Samvinnan - 01.08.1985, Page 15

Samvinnan - 01.08.1985, Page 15
verið unnið í náinni samvinnu við nokkur japönsk stórfyrirtæki. Er ekki fjarri lagi að segja, að þessar nýju afurðir hafi gert bæði karfa og grálúðu að mun eftirsóknarverðari tegundum en áður var. Það er trú okkar í Sjávarafurðadeild, að allt okkar fram- tíðargengi velti á því að vel megi til takast um þróun nýrra afurða fyrir hina ýmsu markaði. Okkur er löngu ljóst orðið að þetta starf verður ekki unnið svo vel sé nema í nánum tengslum við markaðinn og þá sem þar starfa. • Eftirsóknarverðir viðskiptaaðilar - Á síðasta ári varð mikil aukning á útflutningi frystra botnfiskafurða til Japans. Hver var hlutur Sjávarafurða- deildar í þeim útflutningi og eru miklar vonir bundnar við þennan nýja markað? - Hlutur okkar í þessum Japans-út- flutningi var rúmlega 60% og er það að sjálfsögðu mun meira en svarar til framleiðsluhlutdeildar okkar þegar lit- ið er á landið í heild. Ég held að ástæðan fyrir þessu hafi verið sú, að við vorum tiltölulega fljótir að bregð- ast við þessum nýju möguleikum sem buðu m.a. upp á tækifæri til þess að létta verulega á birgðum af karfaflök- um. Ég held að það sé óhætt að segja, að við í Sjávarafurðadeild bindum miklar vonir við þennan nýja markað. Japanir eru miklar fiskætur og eru, ásamt Sovétmönnum, fremsta fisk- veiðiþjóð í heimi. Margir telja, að japanir muni áfram þurfa að flytja inn verulegt magn af fiski umfram það sem þeirra eigin skip draga á land. Þeir gera miklar kröfur um vörugæði en borga líka að jafnaði ágætt verð, þegar þessum kröfum er fullnægt. Þess vegna eru þeir bæði eðlilegir og eftirsóknarverðir viðskiptaaðilar fyrir okkur íslendinga. # Vöruþróun og aukin vélvæðing - Að lokum: Hvað telurðu mark- verðast af því sem gerst hefur í sjávarútvegi samvinnumanna siðasta áratug og hvaða verkefni eru brýnust í náinni framtíð? - Á fiskveiðasviðinu: aukin og betri stjórnun veiðanna, tilkoma frysti- togara og stórlega auknar rækjuveið- ar. Á framleiðslusviðinu: aukin vöru- þróun, meiri fjölbreytni og auknir möguleikar í frystitækni, tilkoma rafeindastýrðra eftirlitskerfa frá Framleiðni s.f. og síðar Marel h.f. Á vettvangi sölumálanna: endur- reisn og uppgangur Iceland Seafood Corporation eftir mikið erfiðleika- tímabil, stofnun Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi og prýðilegur árangur á fyrstu starfsárum þess, nýr markaður í Japan fyrir frystar karfa- og gfálúðu- afurðir. Brýnustu verkefni í náinni framtíð eru vöruþróun, sem taki mið af þörf- um markaðarins, og stórlega aukin vélvæðing vinnslunnar. G.Gr. Vöruþróun, scm taki mið af þörfum markaðarins, og stór- lega aukin vélvæðing vinnslunnar eru verk- efni framtíðarinnar

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.