Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 15
liennar er nákvæmlega jafnósönn og hún hefur verið. Hitt er rétt að æ fleirum verður ljóst, hve kirkjan er ótryggt sannleiksvitni; og við þekkjum ýms dæmi þess, að kirkj- unnar mönnum þyki vísindi kjarnorku- aldar þrengja ómjúklega að sér. Eftir því sem þekkingu manna fleygir fram, eftir því sem þeir ná fastari tökum á öflum náttúrunnar, eftir því sem þeir kynnast nánar furðum sinnar eigin sálar og víð- áttum geimsins — eftir því á hið eld- forna kreddukerfi kirkjunnar erfiðara uppdráttar. Hringurinn um guð á himni og paradís hans þrengist í sífellu, unz hverjum manni verður Ijóst að það er ekkert innan í honum. Þótt vísindin séu vissulega tvibent, þá eyða þau smátt og smátt hindurvitnum og hjátrú. Maður- inn mun sannarlega ekki farast fyrir uppgötvanir sínar, heldur mun hann efl- ast fyrir þekkingu sína — og læra um leið að treysta sjálfum sér og góðvild hjarta síns. En guð kirkjunnar er upp- spuni, og Kristur var maður sem „rétt- trúaðir“ menn drápu — ekki til að frelsa manneskjuna frá synd, heldur til að auðsýna guði sínum fyllstu hollustu. Þetta leiðir hugann að eðli alls rétt- trúnaðar, hvort sem hann birtist í trú- málum, mataræði eða pólitík. Fer- ill kirkjunnar á liðnum öldum sannar það einmitt, hve rétttrúnað- u' inn er umburðarlaus, hvernig hann hleður undir ofstæki og leiðir til hryðju- verka. Enn sem fyrr þykist kirkjan boða hinn æðsta sannleik; og þessvegna lætur hún sér hina frjálsu og þrotlausu sann- leiksleit mannsins í léttu rúmi liggja, ef hún snýst þá ekki beinlínis gegn henni. Kirkjan er víðtækasta rétttrúnaðarkerfi nútímans; en það lofar þrátt fyrir allt góðu um framtíðina, hvernig hún er komin á undanhald i veröldinni. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Hið hefð- bundna form svarar ekki lengur kröf- um tímans. Jón Auðuns dómprófastur í nýlegu blaðaviðtali segir Vilberg Mo- berg, hinn víðkunni sænski rithöf. og skeleggi bardagamaður, að hann hafi gengið úr kirkjunni, þegar hún hafi svikið Kejne, skilið hann einmana eftir, neitað honum um hjálp og staðið með valdhöfunum, eins og hún sé vön. Menn ganga naumast úr íslenzku þjóð- kirkjunni af þessum sökum, en þeir sýna henni tómlæti, taka ekki þátt í starfi hennar, afrækja guðsþjónustur hennar. Að þessu liggja ýmsar orsakir, breytt þjóðlíf, breytt viðhorf til margra átta. Ein orsökin er vafalaust sú, að „starfs- hættir kirkjunnar eru úreltir á atóm- öld.“ Að mestu leyti rennur starf hennar eftir sömu farvegum og það hefur runn- ið um aldaraðir. Guðsþjónustuformið er nálega hið sama og það var fyrir öldum. Guðsþjónustuform vort er einfalt og fagurt. En það hefur ekki sama aðdrátt- arafl og það hafði fyrr. Er þetta tján- ingarform dauðadæmt? Um það er tímabært að spyrja. Og margir spyrja. í ýmsum kirkjudeildum hefur verið lögð við það mikil rækt að endurnýja helgisiðaform kirkjunnar, stytta pré- dikanir til þess að gefa hinum sístæða arfi í „lítúrgíunni“ orðið. í þessa átt hafa margir hinna ágætustu manna unnið á síðari áratugum, en þessi hreyf- ing hefur ekki svo að nokkru nemi auk- ið kirkjusóknina. Þá er lögð víða á það áherzla nú, að stórauka starf prestanna að mannúðarmálum. Einn frægasti pré- dikari nútímans segir, að ef kirkjan eigi að lifa, verði hún að vera á undan sam- vizku þjóðfélaganna í líknar- og mann- réttindamálum, en þetta hafi sorglega brugðizt og bregðist enn. Kirkjan má ekki láta það hlutverk sitt öðrum eftir, að vera í fararbroddi um þessi efni. En hér þarf vissulega nýjar starfsaðferðir. Þær gömlu eru úreltar. í stórauknu starfi fyrir börn og æsku- lýð þarf kirkjan að taka í þjónustu sína öll þau tæki nútímans, sem nothæf eru. í kirkjunum, sem verið er að byggja hér í höfuðstaðnum, er gert ráð fyrir félags- heimilum. í þeim vistarverum á að vera hægt að reka mikið og nauðsynlegt æskulýðsstarf. Þessar starfsstöðvar eru sízt ónauðsynlegri en kirkjusalurinn sjálfur, og í þeim verður mikið af fram- tíðarstarfi kirkjunnar að vera rekið. En til þess þarf hvorttveggja: að fjölga mikið prestum, sem fengið hafa sér- menntun í þessa átt, í þéttbýlinu, — og að auka þátttöku leikmanna í starfinu. í félagsheimilum kirknanna bíður nýtt starf, mikið starf, sem verður þeim mun nauðsynlegra, sem skuggahliðar borgar- lífsins verða auðsærri. Kirkjunni hefur alltaf verið um annað sýnna en það. að átta sig á kröfum breyttra tíma. En í þessa átt er byrjað að vinna. Til þess að vinna að nýjum viðfangs- efnum og láta nýjar starfsaðferðir leysa hinar gömlu af hólmi, þarf að endur- skoða rækilega hið hefðbundna form guðfræðikennslunnar. Hún hefur litlum breytingum tekið, meðan flestar eða all- ar aðrar deildir háskólanna hafa stór- breytt efni og aðferðum. Hið hefðbundna form svarar ekki lengur kröfum tímans. Þetta vita ungir menn. Þessvegna blasir við okkur hér sú raunalega staðreynd, að meðan aðrar deildir Háskóla íslands troðfylltust nemendum á liðnu hausti, innritaðist einn — einn — stúdent til guðfræðináms. Guðfræðinámið, eins og það hefur verið fram að þessu, er mennt- andi og að sumu skemmtilegt, en það er ekki miðað nægilega við þarfir þeirr- ar kirkju, sem stendur andspænis risa- vöxnum, nýjum úrlausnarefnum og er lífsnauðsyn að ná eyrum nýrrar kynslóð- ar með nýjum og geysilega breyttum við- horfum. Meginþáttur lúterskrar guðsþjónustu er predikunin. Og það er e.t.v. hún, sem mestri gagnrýni sætir af því, sem við prestarnir vinnum. Við erum oft að svara spurningum, sem enginn kirkjugestanna er að spyrja. Mörgum finnst þeir hafi lítið í predikanir að sækja, og að prest- arnir temji sér að segja með miklum ytri myndarskap og tilburðum hluti, sem sumir séu æði vafasamir og aðrir svo sjálfsagðir, að menn ómaki sig ekki í kirkju til þess að heyra þá sagða. í pre- dikunarstarfinu notum við áreiðanlega ýmsar aðferðir, sem eru „úreltar á atóm- öld.“ Kristin kirkja á stórkostlega arf- leifð, en við þurfum að læra á því ný tök, að tengja þessa allsherjararfleið kirkjunnar daglegum viðfangsefnum og vandamálum fólksins, sem við eigum að þjóna. Ég hlustaði í fyrradag á dr. Árna Árna- son lækni flytja ágætt erindi í útvarpið: Eina ráðið. Hann benti á, að öflugasta stoðin undir siðgæði og farsæld, — og i rauninni eina ráðið, væri að fá menn til að skoða sjálfa sig ekki sem einangraða einstaklinga, er lifa hér um stundarsak- ir og deyja síðan, heldur sem samfélags- verur hér á jörðu og mannssálir, sem halda áfram að lifa, þótt líkaminn deyi og skapi sér framtíðarörlög með breytni sinni á jörðu. Þér spyrjið um „starfshætti" kirkjunn- ar á atómöld“. Einmitt á atómöld verður kirkjunnar meiri þörf en nokkru sinni fyrr. Því vildi ég gera nokkur skil í pre- dikanasafni, er út kom eftir mig í vetur. Breytingarnar á viðhorfum mannkyns og högum eiga eftir að verða miklu stór- kostlegri en vér gerum oss enn Ijóst. Til þess að bjarga manninum, einstaklingn- um, persónuleikanum undan þeirri hel- bylgju tæknimenningar og lítilsvirðing- ar mannssálinni, sem yfir mannkyn er að velta, er erfitt að sjá leið, ef haldið verður áfram að afkristna heiminn, svipta hann því hjálpræði, sem fólgið er í meginkenningu Krists um gildi manns- ins, Guð og ódauðlega sál. En hinar gömlu starfsaðferðir eru úr- eltar, og hér þarf nýrra við. Ekki nema nokkur hluti mannkyns lifir í kristnum heimi. Meirihluti þess býr við önnur trú- SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.