Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 6
Búsældarlegt um að litast á Reyðar-
firði: Traktorar upp í miðjar hlíðar.
utar. í sumar voru í) hús í smíðum og
6 voru byggð árið áður. Lokið var við
smíði veglegs félagsheimilis árið 1955 og
hefur það orðið mikil lyftistöng fyrir fé-
lagslífið í plássinu. Stór barnaskóli er í
smíðum.
Danskir höndluðu aldrei á Heyðar-
firði, en á síldarárunum fyrir aldamót-
in hafði Ottó Wathne, kaupmaður á
Seyðisfirði, einskonar útibú á Bakka-
gerðiseyri. A þeirn árum var gnægð af
síld inni á fjörðunum. Sildaraflinn var
saltaður og var þá nóg vinna og' vel-
megun, sem stóð fram yfir aldamótin.
Reyðarfjörður er ámóta á lengd og
breidd og Hvalfjörður og er hann
stærstur austfirzkra fjarða. Hann er ná-
lega allur umluktur liáum fjöllum, flest-
um nálægt 1000 m yfir sjávarmál. Und-
irlendi er lítið, en þó eru bæir með-
fram firðinum og nokkuð margir fyrir
botni hans. Akvegur liggur sunnan meg-
Þorstcinn Jónsson.
Kaupfélag Héraðsbúa hefur notið
starfskrafta Þorsteins Jónssonar allt frá
stofnun félagsins, 1909. Þorsteinn er
fæddur á Egilsstöðum 20. ágúst 1889 og
verður sjötugur nú í sumar. Faðir hans
var hinn kunni merkisbóndi Jón Bergs-
son á Egilsstöðum. Hann gekkst fyrir
stofnun kaupfélagsins og var fyrsti
kaupfélagsstjóri þess. Vöruafhendingu
hafð félagið á Reyðarfirði, en bókhald-
ið var á Egilsstöðum. Jón Bergsson Iét
af kaupfélagsstjórn árið 1916 og tók
Þorsteinn við, þá 27 ára.
Síðan hefur hann átt heima á Reyð-
arfirði og stjórnað félaginu af röggsemi.
Flestir landsmenn kannast við Þorstein
á Reyðarfirði, enda er maðurinn mjög
eftirtektarverður. Enginn tekur eftir
því, að Þorsteinn sé kominn á efri ár.
Hann er fullur af lífsfjöri og áhuga fyrir
félaginu og búskapnum í héraðinu.
Flugvél er nýkomin á Egilsstaði og farangri er hlaðið á bíla frá Seyðisfirði og
Reyðarfirði. Flugið greiðir mikið fyrir samgöngum til Austurlandsins.
ur atvinna verið nægileg í þorpinu og í-
búarnir hafa lítið leitað atvinnu utan
þess. Nokkrir hafa þó farið á vertíð til
Vestmannaeyja, en hefðu ekki þurft
þess, þar sem fá þurfti Færeyinga á tog-
arana Austfirðing og Vött, sem Reyð-
firðingar eiga að % á móti Eskfirðing-
um og Fáskrúðsfirðingum.
A Reyðarfirði fór að myndast þorp
um 1920. Aðalbyggðin er á Búðarevri,
inn undir botni fjarðarins, en hluti
byggðarinnar er á Bakkagerðiseyri, ögn
6 SAMVINNAN
in fjarðarins til Fáski-úðsfjarðar og
norðan megin til Eskifjarðar, sem skerst
út úr Reyðarfirði og þaðan áfram yfir
Oddsskarð til Neskaupstaðar. Ut undir
Eskifirði stendur bærinn Hólmar í
Reyðarfirði. Það var áður frægt prest-
setur og þótti eitt af beztu braUðum
landsins. Nú er þar Htið, sem minnir á
forna frægð.
Einfalt áhald, sem léttir störfin: Raf-
knúið færiband hleður þungavöru á bíl.
Stífla og stöðvarhús Grímsárvirkjunar.
Eitt umdeildasta fyrirtæki á íslandi.