Samvinnan - 01.08.1985, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.08.1985, Qupperneq 17
Sambandsins frá öðrum söluaðila. Samt sem áður varð 18% framleiðslu- aukning hjá Sambandsfrystihúsunum. Á sama tíma ætla ég að hafi orðið 10% samdráttur hjá Sölumiðstöðinni. Það gerist án þess að Sölumiðstöðin missi fyrirtæki yfir til Sambandsins. Ég vænti þess að við munum finna skýringar á þessu hér í kvöld. En af framansögðu ætti hverjum manni að vera augljóst strax að skýringin er ekki fólgin í ásælni Sambandsins eða samvinnuhreyfingarinnar. Það er eitt- hvað annað sem hefur gerst. • Gengi í kreppu. Því hefur oft verið haldið fram að samvinnufélögum gangi yfirleitt betur en öðrum í kreppu, en einkaframtakið hafi yfirburði á uppgangstímum. Á þessu hafa verið fundnar margar skýringar, fæstar vinsamlegar sam- vinnuhreyfingunni. Þær skýringar eru flestar rangar. Hins vegar er það rétt að minni hyggju að samvinnufélög eflast í samanburði við einkafyrirtæki þegar illa árar. Á þessu er mjög einföld skýring og er hún ekki að öllu leyti samvinnufélögum til tekna. Það fer þó eftir því hvernig á það er litið á hverjum tíma. Þegar harðnar á daln- um í einhverri atvinnugrein leitar einkafjármagnið burt frá þeirri grein. Það er eðli einkafjármagns að leita þangað sem það gefur best af sér. Það er að nokkru leyti jákvætt, þar sem til lengri tíma litið og litið til heildar- stærða er nauðsynlegt að flytja stóran hluta þess fjármagns sem tiltækt kann að vera þangað sem það gefur mest af sér. En stundum veldur þetta því að tómarúm myndast í atvinnulífi við- komandi staða og oft er ekki annað fyrir hendi en að sameinast í sam- vinnufélagi staðarins um að halda uppi nauðsynlegu atvinnulífi. Sam- vinnufélagið fer ekki burt hvað sem hagkvæmni fjármagnsins líður. En þetta gerir þá kröfu til samvinnufé- lagsins að ná hagkvæmni hvað sem tautar og raular og er oft erfitt að rísa undir því. Árið 1984 leituðu sex frystihús eftir sölu til samvinnufyrirtækja, eða komu því á framfæri á einhvern hátt að þau væru til viðræðu um sölu. Aðeins tvö þessara fyrirtækja voru lykilfyrirtæki hvort í sínu byggðarlagi, þannig að til greina gæti komið að samvinnufélög kæmu til aðstoðar. Kaupfélag Eyfirð- inga keypti meirihluta í Söltunarfélagi Dalvíkur hf. að mjög ákveðinni ósk heimamanna, en átti raunar hluta í 17

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.