Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 13
m am . * Sigurður Markússon varð fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins árið 1975 og hefur því gengt þessu erfiða og mikilvæga starfi í áratug við vaxandi velgengni og farsæld. Hann hefur unnið hjá Sambandinu alla ævi; veitti Bret- landsskrifstofu forstöðu 1960- 1964, Hamborgarskrifstofu 1964- 1967, varð síðan framkvæmda- stjóri Véladeildar 1967-1969 og Skipulagsdeildar, sem síðar varð Skipulags- og fræðsludeild, 1969- 1975. landi, náð ágætum árangri í sölumál- um. Þessi góði árangur hefur létt róðurinn hjá framleiðendum okkar hér heima og orðið þeim hvatning til að gera betur. • Bergmál frá markaðslandinu - Formflökin hafa vakið mikla at- hygli, en þau eru árangur margra mánaða þróunarstarfs hjá Iceland Seafood Corporation ogSjávarafurða- deild. Hvað viltu segja um þessa nýju afurð og er von á fleiri slíkum ? - Formflökin eru gott dæmi um það, hvernig bergmál frá markaðs- landinu leiðir af sér nýja afurð í framleiðslulandinu. Fyrsta eina og hálfa árið sem formflökin voru í framleiðslu skiluðu þau framleiðend- um milli 40 og 50 millj. króna í hækkuðu framleiðsluverðmæti miðað við gengi bandaríkjadals nú. Við höf- um á síðustu misserum gert margar nýjar pakkningar; fyrir Bandaríkja- markað, í samvinnu við Iceland Sea- food Corporation og fyrir Evrópu- lönd, í samvinnu við Iceland Seafood Limited. Það á við um margar af þessum nýju pakkningum - en þó ekki allar - að afurðin er lausfryst. Þá má alls ekki gleyma þróun nýrra afurða fyrir Japansmarkað og hefur það starf 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.