Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1960, Page 30

Samvinnan - 01.03.1960, Page 30
Auk þess að vera nauðsynlegt við bakstur, er ROYAL lyftiduft ágætt við aðra matar- gerð, t. d. við eftirfarandi: Egglakökur (ommelettur) verða léttarl ef þér notið teskeið (■lóttfulla) ai ROYAL lyftiduiti ó móti hverlu eggL Næst er þér steykið fisk blandið ROYAL lyftidufti saman við raspið. Hið steykta verður betra og stökkara. Hæfilegt er að nota ‘/2 tsk. (sléttiulla) af ROYAL lyftidufti á móti 30 gr. ai raspi. Kartöflustappan verður loftmeiri og betri ef 2 tsk. (sléttfullar) af ROYAL lyftidufti eru hrærðar •aracm við moðalakammt Marensbotnar og annað gert úr eggjahvitum og sykri verð- ur fíngerðara ef ROYAL lyfti- duft er notað. þannig: A móti 2 mtsk. (sléttf.) af sykri og einni eggjahvitu komi Yj tsk. (slóttf.) af ROYAL lyfUduítL Royal lyftiduft er heimsþekkt gæðavara sem reynslan hefur sýnt að ætið má treysta. NOTIÐ Royal KÖLDU /\oual °7 al búðingarnir ERU BRAGÐGÓÐIR Sagan eilífa Framhald a£ bls. 27. hann. „Húsið að tarna er eitt- hvað annað en eyjan mín. Hann leit aftur á öldunginn og gróf fingurna í hári sínu. „Þess vegna er ég svo hár- prúður,“ sagði hann. „Ég ætl- aði að láta klippa mig í kvöld. Hinir tveir liöfðu lofað að fylgja mér til rakarans, en sáu sig um hönd og ákváðu þess í stað að fara með mig á kvennafar. En sem betur fór, komst ég ekki svo langt, því að þá hefði ég auðvitað ekki hitt yður. Ég mun fljótlega venjast því á nýjan leik að tala við fólk, enda er ég eng- an veginn eins heimskur og ég lít út fyrir að vera.“ „En ánægjulegt hlýtur það að vera,“ sagði mr. Clay, að mestu við sjálfan sig, „mjög á- nægjulegt, get ég ímyndað mér, að dvelja á eyðiey, þar sem hægt er að lifa óttalaus við hverskyns truflun eða ó- næði.“ „Að mörgu leyti var það gott og blessað," sagði pilturinn rólega. „Ég tíndi egg á ströndinni og veiddi fisk. Ég hafði hnífinn minn, góðan hníf, og skar með honum merki í börkinn á stóru tré, í hvert skipti og ég sá votta fyrir nýju tungli. Ég skar í börkinn níu sinnum, en gleymdi því síðan, og „Bar- racuda" kom ekki fyrr en tveimur eða þremur tungl- um síðar.“ „Þú ert ungur,“ sagði mr. Clay, „og hefur því væntan- lega glaðst þegar skipið konr og flutti þig aftur til manna.“ „Jú, ég var mjög ánægður með það,“ sagði pilturinn, „sökum ákveðinnar ástæðu. En að henni slepptri hafði ég vanist eynni, og gat vel hugs- að mér að dveljast þar alla ævi. Eins og ég sagði yður, er eyjan ekki þögul. Ég hlustaði á ölduniðinn allar nætur, og þegar vindaði, heyrði ég þyt- inn í storminum öllu megin við mig. Ég heyrði þegar sjó- fuglarnir vöknuðu af nætur- svefni sínum. Einu sinni rigndi í heilan mánuð og í annað skipti í fjórtán daga. I bæði skiptin gekk á með þrumum og eldingum. Regn- ið flæddi syngjandi niður frá himninum, og þrumurnar virtust mæla mannsmáli, með rödd gamla skipstjórans mins. Ég varð furðu lostinn, því ég hafði ekki heyrt rödd mánuð- um saman.“ „Voru næturnar langar?“ spurði mr. Clay. „Álíka og dagarnir," svaraði sjómaðurinn. „Dagur rann, svo dimmdi af nóttu, og dag- aði á ný. Öll dægur voru jafn- löng. Þannig er það ekki í mínu föðurlandi, þar sem næturnar eru stuttar á sumr- in en langar á veturna.“ „Hvað hugleiddir þú um næt- ur?“ spurði mr. Clay. MATREIÐSLAN AUÐVELD Fjórar bragðtegundir: Súlckulaði Vanillu Karamellu Hindberja Tíl sölu 1 flestum matvöru verzlun um landsins. Kvikmyndir Framhald af bls. 21. voru stundum skelkaðir við hinar nýstárlegu hugmyndir og byltingarkenndu aðferðir Griffiths með því að segja þeim að hann færi alveg eins að og Dickens að segja sögu, munurinn væri sá einn að Dickens hefði notað orð en hann notaði myndir. Og það var áreiðanlega margt líkt með þessurn tveim höfundunr sem sigruðu samtíma- menn sína með óviðjafnanlegu samblandi af barnaskap og snilli og báðir náðu hylli og aðdáun sem við undr- umst nú áður en við förurn að athuga málið. 1948 hvarf Griffith úr þögn og gleymsku þessa lífs út fyrir hinn kínverska múr sölnaðra blóma og hvarf út í þoku dauðans. 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.