Samvinnan - 01.03.1959, Side 17
talið sakir þess, að rannsókii þessa kraft-
ar og virkjunartilraunir hafa hingað til
mest gengið í þessa átt, að sannprófa
gereyðingarmátt hans sem hernaðar-
tækis. Aftur er og talið víst, að með
honum mætti bæta lífsskilyrðin meir en
nokkurn hefur áður dreymt um, ef hann
væri notaður í þeim tilgangi. Hér ræðir
sem sé um afrek mannsins, og kraft fyr-
ir utan manninn. Og það veltur á mann-
inum sjálfum, hvort hann verður hon-
um til lífs eða dauða.
Af þessu er ljóst, að kirkjan og atóm-
öldin eru ekki neinar sambærilegar
stærðir, né sameðlis, og geta því ekki
beinlínis verkað hvor á aðra, hvað þá
leyst hvor aðra af hólmi. Það er eins
víst að kirkjan hefur ekki fundið upp
atómið og hitt er gefið, að ógerlegt er
að eyða anda kirkjunnar með atóm-
sprengju. Þar með er alls ekki sagt að
hér geti ekki verið um nein vixláhrif að
ræða. Þvert á móti verður að játast, að
spurningin, sem upp er borin, á fullan
rétt á sér, einkum vegna aðstöðu og
verkefna kirkjunnar nú á tímum.
Það verður dagljóst við nokkra um-
hugsun, að í augum þeirra manna, sem
trúa á tilveru Guðs, þýðingu Krists, og
eilífðareðli einstaklingsins, hefur aldrei
verið meiri þörf á því en nú, að boð-
skapur kirkjunnar hefði mikil og al-
menn áhrif. Sé það satt, að vér séum
öll á leið til annars heims, og daglega að
sá fyrir eilífa tíð, munu fáir efast um, að
nú er tími til að gera sér ljóst, að það
stoðar engan að eignast allan heiminn,
ef hann fyrirgjörir sálu sinni. Enn síður
dylst þeim, sem hafa opin augun. að
þeim mun skaðsamlegri vopn, sem menn
hafa fengið í hendur, þeim mun meira
ríður á að þeir kunni að fara með það.
Mönnum á atómöld er lífsnauðsyn að
góðvilji og friður ríki í heiminum. —
Höfuðatriði kenningarinnar standa
ekki aðeins í fullu gildi, frumdrættir
boðunaraðferðar kirkjunnar eru heldur
ekki úreltir á atómöld. Með því á ég
fyrst og fremst við guðshúsin og megin-
drætti guðsþjónustunnar. Hér er um
dýrar og margreyndar erfðir að ræða,
sem bæði er erfitt og illt að rjúfa. Ég á
ekki við, að ég sé andsnúinn þeirri marg-
breytni, sem nú færist í aukana varð-
andi útlit kirknanna og fleira í því sam-
bandi. Hún er einmitt eðlileg á atómöld.
En nú sem áður er ekki unnt að hverfa
frá sjálfstæðum kirkjuhúsum og nota
yfirleitt sama sal fyrir guðsþjónustur og
almennt félagslíf og gleðisamkomur, —
nema nauður reki til um stundar sakir,
— sakir þeirrar helgi og áhrifa, sem
sjálft guðshúsið hefur á sálir manna.
Þess vegna á líka að stefna að því að
hafa sem flestar kirkjur alltaf opnar,
svo að þær geti „messað sjálfar" og veitt
þeim skjól, sem þess þarfnast.
Það er heldur ekki líklegt að sjálft
guðsþjónustuformið taki neinni gagn-
(Framh. á bls. 24)
í sambandi við komu danskra
skemmtikrafta hingað til lands
var haldin tízkusýning undir
stjórn Rúnu Brynjólfsdóttur.
Var þar eingöngu sýnd íslenzk
framleiðsla, allt frá náttfötum
upp í þykkar kúldaúlpur. Vakti
það undrun manna og aðdáun,
að svo fallegar flíkur skyldu
vera framleiddar hér á landi.
Sýningarfólk voru karlmenn,
börn og fegurðardrottningar
landsins. — Hér eru nokkrar
myndir frá sýningunni:
1. Rúna sýnir regnkápu og
regnhlíf úr „þrívíddarplasti“.
Hvorttveggja er
mjög fallegt og
fæst í ýmsum lit-
um.
2. Systur Rúnu,
Ylfa og Aðalbjörg,
eru í „Grænlands
peysum“. Þetta
eru góðar flíkur
fyrir börn og
fullorðna.
3. Rúna er í fal-
legri vetrarkápu
með loðkraga.
4. Vigdís sýnir
látlausan, snotr-
an kvöldkjól.
SAMVINNAN 17