Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.03.1959, Blaðsíða 18
Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni: DELERIUM BUBONIS Leikrit í þrem þáttum eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni Leikrit í þrem þáttum eftir Jón Múla og Jónas Arnasyni. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leik- tjöld og búningar: Magnús Páls- son. Lögin samdi Jón Múli. — Hljómsveitarstjóri: Carl Billich. Þeir sem muna Arna Jónsson frá Múla minnast hans sem eins hins gáfað- asta og skemmtilegasta manns, sem setti svip á bæinn um margra ára skeið. Það kemur því sízt á óvart þótt synir hans láti eitthvað frá sér fara, sem ekki beri keim meðalmennskunnar. Er skemmst frá því að segja að leikrit þeirra bræðra, Delerium bubonis, er sérstaklega skemmtilegt. Efnið er sótt beint í íslenzkt þjóðlíf og þó einkum í íslenzka þjóðlífsspiliingu, en í meðferð þeirra verður úr þessu öllu saman skín- andi skemmtilegt skop. sem allir kunna vel að meta. Aðalpersónurnar, Ægir O. Ægis for- stjóri (Brynjólfur Jóhannesson) og jafnvægisráðherrann (Karl Sigurðsson) eru fulltrúar hinna spilltu viðskipta- og stjórnmálamanna. Fulltrúi dreifbýlis- flokksins, Einar í Einiberjarunni (Gísli Halldórsson) er fulltrúi nýju kynslóðar- innar sem þekkir völundarlnis við- skiptabragða, svika og pretta út í vztu æsar og hlífist ekki við að beita brögð- um til þess að ná settu marki. Efni leiks- Sviðsmynd úr Delerium Bubonis: Karl Sigurðsson sem jafnvægismálaráðherr- ann og Brynj. Jóh. sem Ægir Ó. Ægis. ins er í stuttu máli það, að hinir tveir fyrrnefndu hafa flutt inn jólaávexti og jólatré, en þegar uppskipun á að hefjast kemur í ljós að hætta er á sjúkdómi, sem smitað gelur dýr — Delerium bu- bonis — og setnr því lieilbrigðisnefnd farminn í sóttkvi. Jafnvægismálaráð- herrann ber fram frun.varp á Alþingi um að fresta jólunum. f það fellur með jöfnum atkvæðum sö' ni ölvunar og fjarveru eins stuðnings nr.s jafnvægis- málaráðherrans. Þá eru <; '»'i váð dýr, en málið Ieysist með því að 'mnja við Ein- ar í Einiberjarunni. Þá er brugðið upp m.yn.l af móður- sjúkri eiginkonu Ægis Ó. /Egis (Sigríð - ur IJagalín) nýtízkulegri dóttur haus (Kristín Anna Þórarinsdóttir), tilvon- andi tengdasyni (Steindór Hjörleifsson), atómskáldi (Guðmundur Pálsson) og leigubílstjóranum, sem á R-9, sem frúin vill eignast (Árni Tryggvason). Brynj- ólfur Jóhannesson leikur forstjórann með miklum ágætum. Léttleiki hans og humor bendir ekki til þess að maðurinn sé af léttasta skeiði og mega víst margir þrítugir menn öfunda hann af hreyfingunum á sviðinu. Þótt hlutverkið veiti ekki möguleika til annarra eins snilldarbragða eins og Brynjólfur sýnir í „Allir s.vnir mínir“, þá er ekki um að villast, að Brynjólfur fer á kostum í þessu leikriti. Sigríður Hagalín hefur oftast leikið ungar og létt- úðugar stúlkur fram að þessu og gert það vel. I þetta sinn er hár hennar silfurlitað, en túlkunin sízt verri en áður. Hún er inn- antóma snobbskjóðan lif- andi komin. full af van- hugsaðri heimtufrekju, gap- andi framan í þá, sem hún heldur að séu á einhvern hátt fínir eins og atóm- skáldið, en hefur ekkert skynsamlegt til mála að leggja. Dóttirin hefur andlegheit- in í fótunum (liún dansar ballet), en gáfnafari og hrifnæmi er bezt lýst í inn- fjálgum svip þegar hún hlustar á svo- kallaða Ijóðagerð ritstjóra tímaritsins Vitrings. Hún er þó ekki vitlausari en svo, að hún hefur vit á að halda í unn- ustann þegar í óefni er komið. Ekki verður sagt, að þær mæðgur auki mikið hróður íslenzkra kvenna, en enginn ef- ast um að fyrirmyndir eru margar og sannar að þessum konum. Sigga vinnukona (Nína Sveinsdóttir), er ein um að sýna hina vinnandi stétt kvenþjóðarinnar og gerir eigi alllítið úr litlu hlutverki. Helzt mvndi ég telja það skort á góð- um leik, að jafnvægismálaráðherrann skorti hið íslenzka ráðherrafas. Ég var svo heppinn að hafa mann, sem er ný- farinn úr ráðherrastóli á næstu grösum í leikhúsinu og gat því alla sýninguna út borið sam;.n ráðherrann á sviðinu og ráðhcrrann á áhorfendabekknum og fannst mér hinn síðarnefndi eðlilegri. Karl verður að leggja áherzlu á meiri virðuleika þegar stundir líða, en leikrit þetta mun vafalaust ganga til vors ef ekki lengur og því nógur tími til þess að bæta úr því sem enr. cr á'Yrtt. Steindór Hjörleifsson var eðlilegur nú- tímaunnusti, sem byggir hjónaband sitt á erotikinni einni saman, enda naumast á öðru að byggja. Guðmundur Pálsson er sívaxandi leikari og er nú óðum að losa sig við þann stirðleika sem áður fvrr háði honum á sviðinu. Hann túlkar einlægan aulaskap og merkilegheit at- ómskáldsins af næmum skilningi og „þarf aldrei að liafa lyrir því að drekka frá sér vitið“. Síðast en ekki sízt ber að minnast leigubílstjórans á R-9. Ivomik Árna Tryggvasonar er vel þekkt og lætur ekki fremur en endranær að sér hæða. Annars er það mála sannast að um gamanleik verður tæpast skrifað þannig að lesendur fái fullkomna hugmynd um hversu skemmtilegur hann er, þegar bezt tekst. En þess er skylt að geta, að það mvndi vera dauður maður, sem ekki skemmti sér kouuuglega í Iðnó að þessu sinni. Ólafar Gunnarsson. 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.