Samvinnan - 01.01.1959, Blaðsíða 35
Molyspeed
er upplausn af Molybdenum Disulpide og smurolíu SAE 30, ætlaðri til að blanda í
bifreiðaolíuna. Þunn Molybdenum himna sezt á slitfleti vélarinnar, og þar sem
þessi himna þolir hærri þrýsting (7000 kg pr. cm2) og hærri hita (400° C) heldur en
smurningsolía, er Molybdenum himnan vélinni hin mesta vörn undir erfiðum
kringumstæðum, jafnframt því sem hún auðveldar mjög ræsingu og gang við
venjulegar aðstæður.
Fyrir bifreiðarstjórann þýðir notkun Molyspeed: Meiri viðbragðsflýti. — Létt-
ari ræsingu. — Jafnari gang vélarinnar. — Vörn gegn rispum í legum. — Aukið afl.
— Minni eyðslu. — Lengri vélaendingu.
Tilraunir, sem gerðar hafa verið við fullt álag á benzínvél, sýndu allt að 20%
meiri orkuafköst og 10% minni benzíneyðslu, þegar smurningsolían var blönduð
Molyspeed heldur en þegar fyrsta flokks smurningsolía var notuð án Molyspeed.
Molyspeed er afgreitt í 250 gr. dósum og er 1 dós ætluð í 4—5 lítra af smurolíu.
Ráðlegt er að láta vélina ganga 5—10 mínútur eftir að Molyspeed hefur verið látið
i smurningsolíuna, til þess að Molybdenum efnið nái að setjast á alla slitfleti vél-
arinnar og mynda þar himnu. Til að viðhalda þessari himnu á slitflötum vélarinnar
nægir að blanda Molyspeed í smurolíuna í annaðhvort sinn, sem skipt er um
smurolíu. Molyspeed blandast við allar gerðir smurolíu, þar með taldar efnabætt-
ar olíur og fjölþykktar olíur.
KEILDSOLUBIRGÐIR:
F J A L A R H. F.
Skólavörðustíg 3 — Símar 17975 og 17976 — Reykjavík
(
!
!
!
(
Orðsending til bænda!
Þeir bændur, sem ætla að kaupa dráttarvélar eða önnur tæki til Iand-
búnaðarstarfa á komanda vori, ættu ekki að draga að senda pantanir sínar.
Afgreiðslutími verksmiðjanna er frá 3—6 mánuðum, og er því mikil-
vægt að vita með nægjum fyrirvara, hver þörf bænda er fyrir hin ýmsu
tæki, til þess að við getum sem fyrst áætlað gjaldeyrisþörfina og komið um-
sóknum í hendur gjaldeyrisyfirvaldanna sem allra fyrst.
Væntum við þess, að bændur komi óskum sínum á framfæri við kaup-
félag sitt eða beint til okkar.
SAMVINNAN 31