Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.08.1985, Blaðsíða 31
 strönd, til þess að ala barn, verður trúlega seint upplýst. Þeir sem áhuga hafa, verða þá að láta hugann reika í eyður með tilliti til staðreynda. Þjóðsagan um komu Hjálmars í þennan heim er í stuttu máli á þá leið, að Marsibil hafi kvatt dyra á Hallandi um kvöld og beðist þar gistingar. Hafi húsráðendur orðið við þeirri bón og hafi hún lagst þar til svefns og alið þjóðskáld um nóttina. Daginn eftir hafi svo vinnukonan Margrét, sem Hjálmar seinna nefndi Hallands Möngu og reyndar allskyns ónefnum, lagt af stað á fund hreppstjóra með barnið eins og hvern annan óskilagrip. Komst hún þó ekki lengra en að Neðri Dálkstöðum, en þar á Sigríður hús- freyja að hafa vorkennt barninu og því ákveðið að taka það að sér og ala það upp, sem hún gerði. Svo einkennilegt sem það er, hefur saga þessi verið höfð upp hvarvetna, þar sem um Hjálmar Jónsson hefur verið rætt eða ritað og án athuga- semda. Mér virðist helst að saga þessi sé frá Hjálmari sjálfum komin, en hann stóð í ýmsum hörðum slag við hreppstjóra og önnur yfirvöld um sína daga. Þótt Hjálmar væri fróður og trúverðugur um margt, er ekki þar með sagt að rétt sé að taka sögu þessa of bókstaflega. Óvíst er og hversu niikið hann hefur vitað um þetta. Var hann oft á efri árum með ýmsar getgátur um uppruna sinn, og taldi sig m.a. rangfeðraðan. Hvergi kemur þó fram minnsti grunur um slíkt og ekki véfengdi Jón Benediktsson orð Marsi- hilar um þetta. Varla hefur hann gengist við barninu í greiðaskyni við einhvern annan, þó stundum gerðu menn slíkt fyrir húsbændur sína. Víst er hægt að láta sér koma í hug að þarna sé skýring á svo skyndilegri hurtför vinnukonunnar, en hefði hún þá ekki verið farin fyrr? Öllu líklegra er, sem Finnur Sig- mundsson bendir á, að hin mikla ómegð Miðvíkurhjóna eigi þarna hlut að máli. Hann álítur einnig að Ragn- hildur húsfreyja hafi verið að ein- hverju leyti vangæf til búverka. Allt eru þetta tilgátur og ber að taka með varúð. A Hallandi bjuggu er þetta gerðist hjónin Jón Bárðarson og Ingunn Guðmundsdóttir. Voru þau á fertugs- Hdri er þetta var og barnlaus. Ingunn Nokkur orð um upphaf Að vísu er þetta fæðingardeild og allur viðbúnaður sannfærandi - samt reynist erfitt að trúa eigin augum uns hrekkleysið kemur í ljós, maður lifandi með tíu fingur með tíu fingur upp til guðs. Nokkur orð um endi Öldungurinn reynir að muna samherjana fer aftur og aftur í gegnum kortin frá síðustu jólum. Þeir svara sem lifa og fengu svar. Hann fær ekki betur séð en allir hafi skilað sér allir - og þó gengur aldrei upp engill nokkur án undirskriftar. Anton Helgi Jónsson 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.