Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1960, Síða 20

Samvinnan - 01.03.1960, Síða 20
Um kvikmyndir AMERÍSKUR FRUMHERJI: GRIFFITH Úr myndinni Intolcrance (Umburðarleysi), tekinni 1916. Stjórnandi D. W. Griffith. Atriði úr myndinni The Birth of a Nation (Fæðing þjóðar), tekinni 1915. Stjórnandi D. W. Griffith. Hinn snjalli franski kvikmyndahöfundur René Clair sagði eitt sinn frá kvöldi í Lundúnum. Hann var á gangi í kínverska hverfinu með nokkrum enskum vinum sín- um, þeir voru að sýna honum þetta einkennilega hverfi þar sem fátæktin birtist í svo margvíslegum döprum myndum í gufuslæðum þokunnar sem svam um strætin þröng milli skældra gamalla húsa en ljósið virðist vaxa og þverra, sækja fram og þokast frá líkt og reyr í stormi, eða óbugandi lax í straumi sem hann fær ekki sigrað. Hann segir frá því að þetta kvöld hafi þráfalt leitað á hugann þættir úr kvikmyndum hins mikla ameríska frumherja D. W. Griffith sem var talinn einn snjallastur kvikmyndahöfundur á árunum frá 1914 fram yfir 1920. Það sem bar fyrir augun í Kínahverfinu í furðuveröld Lundúnaþokunnar minnti René Clair svo mikið á þenn- an mann sem hann hafði dáð mjög að fyrst hélt hann sig vera að dreyma þegar hann sá í krá einni það kvöld mann standa einan við skenkiborðið og þjóra viský ótrú- lega líkan myndum af sjálfum Griffith. Gat hugsunin hafa magnað fram þá mynd? Clair reis upp frá borði vina sinna og spurði þennan einþambara næturinnar hvort hann væri Griffith. Jú, sá var maðurinn. Hann þáði að setjast við borðið hinna, drakk með þeim viský, hló hátt mörgum sinnum, segir Clair: líkt og hann hygðist sanna að hann gæti ennþá hlegið, fór með kafla eftir Shakespeare, stóð svo skyndilega upp, fór, hvarf í nótt- ina. En Clair hélt áfram að hugsa um þennan mann sem ferðaðist einn, og hafði eitt sinn verið frægasti kvik- myndahöfundur heimsins, — nú var hann að koma frá Bandaríkjunum frá samningaumræðum vegna kvik- myndar sem fóru út um þúfur. Griffith var einn helztu brautryðjenda og byltingai- manna í kvikmyndalistinni. Hann fæddist 1875 í Suður- ríkjum Bandaríkjanna, vann ungur fyrir sér sem blaða- maður, slökkviliðsmaður, verkamaður; stundum var hann skáld, flakkari, leikari unz hann hafnaði í kvik- myndaiðnaðinum unga og var farinn að stjórna kvik- myndum árið 1908. Hann gerði mikinn fjölda kvik- mynda á næstu árum og varð víðfrægur; en árið 1915 varð hann frægastur allra kvikmyndahöfunda með stór- verki sínu: Birth of a Nation (Fæðing þjóðar), kvikmynd um þrælastríðið. Hún olli byltingu í kvikmyndagerð, þar komu nýjar aðferðir til sögunnar sem höfðu djúp áhrif á hina snjöllustu kvikmyndahöfunda um alllangt skeið, þar á meðal þá sænsku snillinga sem rætt var um í síð- asta þætti: Sjöström og Stiller, og Sovéthöfundarnir Eisenstein og Pudovkin sem lyftu kvikmyndinni í æðra listrænt veldi fremur en nokkrir aðrir þökkuðu engum meira en Griffith fyrir frjó áhrif í myndbyggingartækni sem blómstraði í hinu fræga montage Sovétríkjanna. Að þessu montage komum við síðar í þessum þáttum. 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.