú brunaði bifreið með tveim hand- föstum lagavörðum til Hafnarfjarðar. Yfirmenn skipsins létu fyrst sem þeir hefðu aldrei hevrt mín getið, en dign- uðu, þegar haft var í hótunum við þá. Og litlu síðar fannst ég í káetu kokksins, sitjandi á einni af kistunum þremur. Var ég umsvifalaust tekinn ásamt þeim og fluttur í grænum hvelli til Reykjavíkur, — alla leið hingað upp á loft til kerling- arinnar minnar. Hún fleygði sér um háls- inn á mér og skældi allt hvað af tók, meðan lögregluþjónagrevin voru að bisa blýþungum kistunum upp til okkar. Þeg- ar þvi var lokið, kvöddu þeir glottandi og þóttust sýnilega hafa unnið helvíta mikið afrek. — En hvað heldurðu, að hafi verið í kistunum, lagsmaður? — viský, koníak, brennivín, sjenever, — allt keypt um borð í flutningadallinum sarna dag!“ Gunnar Berg var orðinn hreyfui' vel og skemmti sér hið bezta við sögur Jón- mundar. — „Já, þetta er sjálfsagt spenn- andi líf,“ sagði hann. Brennivínssalinn sló á öxlina á hon- um og svaraði, að hann gæti reitt sig á það. — „Svo fær maður nú dálítið í aðra hönd líka,“ bætti hann við allborgin- mannlegur. „Já, þetta væri annars nokk- uð fyrir þig, karl minn. Mér sýnist þú vera maður, sem ekki lætur sér allt fyr- ir brjósti brenna.“ VIII. Það var ekki hávaðinn í kringum Imbu litlu. Hún var hæglát stúlka og fámælt, en það voru augu í henni og bros um munninn handa þeim, sem litu vin- gjarnlega á hana. Flest þeirra fékk raun- ar Gunnar Berg, og hann var ekki ó- næmur fyrir þeim. Þegar lítið var að gera, settist hann stundum inn í eldhús til hennar og talaði við hana; það er að segja, hann talaði, og hún hlustaði á með blíðu brosi. I hennar augum var hann heldri maður og sá fallegasti, er hún hafði séð. Hún varð alltaf máttlaus í hnjánum, þegar hún kom nálægt hon- um. Vikurnar liðu. — Sara hafði nú tekið stjórn kaffihússins að öllu leyti í sínar hendur og var hætt að spyrja Napóleon Jónsson um smámuni. Hún var búin að venjast Gunnari Berg og Rauðkolli stúdent, lét þá hafa mat og kaffi orða- laust, en skammtaði þeim tóbakið. Við Jónmund var hún talsvert kuldaleg í fyrstu, en hann lét það ekki á sig fá, og ekki leið á löngu, áður en þau yrðu vin- ir að kalla. Brennivínssalinn var daglegur gestur í Litlakaffi. Hann var ákaflega kurteis við Söru og kumpánlegur við Napóleon Jónsson. Öðru hvoru skildi hann eftir brennivínsflösku eða líkjörglas í eldhús- inu, líkt og af tilviljun. En oftast sat hann á tali við Gunnar Berg, og voru þeir oi'ðnir mestu mátar. Napóleon Jónsson hafði nú orðið lítið annað að gera en að vera forstjóri og fínn maður. Hann var fjarska ánægður með lífið, en þó skorti eitt á, og um það hugsaði hann frá morgni til kvölds. Það var langt síðan hann hafði tekið þá bjargföstu ákvörðun að kvænast Söru, ef hún vildi eiga hann, og um það hafði hann í fvrstu haft góða von. Hún var svo blíð og yndisleg við hann þá, en er frá leið gerðist hún eilít- ið faskaldari, þótt enn sýndi hún honum fulla virðingu og vinsemd. En það var ekki urn að villast, að hún brosti alveg eins blítt til gestanna og hans, svo að þetta var víst bara eðli hennar að vera svona þægileg. Raunar gat hún orðið skrambi ákveðin bæði við hann og aðra, ef hún rnætti einhverri mótstöðu, sem sjaldan var af hans hálfu. En tíminn leið. án þess að nokkuð drægi saman með þeirn, og það olli hon- um miklum áhyggjum. Hann reyndi að vera innilegur í viðmóti og brosa ástúð- lega til hennar, þegar þau voru ein, en það virtist ekki hafa tilætluð áhrif, og sjálfsagt fór hann ekki rétt að. Auðvitað skorti hann reynslu, því að liann hafði aldrei farið á fjörurnar við kvenmann áður og vissi ekki vel, hvernig maður átti að snúa sér í þessu. Það var víst ekki um annað að gera en að reyna að leita ráða hjá Gunnari Berg eða stúdentinum og þá frekar þeim siðarnefnda, því að hann var meiri alvörumaður. Hann kveið mjög fyrir því að nefna þetta við fínan mann eins og Rauðkoll, en ástin rak á eftir, og kvöld eitt bað hann hann hljóðlega að finna sig inn fyrir rétt sem snöggvast. Þeir fóru inn í herbergi forstjórans, og Napóleon Jóns- son læsti vandlega á eftir þeim, en síðan kom hann með koníaksflösku og tvö staup. Hellti hann aðeins fáeinum drop- um í sitt, en fyllti á barma hjá stúdent- inum. Sátu þeir nú um stund í þögn og dreyptu á miðinum. Loks mælti veit- ingamaðurinn: „Mig langaði til að spyrja stúdentinn um eitt.“ „Gjörðu svo vel,“ svaraði Rauðkollur. „Mín er ánægjan.“ „Það — það er mikið vandamál fyrir mig. En — en — hvernig lízt þér á hana Söru hérna?“ „0, ekki nema vel.“ „Ja, mér lízt nú bara svo vel á hana,“ sagði Napóleon Jónsson með tilbeiðslu í röddinni, „að mig sárlangar til að eign- ast hana fyrir konu. En — en það er nú það; — ég veit bara ekki, hvernig mað- ur, — ja, þú skilur —.“ Rauðkollur varð allur á lofti. — Hann hafði verið smeykur um, að Napóleon Jónsson ætlaði að fara að minnast á borgun fyrir allar þær veitingar, er hann hafði fengið á Litlakaffi, og leizt honum síður en svo á þá bliku. — Nú sagði hann: „Satt er það, að þetta er alvöru- mál, sem ekki má flasa að, heldur afla sér kunnáttu og þjálfunar, áður en geng- ið er að verki, því að ekki þýðir annað en að standa sig, þegar á hólminn er komið.“ SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.