Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 10
SJÁVARÚTVEGUR SAMVINNUMANNA Gengi okkar í framtíðinni veltur á þróun nýrra afurða Sigurður Markússon framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins svarar spurningum Samvinnunnar Fregnir um svartar skýrslur fiski- fræðinga, tap útgerðar og yfir- vofandi rekstrarstöðvun fisk- vinnslufyrirtækja hafa verið næstum daglegt brauð hér á landi undanfarin ár. Pess vegna langar mig til að spyrja fyrst: Eru þau vandamál sem íslenskur sjávarútvegur þarf að glíma við um þessar mundir erfiðari viðureignar en þú hefur áður kynnst í starfi þínu, en þú hefur nú verið framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins í áratug? - Sá er eldur heitastur er á sjálfum brennur, segir máltækið, og því mundu stjórnendur útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjanna sjálfra best falln- ir til að svara þessari spurningu. Þó væri fráleitt annað en að viðurkenna, að þessir erfiðleikar, sem þú víkur að, koma á margvíslegan hátt við okkur, sem störfum á vettvangi sölumálanna. Það má sjálfsagt færa rök að því, að erfiðleikar útgerðar og fiskvinnslu séu nú meiri en nokkru sinni áður, a.m.k. mældir í stærð þeirra skulda, sem fyrirtækin eru að sligast undan og einkum mundi þetta eiga við um útgerðina. Hinu megum við heldur ekki gleyma, að nú sýnast vera uppi ýmsir nýir möguleikar, sem eiga að geta bætt hag fyrirtækjanna þegar fram líða stundir. • Heita á fisk sér til langlífis - Geturðu nefnt einhverja þessara möguleika ? - Ég vil þá fyrst nefna „heilsufars- bylgjuna“, sem nú fer um heiminn og hefur stóraukið áhuga fólks á fisk- neyslu og bætt skilning á gildi fiskmetis fyrir heilbrigði og vellíðan. Er víst ekki fjarri lagi að segja, að Banda- ríkjamenn heiti nú á fisk sér til langlífis. í rækjuveiðum og vinnslu eru mikil ævintýri að gerast. Þannig hefur rækjuaflinn meir en tvöfaldast á s.l. fimm árum og upp hafa komið prýðilegir markaðir fyrir rækju í skel- inni. íslendingar eru nú rétt að byrja að nýta sér þá möguleika sem markað- ir Vestur-Evrópu hafa upp á að bjóða. Japan er að verða þýðingarmikill markaður fyrir afurðir karfa og grá- lúðu og fleiri botnfiskafurðir. Ný tækni býður upp á hágkvæmari vinnu- brögð í frystihúsunum og þar af leið-' andi aukna framlegð og bætta afkomu. Þessi sama tækni á að gera okkur kleyft að vinna afurðirnar meira og betur og auka þannig útflutnings- verðmætið. • Mikið áunnist á menntunarsviðinu - Er sjávarútvegurinn nægilega mikils metinn sem höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar og undirstaða efnahags- lífs okkar, til dæmis hvað menntun varðar og rannsóknir? - Ég tel að sjávarútvegur sé mikils metinn í þeim skilningi að landsmenn sýna málefnum hans mikinn áhuga. Ékki þarf annað en að fletta blaða- kosti þjóðarinnar til að sjá merki þessa. Hvað snertir menntun fólks til starfa í sjávarútvegi, þá er þar vafa- laust mikið starf óunnið og þá ekki hvað síst á sviði starfsþjálfunar fyrir fiskvinnslufólk. Á hitt ber einnig að minna að mikið hefur áunnist á mennt- unarsviðinu á síðustu árum. Ég minni á ágætt starf Fiskvinnsluskólans og Tækniskólans og sem betur fer fjölgar nú háskólamenntuðum mönnum i greininni ár frá ári, bæði þeim sem menntaðir eru í raungreinum og þá 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.